Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 Þ að berast tíðindi frá borginni ódauð- legu þessa dagana eins og stundum áður. Frans og kardínálar hans áttu sviðið eftir að grá slikja kom loks á reykinn sem lagði upp úr frægasta strompi í heimi. Hin óvenjulega að- ferð til að kunngera kosningaúrslit hefur fengið að vera í friði í umræðunni og framfarasinnaðir hafa enn ekki gert kröfu um að kardínálarnir noti rafræna kosningu. Það gæti auðvitað sparað ferðakostnað og þeir gætu þá eftir það kosið órakaðir á brókinni, jafn- vel á Fésbókinni, þar sem svo margir eru teknir að lifa lífi sínu í trúnaðarsamneyti við hundruð „vina“ sinna. Aðgát þann 15. mars Og á dánardegi Ceasars kom ítalska þingið saman til að kjósa sína tvo þingforseta. Valið í Vatíkaninu hefur mælst vel fyrir, og virðist hinn víðfeðmi söfnuður kaþólskra sáttur. En auðvitað er þegar byrjað á dauðaleit að kuski sem kunni að hafa fest á kraga kardínála Argentínu áratugina áður en hann um- breyttist í Frans. Ekkert kynferðislegt hefur enn þá hafst upp úr krafsinu, sem dregur sjálfsagt eitthvað úr fréttagleðinni. En þá nýta menn það sem minna er. Hæst fer í augnablikinu að kardínálinn þáverandi hafi ekki ónotast nægjanlega út í herstjórnina í Argent- ínu, sem skilur eftir sig langan og ónotalegan slóða. Breskir hafa einnig fundið ummæli sem sýna að kard- ínálinn hafi verið hugsandi yfir breskum yfirráðum á Falklandseyjum, og hefur breski forsætisráðherrann drifið í að svara þeim ummælum, þótt gömul séu. En þeir sem gleðjast mest yfir páfakjörinu hafa að sögn fréttaflytjara komið með sínar skýringar á því, hvers vegna svona blessunarlega tókst til. Varafor- seti Venesúela, sem Hugo Chavez valdi sem fram- tíðar forseta landsins eftir sinn dag, hefur bent á að nú sé Chavez á himnum hjá Jesú Kristi og einmitt hann hafi hvíslað hugmyndinni um næsta páfa í eyrað á honum. Og knattspyrnugoðið Maradona hefur að sögn upplýst að sama hönd guðs og sú sem stýrði boltanum svo lipurlega í netið í úrslitakeppni um heimsbikar í knattspyrnu eitt sinn, hafi kosið Frans núna. Samhengi sögunnar Og fyrst svona leiftrandi kenningar eru uppi mætti velta fyrir sér tengingum við söguna og þá staðreynd að ítalskir þingmenn komi saman „í senatinu“ til að kjósa sér þingforseta á dánardægri Ceasars í sömu viku og argentínskur kardínáli er kosinn páfi í Sixt- ínsku kapellunni, aðeins steinsnar frá. Þeir gestir í Róm, sem leita að dánarstað Ceasars í Roman Forum, rústunum miklu, finna þar vissulega altarið sem lík hans var lagt á, en þar er þó ekki að finna blettinn þar sem hann lést, eftir að hafa fengið á þriðja tug stungusára frá fjölmennum hópi samsæris- manna „í senatinu“. En hvar var Ceasar þá myrtur? Það er á svæði sem kallast Largo di Torre Argentína. Argentínu garðurinn var grafinn upp á þriðja tug síð- ustu aldar og komu rústir af fjórum hofum í ljós, og eru meðal hinna elstu í Róm. Einmitt þar kom senatið saman þann 15. mars 44 f.Kr. Og þar dó Ceasar. Þegar horft er í gegnum girðingu á blettinn á milli súlnanna sem samsærismenn í senatinu völdu sem vettvang vígsins, sjást litskrúðugir kettir spóka sig, ekki síst ef sólin glennir sig, því þar er nú eitt helsta kattaathvarf Rómaborgar staðsett, fast við hinn fornfræga stað. Enn beinist athyglin að Ítalíu En það er ekki daglegt brauð að horft sé til embætt- iskosninga í ítalska þinginu með jafnmikilli eftirtekt og gert er þessa dagana. En það kemur ekki til af góðu einu. Svo sem menn muna fóru nýafstaðnar kosningar á Ítalíu ekki eftir forskriftum sem leiðtog- ar ESB höfðu gefið og er raunar líklegt að sú tilraun til forskriftarkennslu hafi ýtt undir „vitlaus“ úrslit fremur en hitt. Montisendingin frá Brussel til Rómar mæltist ekki eins vel fyrir á heimaslóð og evrópskir fjölmiðlar höfðu sannfært sjálfa sig um, og básúnuðu allt þar til að kosningatölurnar þögguðu niður í þeim. Monti „hinn mikli“ fékk fylgi líkast því sem VG mælist í þessa stundina uppi á Íslandi. Fimmtándi mars, fótbolti og fjörbrot þjóða * Þeir sem knúðu á um sameig-inlega mynt, þrátt fyrir rök-studdar efasemdir færustu manna, gerðu það ekki vegna þess að þeir drægju aðvaranir í efa. Þvert á móti. Þeir töldu yfirgnæfandi líkur á því, að varnaðarorðin væru rétt, þótt þeir könnuðust ekki við neitt slíkt upphátt. Reykjavíkurbréf 15.03.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.