Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 14
14 8. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR L eikskóli er skilgreindur sem fyrsta skólastig barna. Þeir starfa samkvæmt námskrá þannig að litið er svo á að börn sæki menntun í leikskóla þótt ekki sé um skólaskyldu að ræða. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um leikskóla og þarf ekki að þýða að augunum sé lokað fyrir því hlutverki sem leikskólinn gegnir líka, að gæta barna meðan foreldrar þeirra stunda vinnu sína. Umræða um leikskóla hefur þó mikla tilhneigingu til að snúast um opnunartíma. Sumarlokun og starfsdagar eru þannig málefni sem oftar koma upp í umræðunni heldur en menntunin og uppeldið sem börnin hljóta í leikskólanum. Samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt skipulagsdaga á leik- skólum. Bent hefur verið á að þessum dögum hefur fjölgað undan farin ár og nú hafa sam- tökin reiknað út að kostnaður vegna þessarar fjölgunar starfsdaga nemi fjórum milljónum króna sem bitni bæði á atvinnulífinu og heimilum í landinu. Bent er á að kostnaður sveitarfélaga við að greiða starfsfólki leikskóla yfir- vinnukaup fyrir að sinna samráði utan vinnutíma síns væri til muna minni. Sú gagnrýni á rétt á sér. Það er eðlilegt að ræða hvernig þessum hlutum er fyrirkomið og á hvern kostnaður fellur. Til dæmis hafa Samtök atvinnulífsins bent á að ef foreldri þarf að nota frí- dag vegna allra sex starfsdaga leikskólaársins þá sé farinn nærri þriðjungur af orlofsdögum þeirra sem minnstan eiga orlofsréttinn. Þá eiga sömu foreldrar eftir að fara í sumarleyfi með börnum sínum. Samtök atvinnulífsins falla hins vegar því miður í þá gryfju að draga í efa að starfsdagarnir séu nauðsynlegir. Í frétt sem birtist á vefsíðu samtakanna fyrir rúmri viku segir til dæmis: „Eðlilega er spurt hver sé ávinningur með þessum starfsdögum og hvernig til hafi tekist varðandi umönnun barnanna áður en skipulagsdagar voru teknir upp.“ Þetta er tilbrigði við klassískt stef þegar rök gegn breytingum þrýtur, að segja að þetta hafi nú bara verið gott og þess vegna þurfi engu að breyta. Þarna endurspeglast líka mikið virðingarleysi við það starf sem fram fer í leikskólum. Staðreyndin er hins vegar sú að auk þess sem leikskólinn hefur verið formlega skilgreindur sem skólastig þá aukast stöðugt kröfur foreldra til þess starfs sem þar fer fram. Leikskólakennarar eru vissulega með skilgreindan undirbúningstíma í sínum samningi en sá tími nemur um tíu prósentum af vinnutíma þeirra. Aðrir starfs- menn hafa enn minni eða engan skilgreindan undirbúningstíma. Samt eru gerðar kröfur um að unnið sé skipulegt og faglegt starf eftir námskrá í leikskólum, auk þess að sinna líkamlegum og til- finningalegum þörfum barnanna. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla á auðvitað, eins og annað vinnandi fólk, að geta sinnt þessum undirbúningi innan skil- greinds vinnutíma síns. Hitt er annað mál, og undir það má taka með Samtökum atvinnulífsins, að meiri metnaður væri í því hjá sveitarfélögum að hafa mönnun leikskólanna með þeim hætti að slíkur undirbúningur og samráð gæti farið fram án þess að börnin þyrftu að vera heima á meðan. FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR Á misjöfnu þrífast börnin best. Eða svo er sagt og í því sambandi oft vísað til þess að blessuð börnin hafi ekkert nema gott af því að upplifa misjafnar aðstæður og mótlæti til að geta notið lífsins betur á fullorðinsárum. Það er jafnvel stundum gefið í skyn í þessu samhengi að forsenda þess að geta liðið vel sé að hafa áður upp- lifað vansæld og vanlíðan. Ég veit sjálfur ekki til þess að nokkru barni hafi verið greiði gerður með því að búa við drykkjuskap, heimilisofbeldi og aðra óumflýjanlega fylgifiska alkó- hólismans. Ég á erfitt með að trúa því að slík lífsreynsla hafi nokkru sinni aukið hamingju barns eða gert það færara til að takast á við lífið á fullorðinsárum. Þó eru það svo sannarlega góðar aðstæður sem ættu samkvæmt hinu gamla máltæki að vera börnum hollt og gott veganesti inn í lífið. Alkóhólisminn á það skylt með öðrum sjúkdómum að hafa mikil áhrif á fjöl- skyldu þess sjúka, börn ekki síður en full- orðna. Á vígvelli drykkjumannsins verða börnin oftast fyrst til að falla og það er þaðan sem mörg börn fara með opin og illa gróandi sár inn í framtíðina. Börn eru þeir aðstandendur alkóhólismans sem minnst mega sín og eiga erfiðast með að bera hönd fyrir höfuð sér. Þau þurfa því frekar en aðrir hjálp til að vinna úr meinum sínum sem oft eru ekki augljós fyrr en mörgum árum eftir að til þeirra er stofnað. Þar koma SÁÁ til sögunnar. Á vegum samtakanna hefur mörgum fjölskyldum verið hjálpað við að koma aftur undir sig fótunum og skapa sér nýtt líf eftir ára- langan slag við alkóhólismann. SÁÁ er nú að leggja af stað í fjársöfnun með sölu á álfinum góða sem allir lands- menn þekkja. Söfnunarféð á að nota til að byggja nýja barna- og fjölskyldudeild og efla frekar en áður úrræði til hjálpar þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á alkó- hólismanum. Kaup á álfinum er því ekki aðeins stuðningur við gott málefni heldur beinn stuðningur við þau börn sem þurfa nauðsynlega hjálp samfélagsins eftir að hafa orðið undir í heimi hinna drukknu. Álfur í höndum nýs eiganda er yfirlýsing hans um að hann lætur sig varða okkar minnstu bræður og systur. Í orðsins fyllstu merkingu. Fyrir fjölskylduna Fjársöfnun SÁÁ Björn Valur Gíslason alþingismaður ÁLFASALAN 2012 Rannsóknarefni Íslenskur byggingavörumarkaður er bráðskemmtilegur. Ekki alls fyrir löngu skiptu Húsasmiðjan og Byko honum bróðurlega á milli sín og kepptu um viðskiptavini. Það gat að sjálfsögðu ekki leitt til annars en að nú eru bæði fyrirtækin til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum og lög- reglu. Eigandi Múrbúð- arinnar blandaði sér í baráttuna með miklum bægslagangi og uppskar meiðyrðamálsókn frá Byko-mönnum. Enn er ekki kominn botn í það mál. Bannað Og nú er enn ein deilan risin, eftir að forstjóri Húsasmiðjunnar sagðist ætla að kæra auglýsingar þýska gleðispillisins Bauhaus til Neytenda- stofu. Bauhaus auglýsir nefnilega lægsta verð á landinu, sem forstjóri Húsa smiðjunnar er skiljanlega ósáttur við, enda eru lýsingarorð í efsta stigi ekki heimil í íslenskum aug- lýsingum. Tittlingaskítur og væl „Mér finnst þetta nú vera titt- lingaskítur og væl í þessum for- stjórum,“ segir Halldór Sigurðs- son, forstjóri Bauhaus á Íslandi, ekki á þeim buxunum að auglýsa reglum samkvæmt. Ef fram heldur sem horfir verða öll fyrirtæki sem höndla með byggingavörur á Íslandi fljótlega búin að fá á sig áfellisdóm af ein- hverju tagi frá opinberum aðilum. Og svo mun stríðið eflaust halda áfram. En það heppilega er að þar eigast þeir einir við sem fæstir hirða hverjir drepast. stigur@frettabladid.is Í leikskólum er unnið eftir námskrá: Kennslu þarf að undirbúa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.