Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 45
Flokkar, sem telja að evran sé æxli og hafa efa- semdir um að það sé góðkynja, í veikluðum efnahags- líkama Ítalíu, fengu þar ríflegan meirihluta atkvæða. Það afgreiddi formaður jafnaðarmanna í Þýskalandi efnislega svo, að Ítalir hefðu kosið yfir sig tvo galla- gripi, trúð og gamlaðan gleðipinna. En þótt formað- urinn hafi beðist afsökunar á óviðurkvæmilegum um- mælum sínum voru þau ekki mjög úr takti við það sem landar hans á valdastólum létu iðulega út úr sér fyrir kosningarnar, og hjálpuðu ekki þeim málstað sem þeir báru helst fyrir brjósti. En hvað nú? Meiri ró hefur færst yfir og leiðtogar Evrópu hafa látið pólitískt raunsæi ýta ergelsi sínu til hliðar. Það sást í aðdraganda leiðtogafundar ESB, sem nú stend- ur. Mikill þrýstingur er á að leiðtogafundurinn sendi frá sér merki um að slakað verði á kröfum um aðhald og samdrátt í þeim ríkjum sem eiga í vanda. Hollande, forseti Frakklands, vísar ótæpilega til úrslitanna á Ítalíu og að Grikkir séu að bugast, kröf- um sínum til stuðnings, en þó er honum sjálfsagt enn ofar í huga hið mikla fall persónulegra vinsælda heima fyrir. Enginn forseti Frakklands hefur þurft að þola svo bratt fall á síðari tímum. Þegar aðeins tæpt ár er liðið frá kjöri Hollande hef- ur hann hrapað í fylgi og svo er komið að hann getur vart látið sjá sig á opinberum vettvangi vegna mót- mæla og uppþota. Minnir það helst á ástandið sem Sarkozy fyrirrennari hans þurfti að mæta á sínum lokaspretti í forsetaembætti. Leiðtogar ESB höfðu einsett sér að láta þennan leiðtogafund ekki hafa brag enn eins neyðarfund- arins. Áramótaboðskapur þeirra allra og búrókrat- anna í Brussel hafði verið samhæfður til að koma í gegn skilaboðum um að sennilega væri vandamálum evrunnar lokið. Ákvarðanir leiðtoganna, en einkum þó takmarkalaus seðlaprentun banka myntarinnar og ólögmætt brotthvarf hans frá heilögum reglum sem banna að bankinn „bjargi“ einstökum ríkissjóðum hefðu tryggt sigur í úrslitaorustunni. Inntakið í sam- hæfðum ræðum allra, hvað framtíð evruna varðaði, var að „það væri ljós við enda ganganna“. Það er svo sem algildur sannleikur að ljósglætu er að vænta við gangaenda. En menn þurfa þó að hafa borað göngin alveg í gegn svo í það glitti. Þar má ekki vera ósprengt haft og jafnvel fleiri en eitt. Og það er ein- mitt verkurinn. Evrukreppan, sem leikið hefur mörg aðildarríkin svo grátt, hefur sannað kenningu um að myntbandalag fullvalda þjóða fái ekki staðist. Sönn- unarfærslan sú hefur verið þjóðunum þungbær. Óöldin var alltaf í spilunum En það er annað sem er ekki lengur deilt um: Þeir sem knúðu á um sameiginlega mynt, þrátt fyrir rök- studdar efasemdir færustu manna, gerðu það ekki vegna þess að þeir drægju aðvaranir í efa. Þvert á móti. Þeir töldu yfirgnæfandi líkur á því, að varnaðar- orðin væru rétt, þótt þeir könnuðust ekki við neitt slíkt upphátt. Þeirra plan var að gallar í forsendum hinnar sameiginlegu myntar yrðu sniðnir af, þegar þeir kæmu í ljós, sem var óhjákvæmilegt að þeir myndu gera. Sú aðgerð yrði mesta hreyfiafl álfunnar í átt hennar að lokamarkinu, einu evrópsku ríki, sem gæti staðið Bandaríkjunum og Kína snúning. Því „gallarnir“ sem yrðu sniðnir af, væru lýðræðislegt og fjárhagslegt fullveldi einstakra ríkja. Á meðan þeim tveimur þáttum hefði ekki verið fargað ætti sameig- inleg mynt enga von. En stjórnmálamennirnir voru raunsæir, þótt þeir væru eindregnir í að ná sínu fram. Það væri nánast óhugsandi að nokkurn tíma yrði hægt að fá þjóðirnar til að afsala sér þessum for- sendum sjálfstæðrar tilveru nema mjög mikið væri í húfi. Í þessu tilviki það að bjarga hinni sameiginlegu mynt og eins og leiðtogarnir orða það „þar með Evr- ópu“. „Falli myntin fellur Evrópa,“ hrópa þeir aftur og aftur, hvað svo sem það þýðir. Vilja til þess að farga fullveldi til að bjarga mynt og Evrópu myndi verða hægt að skapa með nógu öflugum hræðslu- áróðri um þær ógnir og skelfingu sem myndi fylgja því að myntin spryngi í loft upp. Og nú er komið að þeirri ögurstund. Og ekki er enn hægt að segja fyrir með fullri vissu hvor niðurstaðan verði ofan á. Áróðursmátturinn og samhæft afl hinn- ar pólitísku elítu evrulandanna er mikill og má ekki vanmeta. En kosningarnar á Ítalíu, efnahagsleg vandræði Frakklands, ógnvænlegt atvinnuleysi í fjölda evrulanda, vaxandi örvænting og nú síðast merki um skipulagt andóf gegn evru í Þýskalandi gætu, þrátt fyrir allt, bent til þess að málstaður skyn- seminnar sé líklegri til að fara með sigur af hólmi en hinn. Stjórnmálamenn sem eru sannfærðir um að jafnan megi sveigja almenning til hlýðni með því að beita of- forsi og nægilega öflugum hræðsluáróðri ættu að hafa eitt orð á bak við eyrað. Icesave. Morgunblaðið/Ómar 17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.