Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag STJÓRNSÝSLA Embætti ríkisskatt- stjóra vísaði málefnum sex félaga sem ekki skiluðu ársreikningum vegna ársins 2010 til frekari rann- sókna hjá skattrannsóknarstjóra. Öll félögin teljast stór í skilningi reglna um ársreikningaskil. Alls á 3.541 félag sem skráð er á Íslandi, að frádregnum þeim sem hafa orðið gjaldþrota eða búið er að afskrá, eftir að skila inn árs- reikningum vegna ársins 2010. Auk þess eiga 1.897 félög eftir að skila inn reikningum vegna ársins 2009, 1.594 vegna ársins 2008 og 886 vegna ársins 2007. Þetta kemur fram í svari em- bættis ríkisskattstjóra við fyrir- spurn Fréttablaðsins um málið. Í reglugerð um ársreikninga- skil kemur fram að félög þurfi að skila ársreikningi eigi síðar en átta mánuðum eftir lok hvers reikningsárs. Þau félög sem gera upp á hefðbundnu almanaksári hafa því tækifæri út ágúst ár hvert til að skila inn ársreikn- ingi. Hafi hann ekki borist árs- reikningaskrá innan tilskilins frests er skorað á umrætt félag að bæta úr vanskilum sínum innan 30 daga. Skili það ekki árangri á ársreikningaskrá að leggja 250 þúsund króna fésekt á umrætt félag. Ef félag skilar ekki ársreikningi í tvö eða fleiri reikningsár hækkar fjárhæðin upp í 500 þúsund krónur fyrir hvert ár. Samkvæmt lögum er hægt að vísa málum stærri félaga til málsmeðferðar hjá embætti skattrannsóknarstjóra. Til að félag teljist stórt verður það að uppfylla tvö af þremur stærðar- mörkum; að eiga eignir sem nema meira en 230 milljónum króna, vera með rekstrartekjur sem eru meiri en 460 milljónir króna eða vera með yfir fimmtíu starfs- menn. Flest einkahlutafélög á Íslandi eru stofnuð til eignaumsýslu, með til dæmis hlutabréf, og hafa því hvorki rekstrartekjur né marga starfsmenn. Þau falla því ekki í flokk stórra félaga. Einu úr ræðin sem hægt er að beita slík félög eru ofangreindar sektir. Því var beitt í fyrsta sinn vegna vanskila á árs reikningum ársins 2009. Þær sektir voru lagðar á í maí í fyrra og alls voru 3.296 félög beitt fésektum. Ekki hefur enn verið sektað vegna vanskila á ársreikningum vegna rekstrarársins 2010. Í svari ríkis- skattstjóra við fyrirspurn Frétta- blaðsins kemur hins vegar fram að búast megi við því að ákvarðað verði um sektir í upphafi júní- mánaðar. -þsj MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Skólar & námskeið veðrið í dag 8. maí 2012 107. tölublað 12. árgangur HÖFUM VARANN Á ÚF-stuðull (UV-index) mælir áhrif útfjólublárra geilsa á húðina. Því hærri stuðull þeim mun minni viðveru í sólinni þolir húðin. Á heimasíðu Húðlæknastöðvarinnar má sjá hver ÚF- stuðullinn er hverju sinni. Sé hann 1-2 er sólarvörn ekki nauðsynleg en um leið og hann er kominn upp í 3 eða meira þarf að nota sólarvörn, sólgleraugu og hatt og jafnvel forðast sólina alveg. M ágkona mín dró mig með sér í þetta. Sonur hennar var að æfa þarna og hún vildi aðeins kanna umhverfið sem kom svo í ljós að var hið besta. Ég kom þarna alveg til-búin í fínu íþróttaskónum mínum en sá svo að þarna voru fjörutíu til fimmtíu manns, sveittir að æfa berfættir á ein-hverjum dýnum. Ég hef lengi verið með mikla táfóbíu sem einkennist af því að ég get varla horft á tær hvað þá knálægt þ Hafrún lætur mjög vel af námskeið-unum hjá Mjölni og andrúmsloftinu þar. Hún segir það vera það skemmti-legasta sem hún hafi prófað síðan hún hætti í handboltanum en Hafrún er fyrr- verandi landsliðskona í handbolta. „Ég er í Víkingaþreki sem eru hefðbundnar þrekæfingar samansettar á alls kyns máta. Maður notar mikið eigin þyngdketilbjöllu É Boston leður svart, hvítt st. 35-48rautt st. 36-42blátt st. 36-47 Roma Rúskinn lj.blátt d.blátt 36-42 Monako leður svart, hvítt rúskinn og microfib. st. 36-46 Paris leður svart, hvítt, blátt m/microfib og rúskinnssóla st 36 42 Verð: 11.900 kr. Verð: 7.990 kr. Verð: 10.900 kr. Verð: 6.990 kr. teg SUGAR - rosalega fallegur og fæst í A, B, C, D skálum á kr. 8.680,- Vel fylltur og glæsilegur Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga TÁFÓBÍAN AFTRAÐI HENNI EKKIÆFIR Á TÁNUM Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur hefur undanfarið stundað Víkingaþrek hjá Mjölni af kappi. Þar æfa allir berfættir. Heilsusetur Þórgunnu552 1850 / 896 9653 · www.heilsusetur.is Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu NÁMSKEIÐ ÍANDLITSNUDDI & INDVERSKU HÖFUÐNUDDI27 nóvember frá kl. 11.00 til 15.00 Upplýsingar í síma 896-9653 og á www.heilsusetur.is.il · . il .i f l. . til . l i í í . il .i . laugardaginn 12. maí frá kl 11-15:00 Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • .ise irberg Rodalon sótthreinsun• Gegn myglusveppi• Eyðir lykt úr fatnaði ÞREKÆFINGAR Hafrún æfir Víkingaþrek í Mjölni þar sem vel er tekið á því. MYND/ERNIR Kynningarblað Kindle eykur námsáhuga, skólaganga kvenna, faglegt söngnám, konur fjölmennar í háskólum, leiðsögumannanám, ofmetnar bækur. SKÓLAR ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 &NÁMSKEIÐ KLIFRAÐ HÆRRA Svanhildur Hlíf, Sunneva Björk og Þorbjörg Salka skemmtu sér við að klifra í höggmyndinni Saltfiskstöflun eftir Sigur- jón Ólafsson við Tækniskólann í veðurblíðunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sumartilboð Fosshótela! BÓKAÐU Á FOSSHOTEL.IS EÐA Í SÍMA 562 4000 EX PO • w w w .e xp o. is www.listahatid.is Sex félög til skattrann- sóknarstjóra Á fjórða þúsund félög hafa ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2010. Félögin verða sektuð í byrjun júní. Enn fremur hafa hátt í þúsund félög enn ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2007. félag, að frádregnum þeim sem hafa orðið gjaldþrota eða búið er að afskrá, hefur ekki skilað ársreikningum vegna ársins 2010. 3.541 Á faraldsfæti í sumar Fjöldi íslenskra tónlistarmanna spilar á erlendum hátíðum í sumar. popp 26 NA-ÁTT Víða hægur vindur á landinu. Hiti nálægt frostmarki N- og A-til og dálítil él. Nokkuð bjart V-til, einkum fyrrihluta dags. Stöku skúrir SV-til seinnipartinn. VEÐUR 4 2 5 3 3 4 SVEITARSTJÓRNIR Orlofsnefnd Hafnar fjarðar gerir bæjaryfir- völdum þar ríflega 2,5 milljóna króna reikning vegna orlofs- dvalar fyrir hafnfirskar hús- mæður í sumar. Engar ferðir voru farnar fyrir atbeina orlofsnefndar Hafnar- fjarðar í fyrra. „Eins og bæjar- stjórn Hafnarfjarðar veit jafn vel og við í stjórn orlofsnefndar þá var ekki orðið við beiðni nefndarinnar um framlag til húsmæðraorlofsins fyrr en eftir verulega eftirgangs- muni og barst greiðslan ekki fyrr en í janúar 2012,“ lýsir Svanhildur Guðmundsdóttir, formaður orlofs- nefndar Hafnar fjarðar, í erindi til bæjarstjórnarinnar. Sum sveitarfélög telja framlag þeirra til orlofsnefnda húsmæðra tímaskekkju og „í hróplegu ósam- ræmi við gildandi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla,“ eins og bæjarráð Hafnar- fjarðar sagði í fyrra. Frumvarp um afnám orlofsins var lagt fram á Alþingi árið 2009. Svanhildur bendir hins vegar á að lög frá árinu 1972 séu enn í fullu gildi. Samkvæmt þeim eigi sveitarfélög að greiða 100 krónur að þávirði á hvern íbúa til hús- mæðraorlofsins. Hlutur Hafnar- fjarðar sé 2.543.411 krónur og bærinn sé vinsamlegast beðinn um að virða gjalddaga sem sé 14. maí. „Meira er ekki um þetta að segja,“ segir í innheimtubréfinu sem bæjarráð tók ekki afstöðu til á síðasta fundi. - gar Bæjarfélög draga fæturna í útgreiðslu lögbundins framlags til húsmæðraorlofs: Húsmæður vilja orlof á réttum tíma Álögur á sjúklinga Ár er síðan samningar við sérfræðilækna runnu út skrifar Guðmundur Magnússon. skoðun 16 Fær fleiri tækifæri í KR Emil Atlason skipti úr FH yfir í KR og byrjaði vel í Vesturbænum. sport 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.