Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 19
búin að kenna ítölsku nemendunum. Mikið mæddi á einni stelpunni í hópnum sem verið hafði skiptinemi á Ítalíu. Þá mun forritið Google Translate hafa verið töluvert notað. „Sumir notuðu líka táknmál ást- arinnar,“ skýtur Þórhildur inn í. Krakkarnir hlæja og enginn fæst til að útskýra þá staðhæfingu nánar. Vel fór á með krökkunum. Sturla segir ítölsk ungmenni almennt inni- leg og hvergi feimin við að knúsa og kyssa bláókunnugt fólk. „Við erum ekki vön þessari nánd hérna á Ís- landi,“ segir hann og skellir upp úr. Hraði og hægagangur Mannfjöldinn í Palermo kom Sturlu á óvart, umferðin og hraðinn sé mikill en samt hægagangur og bið, eins þversagnarkennt og það hljóm- ar. „Tímaáætlanir stóðust yfirleitt ekki,“ segir hann. Anna Hjördís er fljót til svars þegar spurt er hvað hafi staðið upp úr í ferðinni: „Maturinn. Hann var æðislegur. Fjölskyldan sem ég var hjá var meira að segja búin að kynna sér hvað mér þykir gott og hvað ekki. Það var hlaðið í mig,“ segir hún og bætir við að heimalag- aða pastasósa móðurinnar hafi sleg- ið allt út. Algjört hnossgæti. Anna Hjördís og Sturla segja mjög gaman hafa verið að fara upp á stærsta eldfjall Evrópu, Etnu, og út í eyjuna Vulcano. „Það var magn- að að koma upp á eldfjallið en þar sveið í augu,“ segir Sturla. „Og lungu, þegar maður andaði að sér,“ bætir Friðrik Dagur við. Þeim kom á óvart hversu óvanir ítölsku krakkarnir voru uppi á fjall- inu. „Þeir skriðu og renndu sér á rassinum niður brattann,“ segir Friðrik Dagur og Anna Hjördís bætir við að þau hafi upp til hópa verið verr á sig komin líkamlega en íslensku krakkarnir. Þá munu ítölsku nemendurnir hafa verið mun skemur á veg komnir í sínu jarð- fræðinámi en Íslendingarnir. Sturla segir Ítalina á hinn bóginn lengra komna í heimspeki og Frið- rik Dagur heillaðist af því í tímum, sem hópurinn sat, hversu almenn þátttakan var í rökræðum. Fleira heillaði. „Ströndin á Vulc- ano kom líka sterk inn,“ segir Anna Hjördís. Sólsetur var þegar hóp- urinn sigldi inn og því næst var gengið gegnum frumskóg að bik- svartri fjörunni. „Þetta var eins og í ævintýri,“ segir Þórhildur. Foreldrar ítölsku krakkanna voru víst smeykir við að hleypa þeim í sjóinn enda ekki „nema“ 23 stiga hiti á þessum tíma. Spurð um ókosti Sikileyjar nefnir Friðrik Dagur annars vegar ástand- ið í sorpmálum, en þau mál eru víða í ólestri á Ítalíu, og hins vegar um- ferðarmenninguna. Ekið sé hratt og þröngt lagt, meðal annars uppi á gangstéttum. Sprengjuhótun í skólanum Hópurinn lenti í því einn daginn að rýma þurfti skólann vegna sprengju- hótunar. „Allt benti til þess að þarna hefði verið krakki á ferð en hótarnir af þessu tagi eru eigi að síður teknar mjög alvarlega, ekki síst þar sem nýbúið var að sprengja skóla uppi á meginlandinu. Það var lífsreynsla að lenda í þessu,“ segir Friðrik Dagur. Eðli málsins samkvæmt gátu far- arstjórarnir ekki alltaf fylgst með nemendum sínum í ferðinni. Friðrik Dagur og Þórhildur segja þó engin vandamál hafa komið upp. Ítölsku fjölskyldurnar hafi borið krökkunum mjög vel söguna. „Þetta var frábær hópur sem var skólanum sínum til mikils sóma,“ segir Þórhildur. Almenn ánægja var með ferðina og Anna Hjördís og Sturla geta vel hugsað sér að fara aftur og kynnast menningu Sikileyjar betur. Heilluðust af mosanum Í september endurguldu Ítalirnir heimsóknina og dvöldust á íslensk- um heimilum, unnu verkefnavinnu og fóru í ferðir, t.d. í Þórsmörk þar sem gist var eina nótt. Friðrik Dag- ur og Þórhildur segja þau almennt hafa verið mjög ánægð með ferðina enda þótt þeim hafi þótt heldur kalt. Eiginlega ískalt. Bláa lónið heillaði, eins norðurljósin og Friðrik Dagur ætlaði aldrei að ná Ítölunum upp úr mosanum við Hellisheiðarvirkjun, þar sem áð var á leiðinni í Þórs- mörk. Svo heillaðir voru þeir. „Allir þátttakendur voru mjög ánægðir með þetta verkefni og nem- endur upplifðu ýmislegt sem þeir hefðu annars ekki getað,“ segir Þór- hildur beðin um að draga reynsluna saman. „Þau munu búa að þessu alla tíð og svona verkefni eru óneit- anlega mikilvægt krydd í skóla- starfið og hjálpa nemendum og kennurum til að hugsa út fyrir veggi skólastofunnar.“ Mikill brennisteinsfnykur er uppi á fjallinu á Vulcano. Allur hópurinn, Íslendingar og Ítalir, saman kominn á stærsta eldfjalli álfunnar, Etnu á Sikiley. * Allt benti tilþess að þarnahefði verið krakki á ferð en hótarnir af þessu tagi eru eigi að síður teknar mjög al- varlega, ekki síst þar sem nýbúið var að sprengja skóla uppi á meginlandinu. Það var lífsreynsla að lenda í þessu. Búið að rýma skólann vegna sprengjuhótunar einn morguninn. 17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 0% VEXTIR - Húsgagnahöllin býður upp á vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða SÖDAHL vörulínan 2013 komin í Höllina! – fyrir lifandi heimili –
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.