Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 9
17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Þetta var hinn fullkomni staður til að sýna hvað erhandan veggsins,“ segir leikarinn KristoferHivju sem leikur Tormund Giantsbane eða Þór- mund risabana í Game of Thrones en tökur á nýjustu þáttaröð þessa geysivinsælu þátta fóru fram í Mý- vatnssveit í nóvember. Game of Thrones setti mynd- band af tökum á netið nýverið til að kynna komandi þáttaröð. „Landslagið þarna var eins og frá öðrum hnetti. Þannig leið mér allavega, eins og ég væri ein- hvers staðar annars staðar en á jörðinni,“ bætir Mac- kenzie Crook við, en hann leikur Orell, þó að fleiri þekki hann eflaust sem klaufann í kvikmyndinni Pira- tes of the Caribbean. Þann sem missti alltaf augað. Gríðarleg eftirvænting er fyrir þriðju þáttaröðinni af þessum vinsælu þáttum. Rúmlega tíu milljónir hafa samanlagt fylgst með hverjum þætti hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO og íslenska þjóðin bíður spennt eftir hverjum þætti. Önnur þáttaröð var að hluta til tekin upp hér á landi síðasta vetur, mestmegnis við rætur Vatnajökuls. Sú vinna gekk mjög vel og voru framleiðendur þáttanna mjög ánægðir með Ísland í vetrarskrúðanum. Þeir ákváðu því að koma aftur og varð Mývatnssveit fyrir valinu enda sveitin rómuð fyr- ir fegurð. Atriðin sem munu tengjast Íslandi gerast handan veggsins svokallaða þar sem John Snow og fé- lagar halda til. „Þetta var alveg það sem ég ímyndaði mér margfaldað með tíu. Fegurðin hérna er ótrúleg,“ segir Alex Graves, einn af leikstjórum þáttana. Þriðja þáttaröð fer af stað í lok mánaðarins í Banda- ríkjunum og verða þættirnir tíu talsins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verða tökur frá Íslandi nýttar í að minnsta kosti fimm þáttum eða helm- ingnum. Rúmlega 20 heimamenn voru ráðnir sem aukaleikarar vegna þáttanna en alls voru 70 Íslend- ingar ráðnir sem aukaleikarar, allir vanir hestamenn og með mikið skegg. Íslensku aukaleikararnir leika „Wildlings“, eins konar villifólk. Tökurnar fóru að mestu leyti fram í landi Kálfastrandar, skammt frá Höfða. Erlendu leikararnir eru flestir breskir og írskir og höfðu því séð snjó áður, en kannski ekki í þetta miklu magni sem himnarnir skiluðu niður. Þá nutu gestirnir heimsfrægrar norðurljósasýningar sem reglulega sést í Mývatnssveit og sló hún í gegn. Forráðamenn þáttanna voru mjög strangir á mynda- tökur fjölmiðla á tökusvæðinu og aukaleikararnir þurftu allir að undirrita þagnarskylduskjal um að segja ekki frá neinu sem fram fór á tökustaðnum. Þá voru farsímar og myndavélar stranglega bannaðar á töku- stað. Lífið á tökustað var samt ekki bara dans á rósum því heimamenn þurftu að vera mættir í smink í Skjól- brekku kl. rúmlega sex um morguninn og bíða síðan í fullum skrúða þar til öskrað var „action“. „Það voru mikil veðrabrigði og alls ekki auðvelt að mynda en Mývatn og Ísland allt er svo fallegt að það gerir þetta auðveldara,“ segir Kit Harington sem leik- ur Jon Snow, einn aðalkarakter þáttanna. „Það skiptir miklu máli að koma til svona staðar þar sem er gífurlegur kuldi og snjórinn er ekta. Þegar leikararnir eru að hrúgast saman fyrir framan eldinn þurftu þeir að gera það og það var ekta því kuldinn var slíkur. Það voru rúmlega fimm tímar af dagsljósi þannig að pressan var mikil að ná góðum tökum. Það þurfti að skipuleggja sig vel og spá í hvernig maður kæmi öllum búnaðinum á rétta staði áður en sólin hyrfi. En við viljum frekar eyða peningum í rétta staðinn en að gera þetta á bak við grænan vegg. Það gerir þetta miklu raunverulegra sem skilar sér vonandi heim í stofu,“ segir David Benioff, framleiðandi, handritshöfundur og leikstjóri. GAME OF THRONES NORÐAN HEIÐA Fjölmargir komu að hverri töku. Hér er Rosie Leslie sem leikur Ygritte á harðahlaupum. Mývatnssveit er handan veggsins SÝNINGAR Á ÞRIÐJU ÞÁTTARÖÐ GAME OF THRONES ER BEÐIÐ MEÐ GRÍÐARLEGRI EFTIR- VÆNTINGU. HÚN VAR TEKIN UPP AÐ HLUTA HÉR Á ÍSLANDI ÞAR SEM MÝVATNSSVEITIN LEIKUR STÓRT HLUTVERK MEÐ FEGURÐ SINNI OG TIGN. KYNNINGARMYNDBAND ÞÁTTANNA VAR SETT Á VEFINN ÞAR SEM FJALLAÐ ER UM ÍSLANDSHEIMSÓKNINA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Mackenzie Crook sem leikur Orell og Kit Harington sem leikur John Snow við tökur í Mývatnssveit. þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi Lifandi tónlist umhelgar Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur Á föstudags- og laugardagskvöldum töfrar hinn frábæri klassíski gítarleikari Símon H. Ívarsson fram fallegar perlur tónlistarsögunnar. Njóttu þess að borða góðan mat og hlíða á töfrandi tóna í hlýlegu umhverfi. Hjá okkur er notalegt í skammdeginu. Óperutónleikar í Kaldalóni 23. mars, kl. 20:00 Þóra Einarsdóttir og Garðar Thór Cortes syngja aríur eftir DONIZETTI / MOZART / PUCCINI Miðasala á www.harpa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.