Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Veitingastaður opnaður í rúmlega hundrað ára gömlu húsi á Akureyri »30 Þ að má nota hvaða kjöt sem er í þessa uppskrift en við ákváðum að nota andabringu. Þetta er bragðgott sal- at sem auðvelt er að stækka upp og nota sem aðal- rétt eða sem hluta af hlaðborði í fermingar- eða skírnarveislu. Eitthvað sem allir borða. Svo er þetta mjög einföld matreiðsla. Jón og Gunna geta alveg gert þetta,“ seg- ir Matthías Þórarinsson, einn af fréttamönnum freisting.is. Freisting.is er fréttamiðill þar sem fagmenn í mat skrifa um og taka myndir af mat. Síðan er vinsæl meðal fagfólks og áhugafólks um matargerð. Síðan er unnin af áhuganum ein- um saman, engin laun, bara sjálfboðavinna. „Við erum með uppskriftasíðu og þar má finna fjöldann allan af uppskriftum. Svo förum við á veitingastaði og dæmum þá. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig úti á landi.“ Fókusinn á síðunni er á veitingahús, bakarí, kjötvinnslu eða hvað sem er. Allt sem tengist mat fer þar inn. „Við erum með útsendara í Skandinavíu sem senda okkur efni og við reynum að fylgjast með fagkeppnum erlendis. Síðan er því alltaf að stækka. Við ætlum að taka upp nýtt kerfi innan skamms, Smári Valtýr Sæbjörnsson er vefstjóri síðunnar, búsettur í nafla Reykjaness, Sandgerði, og hann ætlar að reyna að koma með nýtt útlit í byrjun apríl. Freist- ing.is er því að ganga í gegnum breytingar og það verður meira líf á síðunni. Tenging við Instagram og fleira skemmti- legt. Þannig að það er ekki bara kveikt á ofninum, það er líka kveikt á síðunni. Morgunblaðið/Kristinn MATTHÍAS OG HINRIK Á FREISTING.IS Vorsalat með vorinu STRÁKARNIR Á FREISTING.IS VORU EKKI LENGI AÐ VIPPA UPP GÓÐU SALATI SEM HENTAR VEL FYRIR PÁSKANA, FERMINGUNA EÐA BARA SEM GÓÐUR KVÖLDVERÐUR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Þetta salat má nota sem forrétt eða sem aðal- rétt eða sem hluta af stærri máltíð. Fimm krydda-andarbringur í vorsalati með fennel, jarðarberjum, rabarbara-pekingsósu og djúpsteiktum skarlottlauk FIMM KRYDDA-ANDABRINGA fyrir 4 2 stk stjörnuanís 2 tsk kardimommur 2 tsk kanill ½ tsk matarsalt 100 g sykur ½ tsk svartur pipar 1 stk andarbringa, ca 400 g, skorið í fitu- röndina, þó ekki í kjötið Aðferð Allt krydd sett í matvinnsluvél og maukað þar til verður að fínu dufti. Berið duftið á lambið og látið standa í 5 mín, steikið í olíu á pönnu þar til fitan verður stökk. Eldið anda- bringuna í ofni á 150 gráðum þar til kjarnhita, 58 gráðum, er náð. Látið kjötið hvíla vel eftir eldun og kólna, skerið þunnt niður í fallegar jafnar sneiðar. Salatið: Notið það ferskasta salat sem þið finn- ið hverju sinni, að sumarlagi mætti nota eitthvað brakandi úr garðinum en við notum það besta sem við fundum í búðinni s.s. súrur, dill, grænkál, klettakál og hreðkur. RABARBARA-PEKINGSÓSA 1 dl góð rabarbarasulta t.d. frá Mömmu- sultum 3 msk Peking Duck-sósa frá Asian Home Gourmet hrært saman og smakkað til með ör- litlum kanil 2 msk djúpsteiktur skarlottlaukur, fæst í Asíu-sérvörubúðum 1 stk fenníka, skorin þunnt með örlitlu borðediki skvett yfir 250 g íslensk jarðarber, frá Silfurtúni ef þau eru á boðstólum, annars erlend Samsetning: Raðið saman salati á fjóra djúpa diska. Setjið rabarbara-pekingsósu og jarðarber á diskana, leggið þunnt skorna andarbringuna yf- ir salatið og toppið með edik-fenníkunni. Vorsalat Matthías Þórarinsson til vinstri ásamt félaga sínum, Hinriki Carli Ellertssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.