Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 27
17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880 ljós Á-dur 8.990 6.990 og fá-du annan á Kauptu einn 500/0 Diffuserarnir komnir aftur Loksins Sýningin Íslensk húsgögn og hönnun er hluti af Hönn- unarmars en þar koma íslenskir framleiðendur á framfæri nýrri íslenskri framleiðslu „þar sem ígrunduð hönnun og frábært handbragð haldast í hendur“, eins og segir í tilkynningu. Samstarf íslenskra framleiðenda og hönnuða stendur á gömlum merg og er enn að geta af sér ný og betri húsgögn og innréttingar. Áhugi á húsgagnahönnun hefur farið vaxandi meðal almenn- ings síðustu ár og þarna gefst gott tækifæri til að líta sér nær. Þátttakendur í sýningunni í Hörpu eru Á. Guðmundsson, Axis, G.Á. Húsgögn, Sólóhúsgögn, Sýrusson, R.B. Rúm og Zenus. Íslensk húsgögn og hönnun Stóllinn Ljómi er ný hönnun frá Sýrusson. Fjögur fögur frímerki Alíslensk grafísk hönnun sem segir eitt- hvað um samtímann á nýju frímerkjunum. Pósturinn gefur út ný frímerki í tilefni þessarar miklu hönnunarhátíð- ar. Ennfremur setja Pósturinn og Félag íslenskra teiknara upp sýningu á íslenskum hönnunarfrímerkjum í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Á sýningunni eru frímerki úr seríunni Íslensk samtímahönnun IV – Grafísk hönnun ásamt öðrum frímerkjum unnum af grafískum hönn- uðum FÍT. Hönnuðir nýju frímerkjanna eru Siggi Odds, Ragnar Freyr, Rán Flyg- enring og Siggi Eggertsson. Þjóðminjasafnið tekur þátt í Hönnunarmars með sýningunni Silfur … 13 á torgi safnsins. Á sýningunni leitast fjórir starfandi gull- og silfursmiðir við að gefa innsýn í fjölbreytileika starfsins nú á tímum en í verkum sínum tefla gullsmiðirnir fjórir saman hugmyndum um samtímagullsmíði og sögulega arfleifð. Gull- smiðirnir eru Erling Jóhannesson, Helga Ósk Einarsdóttir, Orri Finnbogason og Þorbergur Halldórsson. Áhugavert er að sjá verk samtíma gull- og silfursmiða í samhengi við silfurgripi fortíðar sem sýndir eru á sýningunni Silfri Íslands sem er hátíðarsýning Þjóðminjasafnsins í tilefni 150 ára afmælis safnsins. Til viðbótar er sýn- ingin Silfursmiður í hjáverkum á annarri hæð safnsins en þar er hægt að sjá dæmigert alda- mótaverkstæði silfursmiðs. Erling Jóhannesson hannaði þessa gripi en hann er einn fjögurra sýnenda. Samtíma- gullsmíði og söguleg arfleifð Ljósið Tindur verður til sýnis í verslunarglugga Spaksmanns- spjara í Bankastræti en það er hönnun Dóru Hansen. Lýs- ingin frá lampanum gefur frá sér milt skuggaspil en lampinn er lokaður að neðan með ljósu plexígleri. Lampinn er smíð- aður úr rekaviði og íslensku lerki og er framleiddur á Íslandi af Lighthouse og kemur í þremur stærðum. Ljósið Tindur er íslensk framleiðsla. Milt skuggaspil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.