Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGSkólar & námskeið ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 20128 GÓÐ NÁMSTÆKNI ER MJÖG MIKILVÆG Fátt er mikilvægara í námi en skipulögð og öguð vinnubrögð. Margir tileinka sér ákveðna námstækni en með námstækni er átt við þær aðferðir sem nemandinn notar við að tileinka sér nýtt námsefni. Einstaklings- bundið er hversu langan tíma það tekur að læra eitthvað nýtt. Það fer meðal annars eftir áhuga- sviði nemandans, einbeitingar- hæfni hans og námstækninni. Sá sem vill bæta árangur sinn ætti því að athuga hvernig hann getur bætt námsvenjur sínar. Hin mismunandi skólastig nota ekki nákvæmlega sömu náms- tækni en hér eru nokkur einföld ráð sem gætu bætt almenna námstækni. ■ Gerið tíma- og náms áætlanir, þannig verður námið skilvirkara. ■ Setjið tímamörk þegar verið er að lesa. Það er mikilvægt að ætla sér ekki of langan tíma til að einbeita sér í einu. ■ Takið niður glósur og gangið skipulega frá þeim. ■ Rifjið upp námsefnið, gott er að nota glósur í þessum tilgangi. Upprifjun er forsenda náms og í raun æfing fyrir próf. ■ Gott er að tengja nýja þekk- ingu við eitthvað sem við þekkjum fyrir. Ef bæta á námsárangur er nærtækast að athuga námsvenjur. NORDICPHOTOS/GETTY Hollur matur ætti að vera á borðum alla daga. Hann er þó sérstaklega mikilvægur þegar standa yfir tarnir í námi, svo sem próf- lestur eða þung ritgerðaskil. Í nýlegri grein á www.dailymail.co.uk kemur fram að heilinn taki til sín um það bil 20 prósent af þeim kaloríum sem við innbyrðum á dag. Það skiptir því máli hvað við setjum ofan í okkur fyrir skarpa hugsun. Ef blóðsykurinn fellur missum við einbeit- inguna. Mikilvægt er því að borða reglulega yfir daginn. Til að taugaboðin gangi snurðulaust fyrir sig í heilanum þarf efnið mýelín, en Omega-3 fitusýrur halda magni þess við í heilanum. Omega-3 fitusýrur finnast helst í fiski en einnig í valhnetum og í graskers- og hörfræjum. Þessi fræ og hnetur er því sniðugt að hafa sem nasl við lesturinn. Blómkál og brokkólí er einnig gott sem millinasl en það er er talið bæta minnið. Eins eru egg, lifur og sojabaunir uppbyggileg fæða fyrir minnið. www.dailymail.uk.co HEILAFÓÐUR VIÐ LÆRDÓMINN ELSTI ÚTSKRIFTARNEMINN Samkvæmt heimsmetabók Guinness er Bandaríkjamaður- inn Leo Pass elsti maðurinn til að útskrifast með háskólagráðu. Hann útskrifaðist frá Eastern Oregon University í Banda- ríkjunum sumarið 2011, þá 99 ára gamall. Pass settist þó ekki á skólabekk á gamals aldri. Hann hóf kennaranám sitt árið 1929, sama ár og heimskreppan hófst. Meðfram námi vann hann fyrir sér sem kennari og lagði sparifé sitt í bankann. Kreppan varð þess valdandi að bankinn fór í þrot. Pass var því tilneyddur til að hætta námi og hóf störf sem skógarhöggsmaður. Löngu síðar komst hann að því að hann átti einungis nokkrar einingar eftir til að klára nám sitt. Háskólinn mat fjölbreytta starfsreynslu hans, til dæmis tómatatínslu og rekstur bensín- stöðvar, til eininga sem vantaði upp á. Þrátt fyrir útskrift stefnir Pass ekki á frekari kennslu í framtíðinni. VIÐURKENNDIR BÓKARAR RÉTTINDANÁM HAUST 2011 NÁMSBRAUTIR Opni háskólinn í HR kynnir nám til undirbúnings fyrir viðurkenningu bókara haustið 2012. Námið undirbýr nemendur fyrir próf á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins til viðurkenndra bókara, skv. 43. grein laga nr. 145/1994 um bókhald. I. HLUTI – SKATTSKIL Markmið námskeiðsins er að veita almenna innsýn í skattalög og reglur varðandi skattlagningu fyrirtækja og einstaklinga. II. HLUTI – UPPLÝSINGAKERFI OG ÖRYGGISÞÆTTIR Markmið námskeiðsins er að dýpka skilning þátttakenda á áhrifum upplýsingakerfa á reikningshald og rafræn samskipti. Áhersla er lögð á notkun Excel við bókhaldsstörf. ÞÚ! ÞETTA SNÝST UM ÞIG OG FRAMTÍÐINA Sjá heildarframboð á www.opnihaskolinn.is eða hafðu samband við okkur í síma 599 6300 umsóknarfrestur er til 5. júní III. HLUTI – REIKNINGSHALD Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu þátttakenda á meginreglum reikningshalds og því lagaumhverfi sem bókhald og reikningsskil byggja á. Opni háskólinn í HR býður upp á fjölbreytt úrval námsbrauta samhliða vinnu á haustönn 2012. Námið er fjölbreytt og lifandi og miðar að því að efla faglega þekkingu. Námsbrautirnar henta sérstaklega þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði og auka við menntun sína. Lögð er áhersla á öflug tengsl við atvinnulífið, hagnýta nálgun með raunhæfum verkefnum og virkni nemenda. VERKEFNASTJÓRNUN OG LEIÐTOGAÞJÁLFUN Hagnýtt og fjölbreytt nám í verkefnastjórnun í samstarfi við Nordica Consulting Group. Í náminu er leitast við að efla fjóra meginfærniþætti nemenda; stefnumótun, skipulag, leiðtogahæ- fileika og samskipti. Lýkur með alþjóðlegu IPMA prófi. VERKEFNASTJÓRNUN, APME (FJARNÁM) Nám samhliða vinnu, kennt í fjarnámi og samsvarar 24 ECTS einingum. Lögð er áhersla á tölulegar greiningar við ákvarðanatöku og stjórnun rekstrar og verkefna. Náminu lýkur með alþjóðlegu IPMA prófi. MARKAÐSSAMSKIPTI OG ALMANNATENGSL Kennd eru undirstöðuatriði öflugs markaðsstarfs. Námið er hagnýtt og miðar að því að dýpka skilning nemenda og efla faglega þekkingu á viðfangsefninu. Námið er byggt upp í samstarfi við ÍMARK, SÍA og Almannatengslafélag Íslands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.