Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 25
KYNNING − AUGLÝSING Skólar & námskeið8. MAÍ 2012 ÞRIÐJUDAGUR 5 Góður leiðsögumaður þarf að vera umhyggjusamur og hafa gaman af mannlegum samskiptum því starfið snýst um lifandi fólk með misjafnar þarfir og þarfnast umhyggju og hlýju á meðan það ferðast,“ segir Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferða- málafræði við Háskóla Íslands. Anna Dóra er einn af fjöl mörgum kennurum í Leiðsögunáminu og hefur margra ára starfsreynslu sem leiðsögumaður. „Að vera leiðsögumaður er það allra skemmtilegasta sem ég hef reynt um dagana. Það er afskap- lega krefjandi því leiðsögumenn þurfa að vera til staðar og gefa af sér allan sólarhringinn. Leið- sögumenn verða því eins konar mömmur ferðafólksins, taka það að sér og sinna þörfum þess á persónulegan hátt svo öllum líði vel.“ Anna Dóra segir margt geta gerst á ferðalagi með erlenda ferðamenn, enda sé flestum framandi upp lifun að koma til Íslands og þá opnist stundum allar tilfinningagáttir. „Í Leiðsögunáminu er því meðal annars farið í hópefli og sálgæslu því starfið reynir á margt í einu og þar á meðal að geta sinnt mann- legum þörfum í bland við að miðla góðri þekkingu á landi og þjóð.“ Leiðsögunám Endurmenntunar er þriggja missera, 60 eininga nám sem hægt er að fá viðurkennt sem aukagrein með ferðamálafræði og jafnframt í Hugvísindadeild Há- skóla Íslands. Hægt er að stunda það ýmist í staðbundnu námi eða f jarnámi. Kennslustundir eru teknar upp og því hægt að stunda stóran hluta námsins hvar sem er í heiminum og á þeim tíma sem nem- endum hentar best. Nú þegar hafa nokkrir lokið náminu sem voru bú- settir erlendis meðan á því stóð. Námskeiðin kenna bestu sérfræð- ingar á hverju fagsviði. „Leiðsögunámið er fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi. Lögð er megináhersla á hagnýta þekk- ingu á sviði leiðsagnar með er- lenda ferðamenn og að nemendur þekki nýjustu kenningar á öllum sviðum fagsins, því sú þekking tekur stöðugum framförum. Með því verður leiðsögnin meira lifandi og skemmtilegri fyrir leið sögu- manninn sjálfan sem og ferða- mennina sem heyra það nýjasta í stað þekktra staðreynda sem þeir geta sjálfir lesið um í ferðahand- bókum,“ segir Anna Dóra. Hún bætir við að með auknum fjölda ferðamanna til landsins vinni æ f leiri Íslendingar við leiðsögn allt árið og yfir sumar- tímann sárvanti góða, fagmennt- aða leiðsögumenn. „Við förum yfir ímynd lands og þjóðar í náminu og viljum að nemendur hafi haldgóða þekk- ingu á helstu þáttum náttúru- fars, sögu og menningu Íslands. Þá er mikilvægt fyrir leiðsögu- menn að vera vel að sér í einu erlendu tungumáli og þarf um- sækjandi að standast inntöku- próf í tungumálinu,“ segir Anna Dóra. Nokkrir af útskrifuðum leið- sögumönnum frá Endurmenntun hafa að námi loknu stofnað eigin fyrirtæki á meðan aðrir vinna fyrir stór ferðaþjónustufyrirtæki. „Möguleikar leiðsögumanna í starfi eru fjölbreyttir. Ferðir eru misjafnar og mislangar. Farið er í stuttar ferðir innan borgarinnar, í dagsferðir út á land og lengri ferð- ir á landsbyggðina. Því hentar starfið ólíkum þörfum leiðsögu- manna vel,“ segir Anna Dóra. Í Leiðsögunám sækir fólk á öllum aldri og af báðum kynjum. Inntökuskilyrði eru að lágmarki stúdentspróf eða sambærileg menntun, en margir leiðsögu- nemar eru með fjölbreytta mennt- un þar að auki. Leiðsögunám hefst í september 2012. Umsóknarfrestur er til 4. júní. Kynningarfundur verður í húsnæði Endurmenntunar að Dunhaga 7, 30. maí, klukkan 17.15. Nánari upplýsingar á www. endur menntun.is. Bráðvantar fagmenntaða leiðsögumenn Erlendum ferðamönnum fjölgar stöðugt á Íslandi og þörf fyrir fagmenntaða leiðsögumenn verður sífellt meiri. Nú í sumarbyrjun útskrifast þriðji hópur nemenda í Leiðsögunámi á háskólastigi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og nú þegar rignir yfir þau freistandi atvinnutilboðum. Anna Dóra Sæþórsdóttir er dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Hún segir leið- sögumannastarfið það allra skemmtilegasta sem hún hefur starfað við. MYND/VILHELM Núverandi leiðsögunemar lögðu af stað í sex daga hringferð um landið á laugardaginn. Ferðalagið er hluti af náminu, kynnir þeim landið og æfir þá í leiðsögumennsku. Hér eru þeir við Snorralaug. Það blundaði í mér þrá til að auka þekkingu mína á landafræði, sögu og jarð- fræði menntaskólaáranna og þegar mér barst auglýsing frá Endur menntun um leiðsögu- námið kviknaði löngun til að setjast aftur á skólabekk,“ segir Júlía og bætir við að sér hafi þótt stór plús að skemmtilegt námið gæfi henni einnig starfsréttindi. „Þegar ég fór svo beint út á vinnumarkað að lokinni útskrift kom mér skemmtilega á óvart hversu breitt aldursbilið er meðal starfandi leiðsögumanna og að í þeim geira kann fólk að meta aldur, lífsreynslu og þroska.“ Júlía bjó áður um sjö ára bil í Bandaríkjunum og talar því ensku eins og móðurmál sitt. Hún ferðast nú með bandaríska og breska ferðamenn um landið. „Nú er ég reyndar að læra frönsku í Háskólanum og vonast til að geta leiðsagt frönskum ferða- mönnum í framtíðinni.“ Júlía segir námið hafa nýst sér frábærlega eftir að hún byrjaði að vinna sumarið eftir útskrift 2010. „Í fyrstu var dálítið taugatrekkj- andi að fara af stað með fulla rútu af ferðamönnum en nú finnst mér orðið eðlilegt að sækja ný vaknaða og eilítið morgunfúla Breta í skemmtiferðaskip að morgni og skila þeim brosandi og alsælum til baka eftir daginn,“ segir Júlía og hlær dátt. „Mér finnst alltaf jafn gaman að fara Gullna hringinn og í hvaða ferð sem er því þótt maður hafi komið þangað alloft áður verður upplifunin alltaf ný með nýju fólki. Mér finnst gaman hvað ferðafólkið er ánægt með Ísland og kann vel að meta allt hér. Þetta er yndislegt fólk upp til hópa og ég hlakka til allra ferða,“ segir Júlía. Hún segir lífið birtast í öllum myndum á ferðalögum og að stutt sé á milli gleði og sorgar. „Ég hef verið heppin að enginn hefur slasast eða látist hjá mér í ferð en slíkt getur alltaf átt sér stað og er örugglega erfitt verk- efni að mæta. Maður þarf því alltaf að sýna nærgætni og gott að vera mannblendinn og úthverfur pers- ónuleiki í þessu starfi, hafa gaman af mannlegum samskiptum og öllu fólki, sama hvernig það er.“ Júlía segir leiðsögunámið hafa verið skemmtilegt en strembið, enda miklar kröfur gerðar til nemenda. „Á mínum aldri verður maður afar metnaðargjarn og sættir sig við ekkert nema góðar einkunnir. Ég naut þess alls með æðis legum hópi samnemenda sem enn heldur hópinn og verða örugglega vinir fyrir lífstíð.“ Alltaf gaman að fara Gullna hringinn Leikkonan og viðskiptafræðingurinn Júlía Hannam vildi breyta til þegar hún stóð á fimmtugu, en þá uppgötvaði hún að þeir sem eru komnir yfir fimmtugt eru ekki lengur vinsælir á vinnumarkaði. Í leiðsögumennsku er lífaldur hins vegar mikils metinn og þar blómstrar Júlía sem aldrei fyrr. Hér stendur leiðsögumaðurinn Júlía í öskuumhverfi við veginn á Sólheimajökli, réttum mánuði eftir að eldgos í Eyjafjallajökli hófst. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.