Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 Græjur og tækni V insældir Chrome byggja ekki síst á því hve auð- velt það er að breyta honum og aðlaga að eigin þörfum, bæði með ýmiss konar viðbótum, eða öðrum ráðum sem gera vefrápið auðveldara. Í ljósi vinsælda Google Chrome er því ekki úr vegi að líta á nokkrar sniðugar viðbætur og ráð sem hjálpa okkur að skoða netið. Margar þeirra viðbóta sem hér verða nefndar er einnig hægt að fá fyrir aðra vafra, ekki síst Firefox, sé áhugi fyrir því. Stofnaðu aðgang Google Chrome býður upp á að stofna notandareikning (gegnum Gmail tölvupóstfang). Sá möguleiki gerir þér kleift að vera sjálfkrafa skráð(ur) inn á allar þjónustu- veitur Google, svo sem tölvupóst, Youtube og dagatal. Innskráningin veitir einnig möguleika á að sam- hæfa vafrann á mörgum vélum svo allar breytingar sem þú gerir á vafranum elta þig, til dæmis frá vinnuvélinni og heim. Þá veitir innskráningin mögu- leika á að sjá hvaða síður eru opn- ar annars staðar, og fá síðurnar sem þú skoðar beint í símann, svo eitthvað sé nefnt. Hugaðu að útlitinu Það er hægt að fá mörg þemu fyr- ir Google Chrome. Þau breyta út- liti vafrans, bæði lit og bakgrunni. Hægt er að fá þemu sem byggja á litum, merkjum og myndum frá vinsælum íþróttaliðum, fatamerkj- um, bílategundum og öðru sem fólk getur hugsað sér að merkja sig með. Þá má einnig fá einfald- ari þemu sem breyta einungis lita- samsetningu. Höfundur kýs sjálfur að nota svart viðmót á eigin vafra. Þemun má finna í vefverslun Chrome. Aldrei gleyma lykilorði Google Chrome býður þér að muna bæði notendanafn og lykil- orð á síðum þar sem þú þarft að skrá þig inn á. Og ef þú samhæfir vafrann á ólíkum vélum í gegnum notandareikning, þá eru þær upp- lýsingar alltaf fyrir hendi. Að öðr- um kosti er hægt að nota Last- Pass viðbótina, sem er raunar fáanleg í nær öll tæki, vafra og síma, ef því er að skipta. Með því að nota LastPass þarftu aldrei að muna nema eitt lykilorð. LastPass sér um að geyma notendanöfn og lykilorð fyrir þig, og ef þú vilt fyll- ir það þessa reiti út sjálfkrafa þegar þess er krafist. Þú getur einnig látið LastPass útbúa tilvilj- unarkennd lykilorð fyrir þig sem ómögulegt er að giska á. Það er þó ekki mælt með því að láta LastPass fylla sjálfkrafa inn lyk- ilorð á síðum sem innihalda við- kvæmar upplýsingar eins og net- banka eða tölvupóst, þó það sé kjörið að láta viðbótina halda utan um þau. Taktu skjáskot Skjáskot geta verið bæði skemmti- leg og gagnleg. Oft rekst maður á eitthvað sem maður vill gjarnan geyma og geta vísað til síðar, eða kannski bara senda á Flick My Life. Og það er ótrúlega þægilegt að taka skjáskot af verkefni sem verið er að vinna með öðrum, og skrifa inn á það hugleiðingar. Awesome Screenshot er viðbót sem býður upp á að taka myndir af þeirri síðu sem þú ert með opna í vafranum. Hægt er að velja að taka mynd af því sem er á skján- um, allri síðunni, eða bara afmörk- uðum hluta. Hægt er að skrifa og teikna á myndina og einfalt að vista hana og deila með öðrum. Notaðu teiknibólur Það er hægt að nota teiknibólur (pin tab) til að festa ákveðnar síð- ur í flipa í vafranum með því að hægri smella á titil flipans í vafr- anum. Þegar vafrinn er opnaður, opnast þessir flipar sjálfkrafa, og auðvelt er að ganga að þeim að vísum stað. Þetta er mjög þægi- legt fyrir vefsíður sem eru oft heimsóttar, svo sem tölvupóst og fréttasíður. Sparaðu minnið Ef þú ert eins og ég, þá ertu iðu- lega með fjöldann allan af opnum flipum í vafranum þínum. Þér finnst gott að hafa margar síður opnar í einu og þarft oft að skipta á milli. Vandamálið við þetta er að þeir flipar sem ekki eru í notkun binda mikið af vinnsluminni, sem gerir aðra vinnslu vélarinnar hæg- ari. Stærsta umkvörtunarefni þeirra sem nota Chrome er jú ein- mitt að hann er frekur til minn- isins. Við þessu er ráð. Tvær ágætar viðbætur við Chrome heita OneTab og The Great Suspender. Með OneTab er með hnappi hægt að breyta öllum opnum flipum í eina síðu með lista af hlekkjum á þær síður sem voru opnar. Þegar þú smellir á hlekk opnast síðan svo aftur og hverfur af listanum. Þetta sparar umtalsvert minni og er mjög þægileg leið til að halda utan um opnar síður. The Great VIÐBÆTUR Í VAFRA GETA AUÐVELDAÐ LÍFIÐ Ljúktu upp leyndardómum Google Chrome VINSÆLASTI VAFRI HEIMS ER GOOGLE CHROME. TALIÐ ER AÐ 30-40% HEIMSBYGGÐ- ARINNAR NOTI HANN TIL AÐ SKOÐA NETIÐ. SAMKVÆMT TÖLUM MODERNUS FYRIR 2012 ER HANN VINSÆLASTI VAFRINN HÉR Á LANDI MEÐ RÚMLEGA 30% AF NETNOTKUN. HÆGT ER AÐ FÁ FJÖLDA SNIÐUGRA VIÐBÓTA VIÐ VAFRANN. Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com Spjaldtölvur hafa lagt undir sig heiminn, eða eru í það minnstalangt komnar með að gera það – seljast nánast jafn mikið ogfar- og borðtölvur og stefna framúr þeim á þessu ári eða því næsta. Málið er nefnilega það að megnið af því sem fólk vill gera í tölvum er hægt að gera á spjaldtölvum, sem eru í senn einfaldari og ódýrari en far- eða borðtölvur (það sama á reyndar við um farsíma, en það er önnur saga). Útslagið gerði svo þegar framleiðendur tóku til við að smíða spjaldtölvur með 7" skjá eða þar um bil; segir sitt að Apple selur nú mun fleiri iPad Mini en fullvaxna. Hvað 7" spjaldtölv- urnar varðar má segja að Amazon og Google hafi rutt brautina, fyrrnefnda fyr- irtækið með Amazon Fire, sem ekki hefur fengist hér á landi, og það síðarnefnda með Google Nexus 7, sem hægt er að kaupa hér, til að mynda í Tölvulistanum. Hér á landi, og víðar reyndar, er græjan seld sem Asus Nexus 7, enda framleiðir Asus græjuna í samstarfið við Google. Nexus 7 var áður nefnd á þessum stað þegar græjan kom á markað fyrir hálfu ári eða svo, en nú er hún fáanleg hér og því rétt að taka hana til nánari skoðunar. Eins og heitið ber með sér er hún með sjö tommu skjá sem er mjög fínn, IPS LCD-skjár, bjartur og skemmti- legur. Litir í honum eru ekki eins skærir og á AMOLED-skjám, en hann endist lengur. Nexus 7 fer vel í hendi og bakið er þægilega stamt svo ekki er mik- il hætta á að maður missi vélina. Að því sögðu fer best á að fá sér hulstur með vélinni, sem ver hana fyrir höggum og hnjaski. Góð við- bót við allt saman er svo tengikví eða dokka fyrir Nexus sem einnig er fáanleg hér á landi. Traust og stöðug á stömu gúmmíi með tengjum fyrir straum (Micro-B USB) og fyrir hljóðútgang, til að mynda til að tengja við hljómtæki. Android 4.2.1 er á græjunni, en nánast um leið og búið var að koma henni í gagn- ið bauðst uppfærsla í 4.2.2, ekkert stórmál, en þó með nokkrum skemmtilegum viðbótum. Rafhlaðan dugar bráðvel og ólíkt því sem er með farsímann var ég ekkert að spá í endingunni dagsdaglega, það var alltaf nóg eftir. Þetta er ekki ódýrasta Android-spjaldtölvan sem ég hef skoðað, en ekki heldur sú dýrasta. Hún er aftur á móti sú besta. BESTA ANDROID-SPJALDTÖLVAN SPJALDTÖLVUR LEGGJA UNDIR SIG HEIMINN OG ÞÁ HELST SPJALDTÖLVUR SEM ERU SVO NETTAR AÐ NOTA MÁ ÞÆR MEÐ EINNI HENDI EINS OG TIL AÐ MYNDA ASUS NEXUS 7, SEM NÚ FÆST HÉR Á LANDI. * Nexus 7 er með þráðlausanettengingu, nema hvað, Blue- tooth og NFC, en líka hægt að fá hana með rauf fyrir 3G SIM-kort, en hleypir verðinu eðlilega tals- vert upp; WiFi-útgafan kostar 54.990 kr., en 3G 74.990. * Vinnsluminni í vélinni sem égprófaði er 1 GB og gagnaminni 32 GB. Örgjörvinn er 1,3 GHz Nvidia Tegra 3 Quad Core með GeForce Tegra 3 skjákort inn- byggt. Myndavélin er 1,2 MP á framhliðinni en engin myndavél er á bakliðinni, því miður. * Skjárinn er 1280x800 díla,216 ppi. Vélin er 19,8 x 12 x 1 cm að stærð og 340 grömm að þyngd, fer því vel í hendi og þægi- leg til að lesa á henni til að mynda. Glerið á framhliðinni er styrkt rispuþolið Gorilla-gler frá Corning. ÁRNI MATTHÍASSON Græja vikunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.