Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 34
Þorsteinn vill selja alla sína bíla og óskar eftir tilboðum. Hér er smá sýnishorn. Númerið er glæsilegt. RE 1934 í takt við árgerðina. Gerist vart svalara. Ford Fourdoor er eftirsóttur og dýr. Kostar 40 til 50 þús- und dollara eða fimm til sex milljónir króna. ÞORSTEINN BALDVINSSON BÍLAÁHUGAMAÐUR Fornbílar í fullu fjöri ÞORSTEINN BALDVINSSON, EINN AF STOFNENDUM FORNBÍLAKLÚBBSINS Á ÍSLANDI, HEFUR ÁTT HÁTT Í 100 BÍLA YFIR ÆVINA. NÚ ÓSKAR HANN EFTIR TILBOÐUM EÐA HUGMYNDUM FYRIR DROSSÍURNAR SEM HANN Á. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Stýrið er hægra megin. Bíllinn kom til Akureyrar 1934 og þá var vinstri umferð. Átta sílendra vél sem skilar 100 hestöflum, Svínvirkar. É g vil koma þessum bílum í góðar hendur. Vita að það verði hugsað vel um þá og því óska ég eftir tilboðum í þá eða góðum hugmyndum,“ segir Þorsteinn Baldvinsson sem hefur átt fjölmarga fornbíla yfir ævina. Alls hefur hann átt rúmlega 100 bíla. „Ég fékk snemma þessa bakteríu að safna bílum. Elsti bíllinn var Ford, árgerð 1927, með high og low drifi. Ég er kannski eini eftirlifandi íslendingurinn sem kann að keyra þannig bíl.“ Þorsteinn keyrir um á afmælisútgáfu Subaru Legacy Outback sem hann segir að sé besti bíll sem hann hafi átt. „Þetta er al- gert undratæki að öllu leyti,“ segir hann og hlær. Í dag á Þorsteinn sex gullfallega bíla sem allir hafa verið gerðir upp. „Ég hef haft góða menn með mér í þessu sem hafa gert bílana upp. En mitt hlutverk var að standa í því að útvega varahluti og borga útgerðina. Ég reyni að hreyfa þá yfir sumarið en þeir verða að vera inni yfir veturinn. Myndu ekki þola saltið, öskuna, snjóinn og allan viðbjóðinn sem er að finna á götum Reykjavíkur yfir vetratím- ann.“ Hann segir að fátt sé betra en að setjast upp í fallegan forn- bíl í góðu veðri og taka rúnt. „Það er bara dásamlegt. Ég rak fyrirtæki í gamla daga. Þá var gott að dreifa huganum við að brasa í bílunum eftir vinnudag. En þetta hefur kostað blóð, svita og tár en þetta er alveg þess virði. Ekki spurning.“ Þorsteinn segir að allt þetta bras hafi verið gefandi. „Ég er núna næstum áttræður og hætti að vinna fyrir löngu. Hef hins vegar haldið mér uppteknum í kringum þessa bíla. Það eru nefnilega sumir sem setjast bara í sófann og bíða eftir dauð- anum. En ég hef verið að brasa í þessu og það hefur gefið mér mikið. Mjög mikið.“ *Græjur og tækniVinsældir Google Chrome byggjast ekki síst á því hve auðvelt er að breyta honum »36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.