Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 38
8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 KEPPIR Í FJÓRÐA SINN Željko Joksimovic tók fyrst þátt í Eurovision fyrir hönd Serbíu og Svartfjallalands árið 2004. Síðan þá hefur hann tvisvar samið lög fyrir keppnina og einu sinni verið kynnir. 26 popp@frettabladid.is Framlag Serba til Eurovision- söngvakeppninnar í ár hefur fengið mikil og góð viðbrögð. Lagið, sem ber heitið Nije Ljubav Stvar, situr meðal annars í fjórða sæti í spá alþjóðlega aðdáenda klúbbsins OGAE fyrir keppnina í ár þegar 25 aðdáendaklúbbar um alla Evrópu hafa skilað inn sínum niðurstöðum. Íslenska framlagið situr í þriðja sæti með fjórum stigum meira en það serbneska. Það er söngvarinn Željko Joksimovic sem bæði samdi lag Serba og flytur það, en hann er keppninni alls ekki ókunnur. Hinn fertugi tónlistarmaður tók fyrst þátt í Eurovision árið 2004, þá fyrir hönd Serbíu og Svartfjallalands með lagið Lane Moje sem lenti í öðru sæti. Hann samdi einnig framlag Bosníu og Hersegóvínu sem lenti í þriðja sæti í keppninni árið 2006 og árið 2008 samdi hann framlag Serba, Oro, sem lenti í sjötta sæti. Hann lét þó ekki þar við sitja, því hann var einnig kynnir keppninnar 2008 sem var þá haldin í Belgrad, Serbíu. Með honum kynnti Jovana Jankovic en þau eru gift í dag. Þetta verður því fjórða til- raun Željko í keppninni og það verður spennandi að sjá hvort hann nær að skáka vinsældum sænsku stjörnunnar Loreen, sem er að tröllríða öllu um þessar mundir, og endar loksins með pálmann í höndunum. - trs Serbar með vanan mann í Eurovision 18 DAGAR í aðalkeppni Eurovision ÍSLENSKAR KRÓNUR kostaði rugguhesturinn sem hin fjögurra mánaða gamla Blue Ivy Carter fékk frá foreldrum sínum, tónlistarhjónunum Beyonce og Jay-Z. 64.695.000 Lollapalooza Of Monsters and Men & Sigur Rós . ágúst Chicago Summer Sonic Sigur Rós . ágúst Japan G! Festival Retro Stefson Reading & Leeds Of Monsters and Men Hellfest Brain Police The Great Escape Retro Stefson - Cactus Festival Emilíana Torrini Fortarock Sólstafir Hróarskelda Björk Bloodgroup Bazant Pohoda Emilíana Torrini Immergut Festival Sóley & Sin Fang Rock im Park FM Belfast Rock am Ring FM Belfast Björk Noregur Bestival Sigur Rós Eins og svo oft áður verða íslenskir tón- listarmenn á faraldsfæti í sumar og spila á fjölda erlendra tónlistar hátíða. Þar má nefna Hróarskeldu hátíðina í Danmörku, Lollapalooza í Banda- ríkjunum og Rock am Ring í Þýska- landi. Reynsluboltarnir Björk og Sigur Rós verða á sínum stað en ný bönd á borð við Of Monsters and Men og Retro Stefson fá einnig að spreyta sig. Hljómsveitir á faraldsfæti HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 08. maí 2012 ➜ Tónleikar 20.00 Kvennakór Garðabæjar heldur árlega vortónleika sína í Hásölum, sal Hafnarfjarðarkirkju. Miðaverð er kr. 2.500 en kr. 2.000 fyrir ellilífeyrisþega. 20.00 Raddbandafélag Reykjavíkur heldur vortónleika í Guðríðarkirkju. ➜ Félagsvist 20.00 Félagsvist verður spiluð hjá Félagi eldri borgara í RVK, Stangarhyl 4. ➜ Uppákomur 16.30 Einar Már Guðmundsson, rithöf- undur, leiðir göngu um Vífilsstaði. Mun hann fjalla um tilurð og sögusvið bókar sinnar Draumar á jörðu. Lagt verður af stað frá Bókasafni Garðabæjar. ➜ Tónlist 20.30 Tríó píanóleikarans Eyþórs Gunnarssonar kemur fram á KEX Hostel, Skúlagötu 28. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Rikki og vinir spila á Café Rosenberg. Aðgangur ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is ÁLFASALAN 2012 Íbúafundur um sjávarútvegsmál og stöðu Norðfjarðarganga Undirskriftir frá þúsundum einstaklinga verða afhentar Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra við Safnahúsið í Neskaupstað í dag, þriðjudag, kl. 15:30. Með undirskrift sinni skorar mikill fjöldi fólks á ríkisstjórn Íslands að hefja nú þegar framkvæmdir við gerð nýrra Norðfjarðarganga og eigi síðar en fyrir árslok 2012. Mætum við Safnahúsið kl. 15.30. Í kvöld, þriðjudag kl. 19.30 verður haldinn íbúafundur í Nesskóla í Neskaupstað, þar sem farið verður yfir frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um stjórn fiskveiða og frumvarp til laga um veiðileyfagjöld. Frummælendur verða Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Gunnþór Ingvason Útvegsmannafélagi Austfjarða, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar. Fundarstjóri er Smári Geirsson Á fundinum verður einnig fjallað um stöðu mála Norðfjarðarganga. Íbúar Fjarðabyggðar, fjölmennið á fundinn og takið þátt í umræðum um þessi veigamiklu mál.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.