Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 18
8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR18 timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GUÐBJARTUR RAFN EINARSSON skipstjóri og útgerðarmaður, Löngulínu 2B, Garðabæ, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut, miðvikudaginn 2. maí. Útför fer fram frá Bústaðakirkju, fimmtudaginn 10. maí kl. 11.00. Anna Sigurbrandsdóttir Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir Ingi Jóhann Guðmundsson Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir Steinar Ingi Matthíasson barnabörn Guðrún Einarsdóttir Sigurður Einarsson Stefán Einarsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR S. M. SVEINSSON fv. framkvæmdastjóri, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 4. maí. Jarðarförin fer fram föstudaginn 11. maí frá Víðistaðakirkju kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Ingveldur Óskarsdóttir Ingigerður Einarsdóttir Óskar Einarsson Unnur Gunnarsdóttir Gyða Einarsdóttir Bjarni Ólafur Bjarnason Hildur Einarsdóttir Sveinn Axel Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar og mágur, HAUKUR ANGANTÝSSON Kristnibraut 77, Reykjavík, lést föstudaginn 4. maí síðastliðinn á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi. Útförin fer fram föstudaginn 11. maí frá Guðríðarkirkju í Grafarholti kl. 15.00. Alúðarþakkir til starfsfólks á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi fyrir góða umönnun og hlýju. Ibsen Angantýsson Hulda Guðmundsdóttir Bára Angantýsdóttir Einar Sigurgeirsson Auður Angantýsdóttir Ólafur Angantýsson Guðrún Angantýsdóttir Viðar Már Matthíasson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA LÁRUSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Gullsmára 7 í Kópavogi, lést á Líknardeild Landspítalans laugardaginn 28. apríl. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 9. maí kl. 15.00. Erlingur Þór Sigurjónsson Margrét Þóra Baldursdóttir Magnús Þór Erlingsson Þuríður B. Sigurjónsdóttir Jóhannes Elíasson Elísa Jóhannesdóttir Sylvía Rut Jóhannesdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SIGRÚN INGÓLFSDÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 4. maí. Þórunn Friðriksdóttir Zóphónías Hróar Björgvinsson Madi Björgvinsson Svali H. Björgvinsson Inga Sigrún Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Ég er með fullkomnunaráráttu og finnst ekkert nógu gott sem ég geri. Þess vegna lendir yfirleitt allt ofan í skúffu hjá mér sem ég teikna,“ segir Ásrún María Óttarsdóttir sem hlaut sigurverðlaun í myndasögusamkeppni Borgarbókasafnsins og Myndlistaskól- ans í Reykjavík. Dómnefndinni þótti saga hennar um tölvuleikjaprinsess- una ónefndu bera af öðrum fyrir sögu- mennsku, litanotkun, sjónarhorn og að sjálfsögðu teikningu. „Auk þess hittir hún naglann á höfuðið með teygjanleg- um mörkum alvarleika og aulahúmors, sem er einkennandi fyrir ákveðinn geira japanskra myndasagna,“ segir í umsögn nefndarinnar. Ásrún María er á 20. ári og er þessa dagana að kljást við stúdentspróf í Menntaskólanum í Reykjavík. Hinni sígildu spurningu um hvað hún ætli að verða þegar hún verður stór svarar hún glaðlega: „Sameindalíffræðingur eða efnafræði-eitthvað.“ Hún kveðst hafa byrjað mynda- sögugerð um níu ára aldurinn og lýsir aðdraganda þess. „Ég hafði alltaf gaman af að teikna og langaði að teikna fólk en var ekki nógu góð í því. Mamma fann sniðuga bók sem heitir How to Draw Manga, þá fór ég að æfa mig fyrir alvöru og upp úr því spratt þetta tóm- stundagaman mitt.“ Ekki kveðst hún samt hafa gert margar heilar mynda- sögur um ævina og enga þeirra birt, ekki einu sinni í skólablaði MR. „Ég er svo lítið fyrir að sýna það sem ég teikna. Það munaði litlu að ég hætti við að taka þátt í þessari keppni en svo ákvað ég að vera hörð við sjálfa mig,“ segir hún. Hún sér ekki eftir því núna enda fékk hún í verðlaun Andrésar andarbók frá versl- uninni Nexus og námskeið í Myndlista- skóla Reykjavíkur. Þótt tölvur hafi komið mikið við sögu í teiknimyndagerð síðustu ára kveðst Ásrún María ekki hafa ánetj- ast þeirri tækni. „Ég nota tölvuna aðeins en finnst langþægilegast að gera þetta í höndunum. Ég byrja á að ákveða hvernig umgjörðin á að vera, svo fer ég að hugsa um hvað á að ger- ast og persónurnar móta ég í lokin.“ Í keppnina bárust tæplega 60 sögur og myndir. Dómnefndina skip- uðu Bjarni Hinriksson myndasögu- höfundur, Björn Unnar Valsson bók- menntafræðingur og Inga María Brynjarsdóttir, grafískur hönnuð- ur og myndhöfundur. Verðlaunaaf- hendingin fór fram í aðalsafni Borg- arbókasafnsins í Grófarhúsi og þar hefur nú verið opnuð sýning á verk- unum sem bárust í keppnina. Hún stendur til 10. júní. gun@frettabladid.is ÁSRÚN MARÍA ÓTTARSDÓTTIR: SIGRAÐI Í MYNDASÖGUSAMKEPPNI PERSÓNURNAR MÓTA ÉG Í LOKIN VIÐ VERÐLAUNASÖGUNA „Ég er svo lítið fyrir að sýna það sem ég teikna. Enda munaði litlu að ég hætti við að taka þátt í þessari keppni en svo ákvað ég að vera hörð við sjálfa mig,“ segir Ásrún María Óttarsdóttir. JOHN STUART MILL, heimspekingur, lést þennan dag árið 1873. „Ég hef lært að nálgast hamingjuna með því að draga úr þörfum frekar en að reyna að fullnægja þeim.“ Merkisatburðir 1636 Eldgos varð í Heklu. 1835 Fyrstu ævintýri H. C. Andersen voru gefin út í Danmörku, þar á meðal Eldfærin og Prinsessan á bauninni. 1860 Kötlugos hófst sem olli litlu tjóni. 1933 Mohandas Gandhi hóf þriggja vikna hungurverkfall til að mótmæla kúgun Breta á Indlandi. 1945 Síðari heimsstyrjöldinni lauk í Evrópu með uppgjöf Þjóð- verja. 1948 Tröllafoss kom til landsins. Hann var stærsta skip sem Íslendingar höfðu eignast, 5800 rúmlestir og 103 metrar á lengd. 1970 Tólfta og síðasta breiðskífa Bítlanna, Let It Be, kom út. Sírópsbragðtegund sem síðar varð uppistaðan í hinum sívinsæla svaladrykk Coca-Cola var fundin upp þennan dag árið 1886 af lyfjafræðingnum John Pemperton. Hann átti við eiturlyfjafíkn að stríða og í vímuleit sinni fór hann að vinna að heilsudrykk úr kókarunna (coca) og cola-hnetum og fékk drykkurinn nafnið Pemper- ton‘s French Wine Cola. Árið 1866 var áfengisbann sett á í Bandaríkjunum. Þar með þurfti Pemperton að breyta drykknum og gefa honum nýtt nafn. Samstarfsfélagi hans, Frank Robinson, átti hugmyndina að nafninu Coca- Cola og Pemperton markaðssetti drykkinn sem óáfengan, frískandi og endurnærandi gosdrykk. Þegar áfengisbanninu var aflétt ári síðar hélt hann áfram að vinna að fyrri drykknum en eftirlét syni sínum, Charles, þróun á þeim nýja. Pemperton dó hinn 16. ágúst 1888, aðeins nokkrum mánuðum eftir að Coca- Cola fyrirtækið var stofnað. ÞETTA GERÐIST: 8. MAÍ 1886 Coca-Cola fundið upp AFMÆLI ÁSGEIR SIGURVINS- SON knatt- spyrnu- þjálfari er fimmtíu og sjö ára. VALGEIR SKAGFJÖRÐ leikstjóri og tónlistar- maður, er fimmtíu og sex ára. ELLEN KRISTJÁNS- DÓTTIR söngkona er fimmtíu og þriggja ára. MAGNÚS TUMI GUÐ- MUNDS- SON jarðeðlis- fræðingur er fimmtíu og eins árs. KRISTJÁN FINNBOGA- SON knatt- spyrnu- maður er fjörutíu og eins árs. HALLUR HALLSSON blaða- maður er sextíu og eins árs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.