Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 HEIMURINN PÁFAGARÐUR Jorge Mario Bergoglio, 76 ára gamall erkibiskup frá Buenos Aires, var kjörinn páfi á kjörfundi 115 kardinála í Páfagarði. Hann verður Frans páfi og er fyrsti forustumaður katólsku kirkjunnar frá Ameríku. Frans páfi hefur barist gegn félagslegu misrétti. Hann þykir íhaldssamur í siðferðismálum og er andvígur hjónaböndum samkynhneigðra, fóstureyðingum og getnaðarvörnum. GRÆNLAND NUUK Jafnaðar- mannaflokkurinn Siumut var sigur- vegari í kosningum á Grænlandi og fékk 42,8% atkvæða. Leiðtogi flokksins, Aleqa Hammond, fékk umboð til stjórnarmynd- unar. Inuit Ataqatigiit, sósíal- istaflokkur Kuupiks Kleists, formanns fráfarandi landstjórn- ar, fékk næstmest fylgi, 34,4%, og tapaði 9%. Siumut ætlar að auka námagröft í landinu og aflétta banni við vinnslu úrans. KÍNA PEKING Xi Jinping var formlega skip- aður forseti Kína á alþýðuþingi landsins. Xi gegndi þegar tveimur mikilvægustu embættum Kína, stöðu framkvæmdastjóra kínverska kommúnistaflokksins og yfirmanns kínverska heraflans. SUÐUR-AFRÍKA HÖFÐABORG Fangelsið á Robben-eyju þar sem Nelson Mandela sat í fangelsi í 27 ár á tímum aðskilnaðarstefn- unnar verður vettvangur nýs tölvuleiks. Mandela varð fyrsti forseti Suður-Afríku eftir að aðskilnaðarstefnan var lögð niður. Leikurinn á að hafa námsgildi og verður hægt að kynnast því hvernig lífið var í fangelsinu. Jóhanni Karli Spánarkonungi, sem orðinn er 75 ára gamall, hefur verið eignaður heið- urinn af því að stýra Spáni á braut lýðræðis eftir dauða einræðisherrans Franciscos Francos árið 1975. Það er meginástæðan fyrir því að Spánverjar hafa fylkt liði að baki konunginum og varið hann fyrir gagnrýni. Hann hef- ur notið stuðnings fjölmiðla, stjórnmálamanna, stéttar- félaga og kirkjunnar. Haft hefur verið á orði að meira að segja þeir, sem litu á hann sem dýr- asta atvinnu- leysingja lands- ins, hafi haldið aftur af sér. J óhann Karl Spánarkonungurhefur getað setið að miklu leytií sátt við spænsku þjóðina í há- sæti sínu, en nú er hann í ölduróti. Heilsunni hrakar, hneykslismál vekja umtal og á tímum kreppu og harðinda er þolinmæðin gagnvart konungsfjölskyldunni minni en ella. Talað er um að undanfarna þrjá áratugi hafi ríkt þegjandi sam- komulag milli Spánverja og kon- ungs þeirra. „Annars vegar átti Jó- hann Karl að vera tákn einingar þjóðar, sem á í vandræðum með eininguna,“ segir í fréttaskýringu í Der Spiegel um stöðu spænsku konungsfjölskyldunnar. „Hins veg- ar átti hann að sjá til þess að Spánverjar þyrftu ekki að skamm- ast sín fyrir konungdæmið út á við.“ Víðtækur stuðningur En nú er tíðin önnur. Trún- aðarsamband Spánverja við kon- ung sinn brast þegar hann fór til Botsvana á fílaveiðar þegar at- vinnuleysi hafði aldrei verið meira á Spáni í fyrra. Skömmu áður hafði hann lýst yfir því að hann gæti ekki sofið vegna atvinnuleysis unga fólksins. Ekki bætti úr skák að hann var þá heiðursforseti nátt- úruverndarsamtakanna WWF. Rannsókn á því hvort tengdasonur hans, handboltastjarnan fyrrver- andi Inaki Urdangarin, maður Kristínar prinsessu, hafi dregið sér fé hefur skekið traustið til kon- ungsfjölskyldunnar enn frekar. Hann er ásamt öðrum grunaður um að hafa skotið rúmlega sex milljónum evra undan skatti. Í janúar birtist skoðanakönnun í dagblaðinu El Mundo þar sem kom fram að stuðningur við konung- dæmið er nú 54% og hefur aldrei verið minni. Minnstur mældist stuðningurinn meðal ungs fólks. Í annarri könnun, sem birtist 8. mars, kom fram að 56,9% Spán- verja vilja að konungurinn segi af sér þegar hann hefur náð sér eftir aðgerð vegna brjóskloss fyrr í mánuðinum og sonur hans, Felipe, taki við. Þetta var sjöunda aðgerð konungsins á þremur árum. Þýska „prinsessan“ Samnefnari vandræða konungsfjöl- skyldunnar ber hið virðulega nafn Corinna prinsessa zu Sayn- Wittgenstein-Sayn. Hún er reyndar ekki af aðalsættum, en ber nafnið eftir að hafa verið gift Casimir prins af Sayn-Wittgenstein-Sayn. Corinna skipulagði ferðina til Botsvana, sem vakti slíka reiði að konungurinn baðst afsökunar á dómgreindarleysi sínu. Áður hafði gagnrýnin á konungs- fjölskylduna beinst að tengdason- unum. Elena skildi við mann sinn og var kókaínneysla hans nefnd í því sambandi. Nú beindust spjótin að konungdæminu sjálfu. Nokkrar bækur hafa verið gefnar út. Í einni þeirra er fjallað um Soffíu drottn- ingu, sem hefur umborið þrálátt framhjáhald manns síns með stó- ískri ró. Þá hafa vaknað spurningar um það hvort Jóhann Karl hafi átt meiri þátt í gerningum tengdason- arins Urdangarins en gefið hafi verið til kynna. Fyrir rétti liggja tölvupóstar, sem tengja tengdason- inn við Corinnu, vinkonu kon- ungs. Hún bætti síðan gráu ofan á svart með því að veita ít- arleg viðtöl þar sem hún undirstrikaði að hún væri náin vinkona konungsins og hefði ekkert komið nálægt svikum tengdasonar hans. Um leið nefndi hún reyndar að hún hefði vegna góðra sam- banda sinna tekið að sér ýmis trúnaðarverkefni fyrir spænsk stjórnvöld. Þá hætti Spánverjum að lítast á blikuna. Stjórn landsins neitaði al- farið, en yfirmaður spænsku leyni- þjónustunnar verður engu að síður yfirheyrður um málið fyrir þing- nefnd. Spánverjar hafa hingað til verið umburðarlyndir gagnvart konungs- fjölskyldunni, sem kostar 34 millj- ónir evra í uppihaldi. Vegna þáttar Jóhanns Karls í innleiðingu lýð- ræðis og framgöngu hans í valda- ránstilrauninni 1981 hefur hann fremur verið tákn lýðræðis en kon- ungsveldis. Sérfræðingar segja ólíklegt Jóhann Karl muni segja af sér í bráð, en það andar köldu um Spánarkonung um þessar mundir. Vantraust á Spánarkon- ungi vex KONUNGUR SPÁNAR HEFUR HAFT BYR MEÐAL SPÆNSKU ÞJÓÐARINNAR, EN NÚ HEFUR VINDURINN SNÚIST. FÍLA- VEIÐAR Á KREPPUTÍMUM OG PENINGAHNEYKSLI VEKJA SPURNINGAR UM KONUNGDÆMIÐ. Hjónin Kristín prinsessa og Inaki Urdangarin. HYLLI KONUNGS Felipe prins ásamt foreldrum sínum, konungshjónum Spánar, Jóhanni Karli og Soffíu. Meirihluti Spánverja vill að Fe- lipe taki við krúnunni af föður sínum og stuðningur við konungdæmið fer minnkandi á Spáni. AFP * Afsögn á heima þegar allt leikur í lyndi í pólitíkinni,ekki á tímum pólitískrar spennu.Yolanda Gomez, prófessor í stjórnlagaréttiAlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.