Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 60
BELGÍSKU LANDSLIÐSMIÐHERJARNIR ROMELU LUKAKU HJÁ WBA OG CHRISTIAN BENTEKE HJÁ ASTON VILLA HAFA VERIÐ FUNHEITIR MEÐ LIÐUM SÍNUM AÐ UNDANFÖRNU. MIKILS ER VÆNST AF ÞEIM. Christian Benteke og Romelu Lukaku eiga margtsameiginlegt. Þeir eru báðir ungir Belgar frá Kongó;báðir 190 sentimetrar á hæð og leika báðir sem miðherjar í ensku úrvalsdeildinni, annar með Aston Villa en hinn West Bromwich Albion sem eru nágrannalið í Miðlöndunum. Báðir hafa þessir piltar vakið verðskuld- aða athygli fyrir framgöngu sína í vetur, tekið mikið til sín og verið býsna hættu- legir upp við mark andstæðinganna. Lu- kaku, sem verður tvítugur í maí, hefur gert 13 mörk í 25 úrvalsdeildarleikjum fyrir WBA en Benteke, sem er 22 ára, einu minna, 12 mörk í 26 deildarleikjum. Sá síðarnefndi hefur á hinn bóginn betur þegar öll mót eru talin, kominn með 16 mörk gegn 13 hjá Lukaku. Benteke hefur sannarlega verið ljósið í myrkrinu hjá Aston Villa í vetur, hann og Austurríkismaðurinn ungi, Andreas Weim- ann, en þetta fornfræga félag berst nú fyrir lífi sínu í úrvalsdeildinni. Benteke skoraði laglegt mark þegar í fyrsta leik eftir komuna frá Genk í heimalandi sínu síðastliðið haust og hefur ekki litið um öxl síðan. Sennilega eru mörkin tvö í 3:1- útisigri á Liverpool í desember hápunkturinn – enn sem komið er. Benteke hefur ekki bara vakið athygli fyrir styrk sinn, hann hefur margsýnt að hann er frábær skytta af löngu færi. Má þar nefna fleyg hans gegn WBA í janúar, eitt af mörk- um ársins í úrvalsdeildinni. Benteke tók þá við boltanum með bakið í markið, sendi varn- armanninn í lautarferð með snöggum mjaðmahnykk, sneri sér og klessti boltanum í blá- hornið fjær. Gjörsamlega óverjandi. Benteke er líka fullfær um einfaldari hluti, eins og markið sem hann skoraði gegn Reading um síðustu helgi er til vitnis um. Þá var boltinn lagður út í teiginn á Benteke sem skilaði honum af yfirvegun í markið. Eins og snýttur út úr nösinni á Didier Drogba Lukaku hefur ekki síður vakið athygli fyrir fjölhæfni sína. Hann skorar mörk af stuttu færi og löngu, auk þess sem hann er prýðilegur skallamaður. Þá er hann stöðugt að verða meiri þátttakandi í uppbyggingu sókna Albion. Lukaku er sterkur sem uxi, glettilega fljótur og minnir um margt á átrúnaðargoð sitt á velli, sjálfan Didier Drogba. Lukaku var ekki alltaf í byrjunarliði Albion framan af vetri en nú þyrfti Steve gamli Clarke að vera ansi illa upplagður til að nota hann ekki frá byrjun í leikjum liðsins. Lukaku var keyptur til Chelsea sumarið 2011 frá Anderlecht, þar sem hann skoraði 41 mark í 98 leikjum, barn að aldri. Vistaskiptin gengu ekki eins vel og til stóð og Lukaku fékk fá tækifæri hjá Chelsea í fyrra, hvorki hjá André Villas-Boas né Roberto Di Matteo. Það blasti því við að lána hann út á þessari leiktíð, svona til að kanna hvort drengurinn ætti ekki örugglega erindi í ensku úrvalsdeildina. Svarið við þeirri spurningu liggur nú fyrir. Lukaku hefur kunnað afar vel við sig hjá Albion og getur örugglega hugsað sér að taka annan vetur þar nyrðra, alltént frekar en að sitja á bekknum hjá Chelsea. Margt bendir þó til þess að hann verði kallaður heim í sumar. Það er ekki eins og Fernando Torres og Demba Ba séu beinlínis að misbjóða netmöskvunum með fleygum sínum nú um stundir. En hvað ætli verði um Benteke? Forlögin virðast löngu búin að gera upp hug sinn, hann mun leika fyrir stærra lið en Aston Villa. Hvort það verður strax næsta vetur kemur í ljós, það veltur líklega aðallega á því í hvaða deild Villa verður að hausti. Romelu Lukaku er ættaður frá Kongó. Christian Benteke er fæddur í Kongó sem þá hét Zaíre. Belgfullir af bjartri þrá 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 Skyndilega er enska úrvalsdeildinbarmafull af Belgum. Christian Ben-teke og Romelu Lukaku hafa þegar verið nefndir til sögunnar og þriðji lands- liðsmiðherjinn leikur þar líka, Kevin Mirallas hjá Everton. Markvörðurinn Simon Mignolet hefur átt frábæran vetur hjá Sunderland og Jan Vertonghen er farinn að setja sterk- an svip á vörn Tottenham Hotspur – og sókn, þegar sá gállinn er á honum. Vin- cent Kompany, fyrirliði Manchester City, er af margra viti besti miðvörður deild- arinnar og Thomas Vermaelen er fyrirliði Arsenal. Sá hefur raunar oftast leikið betur en í vetur. Eden Hazard gekk til liðs við Chelsea fyrir yfirstandandi leiktíð og hefur þegar skipað sér á bekk með skemmtilegustu sóknarmönnum deild- arinnar. Útsmoginn og elskur að bolta- drengjum. Eða þannig. Enn er ónefndur Mousa Dembélé, mið- vellingurinn sem Tottenham Hotspur keypti af Fulham síðastliðið haust. Hann er líka af afrísku bergi brotinn eins og Benteke og Lukaku. Móðirin er raunar belgísk en faðirinn frá Malí. Dembélé nýtur virðingar vegna fjöl- hæfni sinnar. Hann er stór og sterkur eftir því en jafnframt mjög öruggur á Mousa Dembélé skorar Luis Suárez á hólm í grettukeppni í leik Tottenham og Liverpool. AFP HRAUSTAR KVEIFAR BELGÍSK KNATTSPYRNA ER VÖKNUÐ AF MIKLUM ÞYRNIRÓSARSVEFNI. ENSKA ÚRVALSDEILDIN HEFUR EKKI FARIÐ VARHLUTA AF ÞVÍ. boltanum. Dreifir honum vel og leikur samherja sína gjarnan uppi, Gareth Bale hefur notið góðs af því. Eins harður og Dembélé er af sér hefur honum líka verið legið á hálsi fyrir að fara auðveldlega í jörðina þeg- ar að honum er sótt. Eins þykir hann tuða helst til mikið í dómurum. Það er raunar að verða eins konar íþrótt í sjálfu sér í Evrópuboltanum. Og þar fara bestu liðin fremst í flokki, Barce- lona og Bayern München. Allianz- völlurinn var á floti í tárum eftir heim- sókn Arsenal í vikunni. Hvað varð um þýska stálið? Ef til vill er þetta bara tímanna tákn? Metrómennskan hefur haldið inn- reið sína í fótboltann, eins og annað. Menn hafa fulla heimild til að vera grjótharðir og dúnmjúkir í sömu andrá. Hollara þó að ruglast ekki á hita- og andlitskremunum, strákar! Belgar eru nú efstir í sterkum riðli í undankeppni HM og hver veit nema þeir snúi aftur á stórmót í Brasilíu næsta sumar eftir tólf ára hlé. Mousa, hvort ætlarðu að vera harður eða deigur? * „Ég er gjörsamlega heillaður af Benteke. Þvílíkur leikmaður.“Michael Owen, fyrrverandi landsliðsmiðherji Englands. Boltinn ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.