Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 8. maí 2012 15 Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum hérlendis að þjónusta heilbrigðisstarfs- fólks, og þá sér í lagi lækna, er lítið sem ekkert auglýst. Á þessu er einföld skýring en samkvæmt núgildandi læknalögum er ill- mögulegt fyrir lækna að auglýsa þjónustu sína, en þar segir orð- rétt: „Lækni er einungis heim- ilt að auglýsa læknastarfsemi sína með efnislegum og látlaus- um auglýsingum þegar hann hefur störf eða breyting verður á aðsetri eða viðtalstíma. Lækni er heimilt að auðkenna sig með nafni, sérgrein, aðsetri, síma og viðtalstíma á dyraspjöldum, nafnspjöldum og lyfseðlum“. Samkvæmt 18. grein í Codex Ethicus er tilgreint að fara skuli að landslögum þegar kemur að auglýsingum. Víða er því svo farið að læknar mega ekki aug- lýsa þjónustu sína að neinu marki og eflaust eru rök bæði með og á móti því. Það er þó skoðun undir- ritaðs að bann við auglýsing- um hafi verið of þröngt túlkað í gegnum tíðina og sjálfsagt sé að gefa þar meira svigrúm, en sömuleiðis að eftirlit með slíku sé virkt. Nú er svo komið að ný lög um heilbrigðisstarfsmenn munu taka gildi þann fyrsta janúar 2013 og leysa af hólmi læknalögin og önnur viðlíka lög um starfsemi fagstétta á heilbrigðissviði. Í þessum nýju lögum segir orðrétt í 24. grein: „Við kynningu heil- brigðisþjónustu og auglýsingar skal ávallt gætt málefnalegra sjónarmiða og fyllstu ábyrgðar, nákvæmni og sanngirni. Ráð- herra setur í reglugerð nánari ákvæði um kynningu og auglýs- ingar heilbrigðisþjónustu, svo sem bann við ákveðinni aðferð við kynningu eða auglýsingar“. Þarna er sem sagt búið að opna fyrir þann möguleika að fagstétt- ir í heilbrigðisþjónustu og þar á meðal læknar geti auglýst starf- semi sína. Nú spyrja sig eflaust einhverj- ir hvort þetta skipti nokkru máli. Því er til að svara að í heilbrigð- isþjónustu sem annarri þjón- ustu ríkir samkeppni, en hún er af mjög skornum skammti. Í nær öllum tilvikum er þjónustan greidd af ríkinu, taxtar eru þeir sömu meira og minna og í viðvar- andi læknaskorti hafa hvort eð er allir nóg að gera og enga þörf fyrir að auglýsa sig eða þá þjón- ustu sem þeir veita, ekki satt? Þetta er ekki alls kostar rétt en gefur nokkuð góða mynd af raunveruleikanum og líklega verður lítil breyting hér á næst- unni miðað við það ástand sem varað hefur varðandi mönnun í heilbrigðisþjónustu. Þetta skapar þó einnig vandamál fyrir sjúk- linga, til dæmis þar sem hvergi er, mér vitanlega, til opinberlega aðgengilegur heildarlisti yfir þá lækna sem eru starfandi hér- lendis, hvar þeir starfa og hvern- ig hægt er að ná í þá. Þegar nýir sérfræðingar koma til landsins úr sérnámi með mikilvæga þekk- ingu og hefja störf er það jafn- an hulið almenningi og jafnvel okkur læknunum. Læknar munu á næsta ári geta auglýst nýjar meðferðir, ráðgjöf, námskeið, aðgerðir og heilsu- eflingu svo fátt eitt sé talið. Það verður því spennandi að fylgj- ast með og þá sérstaklega hvort læknar muni nýta sér breytt lagaumhverfi og þá möguleika sem í því felast. Auglýsingar í heil- brigðisþjónustu Teitur Guðmundsson læknir HEILSA e fnahagsmal. is Þegar börn fæðast andvana eða deyja í móðurkviði finna for- eldrar þeirra fyrir sárri sorg. Hún varir lengi og eykst og minnkar til skiptis. Þrátt fyrir sorgina þurfa þeir að takast á við raunveruleik- ann, kveðja barnið og tilkynna aðstandendum og vinum barns- missinn ásamt því að ljúka ýmsum formsatriðum, eins og dánarvott- orði og ganga frá barnaherberg- inu sem kannski var fullbúið, auk ýmislegs fleira. Verður ekki nógu vel brýnt fyrir fagfólki að vera vel undir það búið að taka á móti foreldrum í þessari erfiðu stöðu. Framkoman við þá getur skipt sköp- um fyrir hvernig þeim gengur að vinna úr sorginni. Orðaval þarf að vanda og sýna hlýhug og samkennd auk þess að leiðbeina þeim svo að þeir þurfi sem minnst að hafa fyrir sársaukafullum afgreiðslumálum t.d. í stjórnkerfinu. Fólk man í smá- atriðum orð og atvik undir þessum kringumstæðum ekki síður en við hefðbundna barnsfæðingu þegar allt gengur að óskum. Foreldrar í þessum aðstæðum þurfa á leiðbeiningum að halda um hvað sé best að gera. Það þarf að upplýsa þá um möguleika sem í boði eru varðandi það að kveðja barnið með þeim hætti að þeir verði eins sáttir og hægt er og sjái ekki eftir neinu síðar meir. Eftirfarandi er vert fyrir fagfólk að hafa í huga: • Virða og hafa skilning á hugsan- legri bón foreldra um að fá álit annars læknis á fósturgreining- unni • Aðskilja sængurkonuna frá barns- hafandi konum og grátandi ung- börnum sbr. reynslusögu í fjöl- miðlum sl. viku • Útskýra fæðingarferlið fyrir fram og leyfa foreldrum að spyrja spurninga • Segja frá hvernig búast megi við að barnið líti út við fæðingu • Ræða óskir foreldra um kveðju- stundir og athafnir • Hvetja foreldra til að líta á barnið sitt eftir fæðingu og halda á því • Hvetja foreldra til að taka myndir af barninu – ef þeir vilja það ekki gæti starfsfólk sjúkrahússins tekið mynd og geymt hana þannig að foreldrarnir gætu komið síðar og fengið hana ef þeir sjá sig um hönd • Hvetja foreldra til að taka þátt í að baða barnið og klæða eftir and- vana fæðingu • Leyfa foreldrum að fá barnið þegar þeir vilja meðan á innlögn stendur • Gefa foreldrum hárlokk, þrykkja fótspor á blað, geyma gögn og gefa foreldrum úlnliðsmerki með upplýsingum um barnið eins og gert er við hefðbundna fæðingu • Halda litla kveðjustund í kapellu sjúkrahússins • Láta félagsráðgjafa sjúkrahúss- ins sjá um að senda dánarvott- orð eða staðfestingu á andvana fæðingu til Tryggingastofnunar (þannig að foreldrar í sorg þurfi ekki að útskýra eða rökræða við starfsmann TR um hvernig andlát barnsins bar að) • Hvetja foreldra til að skrifa niður spurningar sem vakna áður en þeir koma í eftirskoðun • Hringja eftir 3 -6 mánuði og kanna líðan foreldra m.t.t. áfallastreitu röskunar Þessi ráð kosta ekki mikið og ef þau væru fast verklag á hverri kvennadeild myndi það auðvelda foreldrum að ganga í gegnum raun þessa þannig að sorgarferlið gangi sem eðlilegast fyrir sig. Það má tala um þetta! Í Silfri Egils þann 6. maí síðast-liðinn tók Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðs- ins, þátt í umræðum um kosning- ar í nokkrum Evrópuríkjum þar sem öfgahægriflokkar hafa nýlega styrkt sig í sessi. Hann sagði m.a. að ein helsta ástæða fyrir þessari þróun væri sú að stjórnmálamenn hefðu reynst ófærir um að hafa hemil á fjármálakerfinu og þeirri kreppu sem það hefur leitt yfir álfuna. Fjármálastofnanir fengu að græða ótæpilega á bóluárunum en þegar kreppan knúði dyra hefðu vestrænar ríkisstjórnir þjóðnýtt tapið með alvarlegum afleiðingum fyrir efnahag landanna og afkomu íbúanna. Það er ekki hægt að vera ósam- mála því. Aftur á móti er ástæða til að andmæla ályktun Styrmis um að þetta sýni að enginn munur sé lengur á hægri stefnu og vinstri í stjórnmálum. Það nægir að líta á árangur sitjandi ríkisstjórnar á Íslandi til að sannfærast um að sá munur er mikill. Klassísk hægri leið út úr kreppu felst í niðurskurði á velferðar- kerfinu og lækkun á sköttum í því skyni að örva hagvöxt. Ef til vill skilar þessi aðferð árangri en hún eykur bæði ójöfnuð og tilfinningu fyrir óréttlæti. Á móti vinnur sú tilfinning gegn samhug og ógnar friðnum í samfélaginu. Jafnaðar- menn skera líka niður, en hlífa vel- ferðarkerfinu og þeim sem minnst mega sín með aðgerðum í skatta- málum og bótum sem vinna gegn sárustu afleiðingum kreppunnar. Þannig standa þeir vörð um kaup- mátt hinna tekjulægstu. Hinir tekjuhærri draga saman seglin og leggja meira til sameiginlegra sjóða. Það er bæði réttlátt og efna- hagslega skynsamlegt. Lágtekju- hóparnir eyða launum sínum inn- anlands og því fer nánast allt sem gert er í þeirra þágu aftur út í hag- kerfið með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á hagvöxt. Nýbirt skýrsla Þjóðmálastofn- unar eftir þá Stefán Ólafsson og Arnald Sölva Kristjánsson stað- festir að hægri stefna sú sem hér var rekin af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki um árabil leiddi til ójöfnuðar. Hún sannar líka að fjármálahrunið 2008 varð til þess að lífskjör Íslendinga drógust saman um tugi prósentu- stiga. Fyrst og fremst segir hún okkur að aðferðir jafnaðarmanna séu bæði réttlátari og efnahags- lega skynsamlegri en þær sem hægri menn hafa upp á að bjóða, því hún sýnir með óyggjandi hætti að hagur þeirra sem minnst bera úr býtum hefur verið varinn. Það er því umtalsverður munur á hægri og vinstri, ekki síst sá að hægri stefnan beið eftirminni- legt skipbrot hér á landi. Ef til vill er til of mikils mælst að inn- múraður og innvígður talsmaður hennar um árabil geti séð það eða vilji viðurkenna það. Aftur á móti eru aðrir beðnir um að opna augu fyrir því að það skiptir máli hverj- ir stjórna. Innvígð og innmúr- uð glámskyggni Heilbrigðismál Hildur Jakobína Gísladóttir stofnandi samtakanna Litlir englar Stjórnmál Torfi H. Tulinius prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.