Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 20
FÓLK|HEILSA Bent er á að fjöldi þeirra sem hjóla í vinnu eða skóla hafi aukist mikið undanfarið. Með hækkandi sól á þeim eftir að fjölga enn frekar sem taka hjólið fram yfir bílinn. „Hjólreiðar eru holl og góð hreyfing. Flest slys verða þó þegar hjólað er á miklum hraða með þeim afleiðingum að reiðhjólamaður kastast fram fyrir sig þegar hann hemlar. Samstuð reiðhjólamanna eða við aðra notendur göngu- og hjólreiðastíga er einnig algeng orsök tjóna og slysa. Höfuðáverkar eru sem fyrr alvarlegustu reiðhjólaslysin.“ Minnt er á að reiðhjólahjálmur sé sá öryggisbúnaður sem dregur úr líkum á alvarlegum höfuðáverkum. Það sem þarf að hafa í huga þegar hjólað er af stað er eftirfarandi: 1. Hjólaðu ávallt með hjálm, hvort sem vegalengdin er stutt eða löng. 2. Vertu í endurskinsfatnaði eða endur- skinsvesti. 3. Farðu yfir reiðhjólið, s.s. bremsur og dekk, áður en þú byrjar að hjóla eftir veturinn. 4. Ef þú hjólar og hlustar um leið á tón- list eða útvarp vertu þá viss um að þú heyrir líka í umferðinni. 5. Hjólaðu á reiðhjóla- og göngustígum þar sem þeir eru eða veldu götur með minni umferð. 6. Farðu eftir umferðarreglum og virtu rétt annarra stíganotenda. HJÓLAÐ AF ÖRYGGI GAMAN AÐ HJÓLA Mikill hjólreiðaáhugi er meðal fólks á öllum aldri. For- varnardeild Sjóvá hefur sent frá sér ábendingu til hjólreiðamanna um var- kárni í umferðinni. ÖRYGGI Nauðsynlegt er að kunna helstu öryggisreglur varðandi hjólreiðar. Í nýjasta hefti Læknablaðsins voru birtar niðurstöður rannsóknar sem gerð var á úthaldi, holdafari og efna- skiptasniði 18 ára framhaldsskólanema í Reykjavík. Þar kom fram að 51 prósent mældist með of hátt hlutfall líkamsfitu. „Það hafa ekki verið teknar saman sam- bærilegar tölur hér á landi yfir þennan aldurshóp og frekar erfitt að ná til hans enda nokkuð upptekinn hópur,“ segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands. Rannsóknin var partur af meistararitgerð Erlings Birgis Richards- sonar, íþróttafræðings og þjálfara nýbakaðra Íslandsmeistara HK í hand- bolta. „Ég var leiðbeinandi Erlings og verkefnisstjóri yfir verkefninu. Kári Jónsson íþróttafræðingur og Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur stóðu að þessu með mér. Svo fengum við meistaranema til að hjálpa okkur og þeir skrifuðu svo ritgerðir sínar upp úr gögnunum.“ Alls tóku 277 ungmenni úr þremur skólum þátt, þar af tveir bóknáms skólar og einn verknámsskóli sem þó var ekki hópur hreinna verknámsnemenda heldur blanda verk- og bóknámsnema í verknámsskóla. Helstu niðurstöður voru að 51 prósent mældist með of hátt hlutfall líkamsfitu, of feit samkvæmt líkamsþyngdarstuðli voru 23 prósent þátttakenda og 20 prósent voru með of mikið mittismál. Flestir höfðu þó sæmi- legt úthald þrátt fyrir að dagleg hreyfing væri langt undir ráðlagðri hreyfingu. „Íslenskir krakkar eru frekar þéttir en þol og þrek mjög gott. Það er því mjög mikilvægt að þessi hópur haldi áfram að hreyfa sig og viðhaldi þrekinu til að fyrirbyggja lífsstílssjúkdóma í fram- tíðinni.“ Sigurbjörn Árni bendir á að þó svo að Íslendingar séu að fitna þá verði að hafa það í huga að líkamsfita sé ekki allsherjarmælikvarði. „Fólk er í góðum málum svo lengi sem þrekið er gott og það er ekki mikið yfir kjörþyngd en nútímasamfélag miðar kannski of margt út frá fituprósentu til að meta líkams- ástand.“ Holdafar stúlkna í rannsókn- inni var betra en strákanna en þeir voru aftur á móti með betra úthald. Í niður- stöðum má einnig sjá að líkamsástand verknámsnemahópsins reyndist verra en bóknámshópsins. Þeir hreyfa sig minna, hafa minna úthald, eru feitari, með mesta mittismálið og hæsta blóð- þrýstinginn. „Miðað við þessar niður- stöður eiga þeir verst stöddu á þessum aldri eftir að lenda í vandræðum þegar fram líða stundir ef ekkert breytist; það eru ýmsir sjúkdómar sem gætu farið að gera vart við sig upp úr fertugu; sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómar og fleira.“ Sigurbjörn vonast til að rann- sóknin verði endurtekin í framtíðinni og munurinn sem greindist milli hópa skoðaður betur og þá sé jafnvel hægt að bregðast við með því að reyna auka hreyfingu þessa hóps. FEIT EN Í FORMI HREYFA SIG OF LÍTIÐ Nýleg rannsókn á holdafari 18 ára framhaldsskóla- nema sýnir að það er breytilegt eftir skólum hversu góðu formi þeir eru í. Í FORMI Rannsóknin sýnir að þó svo að fituhlutfall sé hátt og hreyfing lítil þá sé þol og þrek í lagi. SIGURBJÖRN ÁRNI ARNGRÍMSSON prófessor í Íþrótta- og heilsufræðum við Há- skóla Íslands. Dáleiðslunemar bjóða meðferð Nemar á dáleiðslunámskeið hjá breska dáleiðslukennaranum John Sellars bjóða ókeypi meðferð í æfingaskyni Dáleiðslunámskeið stendur nú yfir í Reykjavík, en það er fjórða námskeið sinar tegundar hér á landi á einu ári. Kennari er dá- leiðarinn og dáleiðslukennarinn John Sellars frá Bretlandi, en hann hefur þrjátíu ára reynslu af dáleiðslu og hefur meðal annars þróað sérstaka dá- leiðslumeðferð gegn þunglyndi. Sellars til aðstoðar er Alexis Main. Fyrri hluta námskeiðsins er að ljúka og þurfa nemendur að fá til sín fólk í dáleiðslumeð- ferð til æfingar fram að seinni hluta námskeiðsins, sem hefst í byrjun júní. Nemendurnir eru þegar þjálfaðir í að veita slökun, fjarlægja kvíða, aðstoða við endurupplifun minninga, auka sjálfstraust, bæta sjálfsímynd og ýmislegt fleira. Eftir seinni hluta námskeiðsins er þess vænst að þeir geti aðstoðað fólk við að hætta að reykja og við að léttast, svo dæmi séu nefnd. Nemendurnir óska nú eftir sjálfboðaliðum til að prófa dáleiðslumeðferð án endurgjalds. Áhugasömum er bent á heimasíðuna dáleiðsla.is þar sem hægt er að komast í samband við nemana og fá tíma. John Sellars segir mikla viðhorfsbreyt- ingu orðna á Íslandi og fólki þyki nú sjálfsagt að nýta þessa meðferð. Skipholti 29b • S. 551 0770 SUMARDAGAR 15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Nýtt námskeið hefst 9. maí Boltinn á Xinu 977 – alla virka daga kl. 11 - 12 FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.