Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 57
17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Sjóræninginn, skáldævisaga Jóns Gnarrs um einelti og ein- semd á unglingsárum, er mögn- uð bók sem hefur vakið athygli. Umræðan um einelti er mik- ilvæg og hér er komin bók sem á brýnt erindi við alla en alveg sérstaklega við unglinga. Ferill Jóns Gnarrs hefur verið sig- urganga en það lá ekki beinlínis í augum uppi að þannig myndi fara. Skilaboð höfundar hljóta því að vera þau að sá sem upp- lifir sig einangraðan frá um- hverfinu og jafnvel útskúfaðan getur staðið uppi sem sig- urvegari. Skólakerfið fær ræki- lega á baukinn sem stofnun sem lætur sig einstaklinginn of oft litlu varða. Náið ykkur í eintak! Mikilvæg skilaboð Yrsa Sigurðardóttir upplýsti norska lesendur sína í Centralteatret í Osló um liðna helgi um að þýskur sambýlis- maður Þóru Guðmundsdóttur lög- manns í bókum hennar væri í vondum málum. Þegar hún útskýrði að vand- ræði hans stöfuðu af því að hún væri að velta því fyrir sér að koma honum fyrir kattarnef uppskar hún mikinn hlátur. Yrsa var einn aðalgesturinn á Krimfestivalen sem stóð yfir í Osló 7.-9. mars síðastliðinn þar sem um 50 glæpasagnahöfundar víðsvegar að úr heiminum komu fram. Hún var nokkr- um sinnum í samtali á sviði og áritaði bækur sínar í bókaverslunum. Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur kom nýlega út í Noregi og stökk beint í 14. sæti norska metsölulistans. Þar- lendir gagnrýnendur hafa lokið á hana miklu lofsorði. Trönder avisen sagði að sagan væri „óhugnanlega heillandi“, Fædrevennen að hún væri „hröð og spennandi“ og gagn- rýnendur Adresseavisen og Dagsavisen tóku báðir sérstaklega fram að þeir myndu afþakka tilboð um skútusiglingu til Íslands eftir að hafa lesið bókina. Yrsa Sigurðardóttir. Hér er hún í samtali um bækur sínar á sviði í Osló. SAMBÝLISMAÐUR Í HÆTTU? Brynhjarta eftir Norðmanninn Jo Nesbø er í efsta sæti á metsölulistanum, eins og vænta mátti en vinsældir höfundarins eru miklar hér á landi sem annars staðar. Sem dæmi má nefna að allar bækur hans sem hafa komið út á íslensku hafa farið í efsta sæti metsölulista Eymundsson. Jo Nesbø er orðinn einn vinsælasti glæpa- sagnahöfundur heims og hefur selt bækur sínar í rúmlega 18 milljónum eintaka og er því vellauðugur. Nú berast fréttir af því að ný bók eftir hann sé væntanleg í júní. Hún nefn- ist Politi og þar er Harry Hole sem fyrr í aðalhlutverki. Einhverjar sögusagnir eru á kreiki þess efnis að þetta verði síðasta Harry Hole-bókin, en ekkert hefur þó verið stað- fest í því sambandi. Aðdáendur Nesbø hafa vissulega ástæðu til að óttast um örlög Har- rys en höfundurinn hefur ekki beinlínis farið mjúkum höndum um þessa aðalpersónu sína. Harry hefur nefnilega látið mjög á sjá með hverri bók og er orðinn ansi skaddaður á lík- ama og sál. Hann er hins vegar töffari og aðdáendur hans vona innilega að hinn mjög svo eftirminnilegi Hole reynist ódrepandi. Sennilega er það borin von. SÍÐASTA BÓKIN UM HARRY HOLE? Jo Nesbø. Mun hann ganga frá Harry Hole? Undantekningin, skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur, var til- nefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna og fékk einkar góða dóma gagnrýnenda. Ef hún var ekki ein af jólabók- unum sem þið lásuð þá er rétt að bæta úr því hið snarasta. Enginn bókmenntaunnandi ætti að missa af þessari fallega skrif- uðu bók um ást, missi og sköp- un. Lúmsk kímni höfundar skemmir svo sannarlega heldur ekki fyrir. Ekki missa af Undantekn- ingunni Gæðaverk komin í kilju NÝJAR BÆKUR JÓLABÆKURNAR KOMA ÚT Í KILJUFORMI EIN AF ANNARRI SEM ÆTTI AÐ VERA MIK- IÐ ÁNÆGJUEFNI FYRIR BÓKAORMA. ÞAÐ ER ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ MISSA AF ÞVÍ SEM ER AÐ GERAST Í ÍSLENSKUM BÓK- MENNTUM. ÞAR ER SANNARLEGA AÐ FINNA MIKIL GÆÐI, EINS OG ÚRVALIÐ ÞESSA VIKUNA BER MEÐ SÉR. Hvítfeld er fyrsta skáldsaga Krist- ínar Eiríksdóttur. Bókin virtist ætla að týnast í hinu stórbrotna jóla- bókaflóði en á lokasprettinum var þetta bókin sem ansi margir fóru að tala um. Kristín sýnir og sannar að hún hefur gott vald á skáldsagna- forminu og það er lítill byrjenda- bragur á verkinu. Þetta er grimm saga um fjölskyldu, sannleika og lyg- ar. Sannleikur og lygar Tvær bækur um hinn einstaklega eftirminnilega Einar Áskel hafa verið endurútgefnar. Báðar eru þær með fyrstu bókunum sem komu út um hina ungu hversdagshetju. Önnur bókin er Flýttu þér, Einar Áskell, en þar er ætlast til að Einar Áskell flýti sér í leikskólann. Hin er Höldum veislu, Einar Áskell og þar vill Einar Áskell halda afmælisveislu samkvæmt eigin hugmyndum. Sígildur ærslabelgur gleður börnin * „Hið óþarfa er afar nauðsynlegt.“Voltaire BÓKSALA 24. FEBRÚAR-9. MARS Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 BrynhjartaJo Nesbo 2 IðrunHanne-Vibeke Holst 3 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 4 IllskaEiríkur Örn Norðdahl 5 Sumar án karlmannaSiri Husvedt 6 Fimmtíu skuggar frelsisEL James 7 Lilli klifurmús og hin dýrin íHálsaskógi Thorbjörn Egner 8 Sálmabók íslensku kirkjunnarEnginn höfundur 9 Halli hrekkjusvínEva Lynn Fogg, Guðrún Olga & Jenný K. Kolsöe 10 Mary PoppinsP.L.Travers Uppsafnað frá 1. janúar 1 Fimmtíu skuggar frelsisEL James 2 BrynhjartaJo Nesbo 3 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 4 IðrunHanne-Vibeke Holst 5 6 kíló á 6 vikumOla Lauritzson & Ulrika Davidsson 6 Lilli klifurmús og hin dýrin íHálsaskógi Thorbjörn Egner 7 Uppskrift að fjöri með LatabæMagnús Scheving 8 IllskaEiríkur Örn Norðdahl 9 SjóræninginnJón Gnarr 10 Heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Á misjöfnu þrífast börnin best.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.