Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 10
8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR10 KAUPTHING FUND Société d'Investissement à Capital Variable 14, boulevard Royal – L-2449 LUXEMBOURG R.C.S. Luxembourg B 96.002 (hereafter referred to as the “SICAV“) NOTICE TO THE SHAREHOLDERS Shareholders of the SICAV are hereby informed that the Board of Directors decided with effect on 11 June 2012 to change the nature of distribution share classes A and B of KAUPTHING FUND – GLOBAL VALUE sub-fund into capitalisation share classes A and B of same sub-fund. Shareholders of KAUPTHING FUND – GLOBAL VALUE sub-fund who do not agree with this amendment may redeem their shares, free of redemption charge, from 8 May 2012 to 8 June 2012. An up-dated prospectus of the SICAV is available free of charge at the registered office. Luxembourg, 8 May 2012 The Board of Directors EIN SÚ BESTA! Margrómuð verðlaunabók Friðriks Erlingssonar loksins fáanleg aftur í splunkunýrri útgáfu. Líf fjögurra drengja virðist óslitið ævintýri en það koma brestir í vináttuna og kaldur raunveruleikinn ryðst inn í líf þeirra. Meðal hundrað bestu barna- og unglingabóka sem komið hafa út á íslensku að mati bókasafnsfræðinga. FRIÐRIK ERLINGSSON „Með betri barnabókum sem komið hafa útí langan tíma.“ DV „Einstök s aga, heilsteypt og leiftran di.“ MORGUN BLAÐIÐ D Y N A M O R E Y K JA V ÍK IÐNAÐUR Lyfjaeftirlit Banda- ríkjanna (FDA) hefur samþykkt markaðssetningu á fyrsta lyfinu sem búið er til í erfðabreyttum plöntum með sameindaræktun. Íslenska líftæknifyrirtækið ORF Líftækni notar sambærilega tækni við framleiðslu próteina í byggi. Lyfið sem um ræðir heitir Elelyso og er framleitt af lyfja- risanum Pfizer, undir leyfi frá ísra- elska líftæknifyrirtækinu Prota- lix Biotherapeutics, sem tókst að framleiða ensím í frumum gulróta. Fyrir tækið er fyrst í heiminum til að koma á markað lyfi sem fram- leitt er í erfðabreyttum plöntum. Fyrir heilbrigðisvísindin er um mikil tíðindi að ræða. Með því að nýta erfðatækni í plöntum tókst Ísraelunum að leysa tæknilegt vandamál sem fylgir framleiðslu á þessu lyfi og geta nú boðið lyf við hinum alvarlega Gaucher-sjúkdómi á mun hagstæðara verði en áður var hægt. Lyfið Elelyso er þó aðeins byrjunin á framleiðslu öflugra líf- tæknilyfja með nýtingu þessarar tækni því mörg önnur lyf eru í þróun sem byggja á nýtingu erfða- breyttra plantna. ORF Líftækni, sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu, var fyrsta fyrir tækið í heiminum til að koma vöru á almennan neytendamarkað sem byggir á þessari tækni, en nokkuð er um liðið síðan EGF-húð droparnir voru markaðssettir, en þeir eru framleiddir hjá dótturfyrirtæki ORF, Sif Cosmetics. Eiríkur Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi ORF, segir að til lengri tíma litið horfi fyrirtækið til þeirra möguleika sem felast í því að nota erfðabreyttar plöntur í lyfja þróun. „Ástæðan er að tæknin býður upp á hreinni og ódýrari afurðir en núverandi kerfi sem byggja flest á framleiðslu í erfðabreyttum bakteríum eða í spendýrafrumum. Þróun nýrra lyfja er hins vegar ákaflega tímafrekt og áhættusamt ferli sem við hyggjumst ekki fara út í upp á eigin spýtur.“ ORF Líftækni mun á næstu árum beina kröftunum að framleiðslu frumuvaka fyrir snyrtivörur og fyrir læknisfræðilegar rann sóknir, svo sem stofnfrumurannsóknir, en um ört stækkandi markað er að ræða í báðum tilvikum. svavar@frettabladid.is Lyf ræktað í gulrótum er komið í sölu Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur samþykkt fyrsta lyfið sem búið er til með sameindaræktun. Lyfið er framleitt í gulrótum. ORF Líftækni beitir svipaðri tækni til framleiðslu á líftæknipróteinum í byggi. GULRÆTUR Nýja lyfið við Gauchers-sjúkdómnum er framleitt í gulrótum og hefur í tilraunum reynst jafn vel og eldri lyf. HEILBRIGÐISMÁL Bólusetning þungaðra kvenna með lyfinu Pandemrix gegn svínainflúensu veldur ekki fósturláti, er niðurstaða danskrar rannsóknar. Rannsóknarniðurstöðurnar voru birtar í hinu virta tímariti British Medical Journal (BMJ) þann 2. maí. Þetta kemur fram í frétt á vef landlæknis. Talsverðar umræður hafa verið um alvar- legar aukaverkanir af völdum Pandemrix- bólusetningar gegn svínainflúensu sem fram fór á árunum 2009/2010. Mest áberandi hafa umræðurnar verið um þátt bólu setningarinnar í drómasýki (narcolepsy) hjá ungum ein- staklingum. Í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Írlandi hefur verið sýnt fram á tengsl bólu- setningarinnar við drómasýki og er áhættan í þessum löndum talin hafa verið um 3-6 til- felli af hverjum 100.000 bólusettum. Í öðrum löndum og þar á meðal Íslandi hefur ekki verið hægt að sýna fram á þessa áhættu. Sóttvarnalæknir vill minna á í þessu sam- hengi að svínainflúensan 2009/2010 var ekki léttvægur sjúkdómur. Um 200 einstaklingar voru lagðir inn á sjúkrahús, um 20 þeirra lágu alvarlega veikir á gjörgæsludeild til langs tíma og að minnsta kosti tveir létust. Að mati sóttvarnalæknis er fullvíst að útbreidd bólusetning á Íslandi gegn svína- inflúensunni hafi komið í veg fyrir alvarleg veikindi hjá fjölda Íslendinga. - shá Lyfið Pandemrix gegn svínaflensu hefur ekki jafn alvarlegar aukaverkanir og talið var: Bólusetning gegn svínaflensu ótengd fósturláti BÓLUSETNING Engin tengsl fundust á milli bólusetn- ingar og fósturláts. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DAGLEGT LÍF Í DÝRAGARÐI Þessi apaungi hélt fast í móður sína í dýragarði í Kúala Lúmpúr í Malasíu í gærdag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP www.saft.is KENNDU BARNINU ÞÍNU AÐ SKOÐA EFNI Á NETINU MEÐ GAGNRÝNUM HÆTTI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.