Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 37
17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Suspender virkar aftur á móti þannig að þegar smellt er á hnapp á opnum flipa, hættir Chrome að eyða minni í að viðhalda því sem á síðunni er og tæmir flipann. Til þess að fá efnið aftur þarftu að endurhlaða efni síðunnar. Þetta sparar einnig talsvert pláss og hjálpar til við að halda utan um opna flipa sem þú vilt hugsanlega skoða síðar. Hula Hula er þægleg viðbót sem opnar fyrir landluktar sjónvarpsveitur á netinu. Með því að nota Hula get- ur þú til dæmis horft á efni af BBC og ITV, sem lokað er fyrir utan Bretlandseyja, eða netútsend- ingar frá FOX og CBS. Þá opnar Hula einnig fyrir Pandora, Netflix og Hulu, svo eitthvað sé nefnt. Notaðu sérhæfða opnunarsíðu Hægt er að útbúa sérhæfðar opn- unarsíður í Chrome, sem birtist í hvert skipti sem nýr flipi er opn- aður. Þar er hægt að velja að hafa þær síður sem þú notar oftast og stytta sér leið að þeim með hlekk og mynd af síðunni. Þá er hægt að bæta bókamerkjastikunni í opn- unarsíðuna, og velja ýmis smá- forrit, svo sem leiki eða flýtileiðir á vinsælar síður til að hafa innan handar þegar nýr flipi opnast. Geymdu lesturinn þar til síðar Ef þú notar Instapaper eða Pocket í snjallsíma til þess að vista og lesa seinna langar og áhugaverðar greinar sem þú finnur á netinu, er hægt að fá viðbót fyrir bæði þessi smáforrit, svo hægt er að smella á einn hnapp í vafranum til að vista greinina sjálfkrafa. AFP * Innskráningin íGoogle Chromeveitir möguleika á að samhæfa vafrann á mörgum vélum svo allar breytingar sem þú gerir á vafr- anum elta þig, til dæmis frá vinnuvél- inni og heim. Stærsta umkvörtunarefni notenda Google Chrome er hversu frekur hann er til minnis. En til eru gagnlegar viðbætur til að vinna gegn því vandamáli. Á myndinni sést Sundar Pichai, yfirmaður hjá Google, tala á ráðstefnu 2012. Tónlistarveitan Rdio.com er nú fáanleg á Íslandi. Rdio hefur notið töluverðra vinsælda í Bandaríkj- unum og hefur undanfarið verið að sækja í sig veðr- ið í Evrópu. Tónlistarsafn Rdio telur rúmlega 18 milljón lög, samanborið við Spotify sem býður upp á rúmlega 20 milljón lög, en sú þjónusta er ekki í boði hér á landi. Ekki fékkst nákvæm tala um fjölda laga í boði á Tónlist.is, en sú veita er eftir sem áður með mest úrval íslenskrar tónlistar. Áskrift að Rdio.com kostar 860 krónur á mánuði yfir netið en 1.720 krónur ef bætt er við áskrift úr snjallsíma líka. Áskrift hjá Tónlist.is kostar 1.699 krónur á mánuði, snjallsímaáskrift innifalin. VINSÆL TÓNLISTARVEITA AÐGENGILEG Rdio komið til Íslands Hvernig á að virkja viðbætur í vafra? Viðbætur (extensions) má finna í vefverslun Chrome (Chrome Web Store). Það er jafnan auðvelt að finna hlekk sem vísar þangað þegar þú opnar nýjan flipa í Chrome, en ef ekki, þá má einfaldlega spyrja Google hvar hana er að finna. Í vefverslun Chrome má finna mikinn fjölda af viðbótum og þemum (themes) sem breyta útliti og litum vafrans. Þegar þú hefur fundið viðbót sem þú vilt prófa geturðu virkjað hana með einum smelli á uppsetningarhnappinn (Install). Hægt er að stjórna og fjarlægja viðbætur undir tóla valmyndinni (tools) í stjórnborðinu. Smáralind | Sími 512 1330 Laugavegi 182 | Sími 512 1300 Lækkuðverð iPhone5 iPhone4 Verð: 129.990.- Verð áður: 139.990.- Vörunr. IPHONE516GBB Verð: 79.990.- Verð áður: 84.990.- Vörunr. IPHONE516GBB 1.000 kr. símnotkun ámánuði í 12mánuði hjá NOVA fylgir iPhone5, keyptum hjá epli.is Gildir í áskrift og frelsi. 1.000 kr. símnotkun ámánuði í 6 mánuði hjá NOVA fylgir iPhone4S, keyptum hjá epli.is Gildir í áskrift og frelsi. 16GB 8GB

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.