Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 46
8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR34 Berglind Jónsdóttir út skrifast með gráðu í Art Direction frá IED-skólanum í Barcelona í sumar. Undanfarnar vikur hefur hún unnið að verkefni fyrir Sonar- tónlistarhátíðina í Barcelona ásamt nokkrum samnemendum sínum. Hópur Berglindar er einn af þremur sem keppa um að fá að taka að sér að skapa markaðsher- ferð fyrir hátíðina árið 2013. „Það er afmarkað svæði innan Sonar sem kallast Sonarpro og er „networking“ svæði sem fólk getur skoðað og upplifað tækni- nýjungar sem tengjast listum. Vandinn er að fáir vita af Sonar- pro og markmið okkar er að bæta úr því með nýrri markaðsher- ferð,“ útskýrir Berglind en hópur hennar þykir hvað líklegastur til vinnings miðað við umsagnir umsjónarmanna Sonar. Spurð nánar út í verkefnið segir Berglind erfitt að útskýra það í stuttu máli en segir hópinn hafa skapað miðil sem auðveldar fagfólki í hönnunar- og tónlistar- bransanum að skiptast á upp- lýsingum. „Við bjuggum til smá- forrit, eða svokallað app, sem geymir allar þínar upplýsingar og virkar eins og rafrænn „ prófíll“. Við hönnuðum líka alvöru ský sem fólk fer undir og þá sendist mappan þín í nálæga sjónvarps- skjái og þannig getur viðkomandi kynnt verk sín og sjálfan sig fyrir öðrum. Aðrir gestir geta svo auð- veldlega nálgast allar upplýsingar um þig í gegnum fyrrnefnt smá- forrit.“ Berglind sigraði í fyrra í sam- keppni fyrir vídeólistahátíð og notaði þá límbönd til að skapa vegglistaverk. Uppátækið vakti mikla athygli og í kjölfarið hafði þáttastjórnandi hjá sjónvarps- stöðinni Canal+ samband við Berglindi og bað um að fá að fjalla um hana og verk hennar í nýrri heimildarmynd. Aðspurð segist Berglind mikla möguleika fylgja því að sigra í keppninni fyrir Sonar og viður- kennir að henni hafi þegar boðist nokkur starfstilboð í Barcelona. Hún segist þó ekki ætla að hugsa út í framtíðina fyrr en hún hafi útskrifast og sé búin að halda útskriftarveislu. „Fyrst kem ég heim að halda partý og hitta fjöl- skyldu og vini. Það er einhver hugmynd um að safna peningum og flytja út til Berlínar og stofna þar vinnustofu. Annars eru mögu- leikarnir óteljandi,“ segir þessi hæfileikaríka stúlka að lokum. sara@frettabladid.is SUMARFRÍIÐ Það er einhver hug- mynd um að safna peningum og flytja út til Berl- ínar og stofna þar vinnustofu. BERGLIND JÓNSDÓTTIR NEMI Í IED-SKÓLANUM Í BARCELONA „17. júní verð ég á Rútstúni í Kópavogi og ætla fylgjast með hátíðardagskránni. Þriðja árið í röð fer ég í Lególand og Djurs Sommerland í Árósum í Danmörku. Þannig að það stefnir í brjálað partí hjá mér í allt sumar.“ Hjörvar Hafliðason knattspyrnuspekingur. „Það er greinilegt að hátíðin er að festa sig í sessi,“ segir Tinna Ottesen, einn aðstandenda heimildar- myndahátíðarinnar Skjaldborgar sem fer fram dagana 25.-28. maí. Þetta er í sjöunda sinn sem kvikmyndaáhuga- menn flykkjast til Patreksfjarðar um hvítasunnu- helgina. Hátíðinni hefur borist metfjöldi umsókna í ár en dagskráin sjálf skýrist á næstu dögum. Tinna segist fagna auknum áhuga á heimildarmyndagerð á Íslandi. „Það er gaman að það sé að verða til ákveðin hefð fyrir heimildarmyndum sem listformi,“ segir Tinna. Markmið hátíðarinnar er að sýna það nýjasta og ferskasta í íslenskri heimildarmyndagerð. Meðal þeirra sem sýna í ár er Steinþór Birgisson með myndina Reimt á Kili: Uggur og örlög Reyni- staðabræðra, en Steinþór hlaut aðalverðlaun hátíðar- innar í fyrra fyrir myndina Jón og séra Jón. Þá ætlar Jón Karl Helgason að frumsýna heimildarmynd um sundmenningu landsins sem nefnist Sundið. Tinna segir hátíðina alltaf vera að vaxa og þróast. „Það er alltaf mikið líf og fjör á Patreksfirði á meðan á hátíðinni stendur og öll gistipláss full. Það er því um að gera fyrir þá sem ætla að koma að hafa hraðar hendur en bæjarbúar hafa ávallt tekið okkur opnum örmum.“ Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar og fá upplýsingar um gistimöguleika á Patreksfirði á síðunni Skjaldborg.com. - áp Mikil aðsókn á Skjaldborg MIKIL AÐSÓKN Patreksfjörður fyllist af kvikmyndaáhuga- mönnum um hvítasunnuhelgina þegar heimildarmyndahátíðin Skjaldborg er haldin. Ólafur Arnalds mun troða upp á árlegum kynningarviðburði fyrir íslenska tónlist í Los Angeles 9. júní. „Yfirleitt hefur þetta verið einhver með gítar og það hefur verið trúbadorastemning en núna verður þetta aðeins öðruvísi. Ólafur verður kannski með einn eða tvo strengjaleikara sem hann ætlar að finna úti í Los Angeles,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns. Meðal þeirra sem hafa spilað á þessum viðburði eru Jónsi í Sigur Rós, Emilíana Torrini og Haukur Heiðar í Diktu. Viðburðinum er ætlað að koma íslenskri tónlist á framfæri í útvarpi, sjónvarpsþáttum og auglýsingum í Banda ríkjunum. „Þetta hefur borið svolítinn ávöxt og árangur í gegnum tíðina,“ segir Sigtryggur. Ólafur Arnalds vakti nýlega athygli fyrir tónlist sína í Holly- wood-myndinni The Hunger Games og stutt er síðan Of Monsters and Men áttu lag í sjón- varpsþættinum Grey´s Anatomy. Gestgjafi verður Lanette Phillips, framleiðandi mynd- banda hjá Mighty Eight. Aðrir samstarfsaðilar eru Adam Lewis hjá Planetary Group sem sér um dreifingu á tónlist til útvarps- stöðva, og Staci Slater hjá The Talent House sem sér um að koma tónlist að í sjónvarpsþáttum og auglýsingum. Kvikmyndafram- leiðandinn Sigurjón Sighvatsson, sem er búsettur í Los Angeles, verður einnig á staðnum og vonir standa til að fleiri íslenskir tón- listarmenn láti sjá sig. Safnplatan Made in Iceland 5, sem hefur að geyma lög eftir átján íslenska flytjendur, verður einnig kynnt. Henni verður dreift til fimm til sex hundruð háskóla- útvarpsstöðva og bloggara í Bandaríkjunum. Þar eiga lög Gus- Gus, Ólafur Arnalds, Retro Stef- son, Lay Low, Sóley og fleiri. - fb Kynna íslenska tónlist í borg englanna SPILAR Í LOS ANGELES Ólafur Arnalds spilar á árlegum kynningarviðburði í Los Angeles 9. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Barnavagnavika Ferðafélags Íslands alla daga næstu viku 7. – 11. maí Þátttaka er ókeypis – allir velkomnir. Gönguferðir með barnavagna og kerrur, fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur og alla sem vilja vera með. Léttar gönguferðir í 60 – 75 mínútur með léttum teygjum og æfingum inn á milli. Lagt af stað kl. 12.15 alla daga. Fyrsta gangan er frá Árbæjarlaug mánudaginn 7. Maí kl. 12.15 Sjá nánari dagskrá barnavagnaviku á heimasíðu FÍ www.fi.is Skráning og nánari upplýsingar á imark.is REAL TIME REVOLUTION: How Oprah Fused TV & The Social Experience ÍMARK og 365 miðla fimmtudaginn 10. maí Jonathan Sinclair, aðstoðarforstjóri og framleiðandi hjá Harpo Studios, framleiðslufyrirtæki Opruh Winfrey, fjallar um breytingar á fjölmiðlaumhverfinu og hvernig markaðsfólk þarf að takast á við breytta neytendahegðun. Kl. 11.30–13.00 í Norðurljósum í Hörpu, hádegisverður innifalinn. Markaðsbylting í beinni BERGLIND JÓNSDÓTTIR: MÖGULEIKARNIR ERU ÓTELJANDI Keppir um að fá að hanna markaðsherferð fyrir Sonar KEPPIR UM SONAR Berglind Jónsdóttir, nemandi í Art Direction við IED-skólann í Barcelona, tekur þátt í keppni fyrir Sonar-tónlistarhátíðina í Barcelona.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.