Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 4
8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR4 GRIKKLAND „Við reyndum allt mögu- legt,“ sagði Antonis Samaras, leið- togi íhaldsflokksins Nýs lýðræðis í Grikklandi í gær, eftir að hann gaf frá sér stjórnarmyndunarviðræður í landinu. Eftir þingkosningarnar á sunnu- dag er flokkur hans orðinn fjöl- mennasti flokkurinn á gríska þinginu og fékk í krafti þess umboð til þess að mynda ríkisstjórn. Það tókst ekki og því fær næststærsti flokkurinn, Syriza, bandalag rót- tækra vinstri flokka, umboðið. Karolos Papoulias forseti ætlar að funda með Alexis Tsipras, leiðtoga Syriza, í dag. Hann hefur þó aðeins þrjá daga til þess að mynda stjórn. Flokkurinn hefur sagst stefna að því að mynda vinstri stjórn í landinu til þess að hafna fjár- hagsaðstoð Evrópusam bandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í nú- verandi mynd. Takist það ekki fær jafnaðar- mannaflokkurinn Pasok að spreyta sig, og ef ekkert gengur þá fær for- seti landsins það hlutverk að kalla leiðtoga allra flokka á sinn fund í von um að geta komið saman þjóð- stjórn. Skili sú tilraun engu þá verður að efna til kosninga á ný, og yrðu þær þá væntanlega haldnar strax í júní. Dagsetningin 17. júní hefur verið nefnd í því samhengi. Vandinn er sá að um svipað leyti þurfa grísk stjórnvöld að skila af sér nákvæmri áætlun um niður- skurð upp á 14,5 milljarða evra fyrir árin 2013 og 2014. Í júní stendur einnig til að Evrópu sambandið og Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn greiði Grikkj- um 30 milljarða evra innborgun inn á neyðarlánin, sem eiga að tryggja að gríska ríkið geti borgað næstu afborganir af óheyrilegum skuldum sínum. Vinstri flokkarnir þrír, Pasok, Syriza og Lýðræðislegi vinstri flokkurinn, eru aðeins með 112 þingmenn samtals og geta því ekki myndað meirihlutastjórn án þess að fá fjórða flokkinn til að slást í hóp- inn. Hvorki Kommúnistaflokkurinn né nýnasistar þykja stjórntækir og flokkur Sjálfstæðra Grikkja yrði væntanlega frekar óútreiknanleg- ur í stjórnarsamstarfi. Allir þessir flokkar hafa hins vegar lýst því yfir, að þeir vilji semja um breyt- ingar á skilmálum fjárhagsaðstoð- arinnar frá ESB og AGS, einnig flokkarnir tveir sem voru við völd nú í vetur og sömdu um skilmálana. Líkurnar á því að stjórnmála- kreppan í landinu dýpki enn og að aðrar kosningar verði haldnar í júní aukast því. gudsteinn@frettabladid.is Nýtt lýðræði Stofnaður árið 1974 og hefur allar götur síðan ýmist farið einn með völdin í Grikklandi eða verið stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn. Var með 91 þingmann á síðasta kjörtímabili. Fær 50 aukaþingmenn núna sem stærsti flokkur landsins. SYRIZA Bandalag róttækra vinstri flokka. Styður aðild að ESB en er í harðri andstöðu við þann harkalega niðurskurð á fjárlögum sem fylgt hefur fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS. PASOK Sósíaldemókrataflokkur Grikklands, stofnaður árið 1974 og hefur allar götur síðan ýmist farið einn með völdin í Grikk- landi eða verið stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Fékk 160 þingmenn í síðustu kosningum árið 2009. Sjálfstæðir Grikkir Flokkur hægri þjóðernissinna, stofnaður í febrúar síðastliðnum af Panos Kammenos, þingmanni Nýs lýðræðis, sem var rekinn úr flokknum. Hann hafnar öllum afskiptum útlendinga af málefnum Grikklands. Kommúnistaflokkurinn Stofnaður árið 1918, heldur enn fast við harðlínumarxisma og stefnir að byltingu. Hefur ekki fengist til samstarfs við aðra flokka um neinar málamiðlanir. Gyllt dögun Flokkur nýnasista. Vill reka alla ólöglega innflytjendur úr landi og loka grísk-tyrknesku landamærunum með jarðsprengju- belti. Félagar fara um landið með hótunum og ofbeldi. Lýðræðislegi vinstriflokkurinn Evrópusinnaður flokkur vinstri manna, stofnaður árið 2010 með klofningi úr SYRIZA. Andvígur skilmálum fjárhags- aðstoðar ESB og AGS, en vill semja um öðruvísi skilmála. 58 + 50 52 41 33 26 21 19 Niðurstöður þingkosninganna Mistókst að mynda stjórn Leiðtogar grísku stjórnmálaflokkanna hafa ekki langan tíma til að mynda nýja stjórn, þótt erfitt sé að sjá hvernig þeir ætli að fara að því. Skili viðræður ekki árangri þarf að efna til nýrra kosninga strax í júní. STJÓRNARMYNDUNARVIÐRÆÐUR HAFNAR Evangelos Venizelos, leiðtogi Pasok, gekk í gær á fund Antonis Samaras, leiðtoga Nýs lýðræðis. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Hlífari Vatnari Stefánssyni, 23 ára Hafn- firðingi sem varð fyrrverandi unnustu sinni að bana í húsi að Skúlaskeiði í Hafnarfirði í byrjun febrúar. Hlífar kom sjálfur á lögreglu- stöðina í Hafnarfirði eftir morðið, í afar annarlegu ástandi, og átti erfitt með að gera sig skiljanlegan. Í kjölfarið fannst konan, sem var 35 ára, látin á heimili hans. Aðkoman var mjög ljót og ljóst að konunni höfðu verið veittir banvæn- ir áverkar á hálsi með eggvopni. Hlífar hefur setið í gæsluvarð- haldi síðan málið kom upp, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan vegna almannahags- muna. Hann hefur gengist við því að hafa veitt henni áverkana en hefur gert tilraunir til að útskýra verknaðinn. Hlífar hefur um nokkurt skeið verið í óreglu og var vel þekktur hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Bráðabirgðaálit geðlækna er á þá leið að hann sé líklega sa khæfur, en endanlegs geðmats er þó enn beðið. Þá liggur krufningar- skýrsla ekki heldur fyrir. - sh Bráðabirgðaálit er á þá leið að Hlífar Vatnar Stefánsson sé sakhæfur: Ákærður fyrir hrottalegt morð Á VETTVANGI Konan fannst látin í þessu húsi, þar sem Hlífar hafði búið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 21° 20° 12° 21° 23° 14° 14° 23° 15° 22° 20° 31° 12° 15° 23° 10° Á MORGUN Hæg breytileg átt. FIMMTUDAGUR 3-8 m/s, hægast A-til. 2 3 34 1 3 4 4 4 5 -3 2 3 4 3 2 3 5 4 3 5 2 6 3 4 3 4 5 6 5 8 7 BEÐIÐ EFTIR SUMRI Áfram svalt í veðri að deginum N- og A-til og næturfrost næstu daga. Hitinn þokast þó í rétta átt á fi mmtudag og föstudag. Hæg- viðri víðast hvar og stöku skúrir SV- og V- til. Dálítil él NA- til í dag. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður SÝRLAND, AP Þingkosningar fóru fram í Sýrlandi í gær. Bashar Assad forseti segir kosningarnar mikilvægar til að koma á um- bótum í landinu en uppreisnar- menn segja þær marklausan blekkingarleik sem ekki muni koma á friði í landinu. Um 7.000 frambjóðendur kepptu um þau 250 þingsæti sem í boði voru. Sýrlenskar sjónvarps- stöðvar sýndu langar raðir við kjörstaði víða í landinu, en um 15 milljónir eru á kjörskrá. „Andlit stjórnarinnar mun ekki breytast,“ sagði Mousab Alhama- dee, einn talsmanna uppreisnar- manna í gær. „Stjórnin er eins og gömul kona sem reynir að yngja sig upp með snyrtivörum.“ - bj Kosið til þings í Sýrlandi: Ekki leið til að stilla til friðar KOSIÐ Talsverður fjöldi lagði leið sína á kjörstaði í Damaskus, höfuðborg Sýr- lands, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JEMEN, AP Tuttugu jemenskir her- menn féllu í gær þegar skæruliðar tengdir Al-Kaída hryðjuverkanet- inu gerðu árás á herstöð í Jemen. Árásin var gerð nokkrum klukkustundum eftir að Fahd al- Quso, einn af leiðtogum Al-Kaída, féll í loftárás sem gerð var með ómannaðri bandarískri herflug- vél. Skæruliðarnir réðust á her- stöðina af landi og sjó og beittu bæði skotvopnum og handsprengj- um. Að sögn yfirvalda í Jemen komust þeir undan með vopn og annan búnað úr herstöðinni. - bj Skæruliðar ráðast á herstöð: 20 sagðir fallnir í árás Al-Kaída Samstarf við Denverborg Von er á átján manna sendinefnd frá Denverborg til Akureyrar á morgun vegna væntanlegs samstarfs sveitar- félaganna. Yfirlýsing um samstarfið var samþykkt í bæjarráði Akureyrar síðastliðinn fimmtudag en hún fæst ekki afhent á bæjarskrifstofunni fyrr en formleg undirskrift er yfirstaðin. AKUREYRI GENGIÐ 07.05.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,7092 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,41 125,01 201,2 202,18 162,21 163,11 21,809 21,937 21,439 21,565 18,198 18,304 1,5574 1,5666 191,83 192,97 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is www.ms.is Með D-vítamíni sem hjálpar þér að vinna kalkið úr mjólkinni. Meira fjör með Fjörmjólk! Fáðu D-v ítamín úr Fjörmjó lk!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.