Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 17. MARS 2013 Fermingartilboð á iPhone 5 og gjöf frá Vodafone fylgir með Þín ánægja er okkar markmið iPhone 5 Með stærri skjá en fyrri útgáfur, auk 129.990 kr. 11.990 kr. á mán.* *M.v. 12. mánuði. Við afborgunarverð bætist greiðslugjald, 340 kr. á mánuði. „Ég kom hingað fyrst fyrir sjö árum frá Rúmeníu og spila út um allt. Ég fer á Akranes, er fyrir utan bæði Mosfellsbak- aríin og í Garðabæ hjá Víði ásamt fleiri stöðum,“ segir rúm- enski harmonikkuleikarinn Vasi, sem hefur glatt landann með morgungleði sinni og spilagleði. Vasi er frá bæ í Rúmeníu sem heitir Campulung og er að- eins sextíu kílómetra frá höll Drakúla greifa. Vasi er einmitt að fara þangað í lok mars. „Ég komst til Rúmeníu fyrir 170 evrur. Það er fallegt land, mikið um skóga og fjöll og fallegt landslag. En ríkisstjórnin vill ekki að túristarnir komi, sem er skrýtið.“ Vasi segist hafa spilað um alla Evrópu á harmonikkuna og ætlar að heimsækja bróður sinn sem býr í Danmörku í sum- ar. „Íslendingar fara svo mikið í frí og ég vil ekki túrista. Það er gott fyrir landið ykkar en ekki fyrir mig. 50 krónur eða 100 krónur eru ekkert fyrir Íslendinga en túristar velta því frekar fyrir sér hvort þeir eigi að gefa og gefa minna.“ Vasi með nikkuna fyrir utan Mosfells- bakarí. Alltaf í stuði og alltaf í góðu skapi. Morgunblaðið/Styrmir Kári HARMONIKKUSPILARINN VASI FRÁ RÚMENÍU Magnaður á morgnana Vasi bjó rétt hjá kastala Drakúla greifa í Rúmeníu. „Franskur bolabítur er orðinn hálfgerður tískuhundur í stærri borgum eins og París, New York, Barcelona og fleiri stórborgum því þeir eru svo þægilegir borgar- hundar. Það þarf ekkert að hreyfa þessa tegund mjög mikið. En þær eru glaðari ef maður hreyfir þá og við förum í göngutúr á hverjum degi,“ segir Brynhildur Guð- mundsdóttir listakona sem á hundana Grímu og Veru. „Ég fékk þær báðar sem hvolpa. Þetta eru mjög skemmtileg dýr. Mjög svo, alltaf í stuði og alltaf til- búnar að leika. Ofsalega kröftugir og fjörugir hundar.“ Brynhildur fékk Grímu fyrir þremur og hálfu ári og Veru skömmu síðar. Hún segir að þær séu frábærar í einu og öllu. „Um- hirðan er lítil. Þær fara lítið úr hárum og það þarf lítið að gera. Mig langaði ekkert í hund sem færi mikið úr hárum, þyrfti að baða og fara í endalausar snyrt- ingar. Ég vildi ekkert hárgreiðslu- hund,“ segir hún og hlær. Bryn- hildur segir að þær Gríma og Vera, séu skemmtileg búbót á heimilið og krakkarnir í hverfinu njóti góðs af því að hafa hund í hverfinu. „Margir krakkar í hverf- inu fá að labba með þá. Það slær í gegn en fyrst og fremst eru þær mjög skemmtilegir heimilishundar sem gleðja.“ GÆLUDÝRIÐ MITT Þægilegir borgar- hundar Brynhildur ásamt Grímu og Veru. Morgunblaðið/Golli ÞRÍFARAR VIKUNNAR Lucius Malfoy sem studdi Voldemort í Harry Potter og var pabbi Draco þekktist á síða hárinu - langa vegu. Claudio Miranda fékk ósk- arsverðlaun fyrir Life of Pi. Hann er eins og Andrea með sítt hvítt hár. Andrea Jónsdóttir dagskrárgerð- arkona á Rás 2 er eðaltöffari þekkt fyri sitt síða hár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.