Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 42
Morgunblaðið/Golli M eð hækkandi sól og lóuna mætta til lands- ins eru ungmenni um land allt tekin í full- orðinna manna tölu. Fjölskyldur koma saman í tilefni þeirra tíma- móta og þá er við hæfi að færa fermingarbarninu gjöf. Margir velja peningagjöf enda vandasamt að velja gjöf við hæfi á þessum síðustu og verstu tímum og pen- ingagjafir eru skotheld leið til gagns fyrir fermingarbarnið. Þeir sem á árum áður þustu í bæinn og eyddu fermingarpening- unum á núll-einni í stundar- brjálsemi í Karnabæ eða Evu muna sjálfsagt margir eftir því að hafa dauðöfundað félagana sem voru skynsamir og lögðu afurðir sínar inn á bók. Að vísu tíðkaðist það ekki fyrr en á síðustu árum að bankar byðu framlag inn á reikninga sem þessa en allt um það – þeir skynsömu áttu jafnvel fyrir útborgun í bíl og afgang fyrir bensíni. Nú er það svo að peningar vaxa ekki á trjánum eins og kunnugt er, en skyldu þeir vaxa í bankanum? Vextir almennt 2,1% Sunnudagsblað Morgunblaðsins fór á stúfana og leitaði svara hjá stærstu viðskiptabönkunum um hvaða kjör fermingarbörnum bjóð- ast, kjósi þau að ávaxta peninga sína hjá þeim. Í öllum tilvikum er gert ráð fyrir að fé sé bundið á reikningi til 18 ára aldurs viðkom- andi fermingarbarns. Íslandsbanki býður 5.000 króna framlag ef lagðar eru inn 30.000 krónur eða meira á Framtíðar- reikning. Vextirnir eru 2,1% og reikningurinn er verðtryggður. Sama gildir ef lagðar eru 30.000 krónur eða meira inn á Ríkis- skuldabréfasjóð hjá VÍB, Eigna- stýringaþjónustu Íslandsbanka. MP banki býður upp á MP Framtíð, verðtryggðan sparnaðar- reikning sem bundinn er til 18 ára aldurs, vextir á slíkum reikningi eru 2,10%. Bankinn býður ekki upp á framlag á móti innlögn. Arion banki býður fermingar- börnum mótframlag ef lagt er inn á Framtíðarreikning. Mótframlagið nemur 5 þúsund krónum ef lagðar eru inn 30 þúsund krónur eða meira. Framtíðarreikningurinn er verðtryggður reikningur sem er bundinn til 18 ára aldurs. Ársvext- irnir á reikningnum eru í dag 2,1%. Bæði verðtryggðir og óverð- tryggðir reikningar Landsbankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Fermingarbörn sem leggja lægri fjárhæð inn á Framtíðargrunn velja sér gjöf úr gjafavöru sem tengist Klassa, vild- arkerfi bankans fyrir börn og ung- linga. Lögð er áhersla á verðtryggðan Framtíðargrunn sem ber nú 2,10% vexti og er bundinn til 18 ára ald- urs. Einnig er í boði óverðtryggður Framtíðargrunnur með sömu bind- ingu, vextir á honum eru nú 4,25%. PENINGAGJAFIR Á RÉTTAN STAÐ FERMINGARBÖRN FRÁ GREITT FYRIR AÐ LEGGJA PENINGA INN Á REIKNING HJÁ STÓRU BÖNKUNUM. SÉU LAGÐAR INN 30 ÞÚSUND KRÓNUR FÆST 5 ÞÚSUND KRÓNA MÓTFRAMLAG. Hólmfríður Þórisdóttir holmfridur.thoris@gmail.com Skynsamleg ávöxtun fyrir fermingarbörn Innborgun 35.000 kr. Framtíðargrunnur 4,25% Nafnávöxtun 4,25% Ávöxtun í 4 ár Fjárh. eftir tímabil 41.340 kr. Óverðtryggður reikningur: Ávöxtun í 4 ár Innborgun 35.000 kr. Framtíðargrunnur 2,10% Verðbólga 4,00% Nafnávöxtun 6,18% Ávöxtun í 4 ár Fjárh. eftir tímabil 44.494 kr. Verðtryggður reikningur: Ef tekið er tillit til staðgreiðslu af vöxtum og verðbótum: Innborgun 35.000 kr. Framtíðargrunnur 4,25% Nafnávöxtun eftir fj.skatt 3,40% Ávöxtun í 4 ár Fjárh. eftir tímabil 40.008 kr. Innborgun 35.000 kr. Framtíðargrunnur 2,10% Verðbólga 4,00% Nafnávöxtun eftir fj.skatt 4,95% Ávöxtun í 4 ár Fjárh. eftir tímabil 42.457 kr. *Fjármál heimilannaFermingarvertíðin er hafin með pomp og prakt, hvað á að gefa blessuðum börnunum í ár? Sólveig Sigurðardóttir vakti mikla athygli í sjónvarpsviðtali á dög- unum en hún hefur losað sig við 35 kíló á tæpu ári. Hollustumatur er ekki ódýr á Íslandi og forvitnilegt að vita hvernig neytandi Sólveig er og hvernig hún kaupir inn til heim- ilisins. Sólveig er húsmóðir og ör- yrki og býr í Reykjavík. Á heimilinu eru tveir fullorðnir, tvö börn, sí- svangur labradorhundur og snobb- aður eðalköttur. Hvað áttu alltaf til í ísskápn- um? Hér er alltaf nóg til af grænmeti, skyri og ávöxtum. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlætisvörur á viku? Úff, yfirlið og svimi! Þetta eru svona 22-27 þús- und á viku. Þá tel ég bara stórmark- aði. Það er lítið um ferðir á veit- ingastaði. Hvar er helst verslað inn? Við verslum aðallega í Bónus, Krónunni og Þinni verslun. Hvað freistar helst í mat- vörubúðinni? Lax! Ég er fíkill í góðan lax. Og allur rekkinn hjá Sollu er freistandi. Hvernig sparar þú í heim- ilishaldinu? Ég reyni að leita eftir góðu verði. Kaupi fisk í blokk og fæ þá fisk á góðu verði. Kaupi lambaskrokk að hausti. Svo er málið að vera alltaf viss um að maturinn sé notaður og ekkert fari í ruslið. Hvað vantar helst á heim- ilið? Gróðurhús og betri frystikistu. Eyðir þú í sparnað? Ekki lengur. Má þakka fyrir að maður eigi fyrir nauðsynjum út mánuðinn. Skothelt sparnaðarráð: Ganga í búðina! Minni innkaup og hreyfing í leiðinni. Fékk svo fína trillu í London og nota hana til að fara í verslanir sem eru í göngufæri. NEYTANDI VIKUNNAR Mæli með að ganga í búðina Sólveig Sigurðardóttir veit fátt betra en lax og reynir að fá hann á góðu verði. Morgunblaðið/ÞÖK Sólveig Sigurðardóttir Sparnaðarráð í heimilishaldinu * Nóg er að nota hálfa töflu afuppþvottavélarefni. Ef duft er not- að í uppþvottavélina dugar að nota eina teskeið. * Þegar sett er í þvottavélinadugar alveg að nota hálfa matskeið af þvottaefni. * Mýkingarefni má þynna meðvatni – þess vegna um helming. * Notist við margreynd ediks-legin húsráð þegar þrifið er og sparið fé. * Edik og vatnsblanda virkar veltil að hreinsa nánast alla fleti. Setjið blönduna á spreybrúsa og þar með er komið ódýrt hreinsiefni og um- hverfisvænt. Er hægt að biðja um það betra? * Edik og vatn er frábært á flísa-gólf og skilur ekki eftir sig rendur. * Edik er líka afbragðsgott til aðlosna við leiðinlegu hvítu slikjuna sem oft sest inn á glös og annað gler. Látið standa í ílátinu í klukku- tíma og skolið síðan. púkinn Aura-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.