Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Side 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Side 47
17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Landfræðilegt vandamál Túpílaka Þau búa saman og leika saman og eru líka saman í hljómsveitinni Túpílökum en þau segja hljómsveitina þó ekki mjög virka um þessar mundir. „Túpílakar eiga við erfitt landfræðilegt vandamál að stríða,“ segir Oddur en þriðji meðlimur tríósins, Sigurður Illugason, býr á Húsavík. Sveitin hefur engu að síður gefið út tvo diska og spilar alltaf fyrir norðan fyrir jól- in og stundum um páskana líka. Til viðbótar er Oddur í Ljótu hálfvitunum. „Þeir eru á hinum endanum á skalanum, svo- lítið ofvirkir. Þegar við vorum búnir að vera til í fjögur ár vorum við búnir að gefa út fjór- ar plötur,“ segir hann og Margrét skýtur inn: „Það eru líka svolítið fleiri hljóðfæraleikarar í því bandi!“ Oddur jánkar því. „Það eru níu í sveitinni og þar semja allir bæði lög og texta og spila á hljóðfæri,“ en hann segir þetta skemmtilegan félagsskap. „Það er grunnforsenda þess að sú hljómsveit sé til. Um leið og þetta hættir að vera gaman þá held ég að hún deyi, það er ekki hagkvæm rekstrareining að vera níu manns í hljómsveit.“ „Það er eins með allt sem við gerum, um leið og það hættir að vera gaman þá hættum við,“ segir hún. „Ég nenni ekki að gera eitt- hvað sem mér finnst ekki skemmtilegt,“ en þessi stefna virðist hafa virkað. Þau útskýra að lausráðnir leikarar viti oft ekki hvað þeir verði að gera meira en þrjá mánuði fram í tímann. Vinnan í Stundinni okk- ar er samt til aðeins lengri tíma en þar er gerður samningur til eins árs í einu en hann rennur út í næsta mánuði. Og hefur Margrét áhuga á því að halda áfram sem Skotta? „Já, guð minn góður. Ég held að þetta sé það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það á ótrúlega vel við mig að vera í þessu,“ segir hún en vinnan við Stundina okkar er einhvern veginn eðlilegt framhald af því sem þau hafa verið að gera áður, en reynir samt á aðra hæfileika í fari Margrétar. „Ég ætlaði aldrei að skrifa neitt, við áttum reyndar að gera það í skólanum en mér fannst ég vera fyrst og fremst leikari sem ætti að leika það sem aðrir skrifa. Núna er ég hins- vegar komin í vinnu við að skrifa og hef kom- ist að því að mér finnst það ofsalega gaman og það gengur mjög vel.“ Taka vinnuna með heim En hvernig skyldi heimilislífið vera hjá þessu skapandi fólki? „Það hefur alltaf gengið vel. Stundum myndi kannski einhver fluga á vegg vilja loka okkur inni þegar það verða til allskonar undarlegir karakterar við eldhúsborðið, eða þegar við för- um að syngja og dansa í stofunni. En einhvers staðar verður öll þessi sköpun að byrja. Það er oft sagt við fólk sem vinnur saman og er líka par að það eigi að skilja vinnuna eftir í vinnunni en við gerum það ekki. Vinnan er alltaf með okkur. Við förum úr einu í annað og það hefur aldrei verið neitt vesen. Þetta hefur alltaf gengið. Við rífumst til dæmis ekki mikið, við erum ekki svoleiðis fólk,“ segir Margrét. „Oddur skiptir ekki mikið skapi og er frekar glaðlyndur maður. Mér finnst hann svo skemmtilegur og honum finnst ég skemmtileg. Við erum ekki búin að gifta okkur og ekki trú- lofuð þó við séum búin að vera saman í átján ár. En við keyptum okkur íbúð í haust og það er stórt skref fyrir fólk sem er aldrei að gera það sama lengi í einu.“ Morgunblaðið/Ómar * Þegar Margrét varkrakki tók hún ekkiupp vinsældalista Rásar 2 heldur Útvarpsleikhúsið á Rás 1 og hlustaði á spólurnar aftur og aftur. M argrét og Oddur starfa innivið á veturna í leikhúsinu og úti á sumrin en þá vinna þau óvenju- lega vinnu. „Á sumrin störfum við í torf- og grjóthleðslu. Ég er búinn að vera að starfa við þetta núna í um tuttugu ár. Það voru tveir gamlir menn í sveitinni sem kunnu þetta og ég fór að vinna með þeim,“ segir Oddur sem meðal annars hefur farið til Grænlands í hleðsluvinnu en hann tók þátt í gerð Þjóðhildarkirkju. „Þeir eru báðir látnir, blessaðir,“ segir Oddur um lærimeistara sína úr sveitinni. „Hann stóð einn eftir og réð mig,“ segir Margrét, sem hefur unnið við þetta á sumrin frá 2008. Skýr verkaskipting hjálpar til „Við vinnum saman allt árið og búum saman. Geri aðrir betur,“ segir Oddur. „Við höfum svo ólík áhugamál þennig að þegar við erum í hleðslunni ræður hann og þegar við erum í Stundinni okkar þá ræð ég,“ segir hún en skýr verkaskipting hjálpar til við að láta hlutina ganga upp. „Maður á aldrei að hafa vit fyrir þeim sem hefur meira vit en þú,“ segir Oddur. Þau hafa unnið verk fyrir húsafriðunar- nefnd og Þjóðminjasafnið og minjasöfnin. Þau hafa hlaðið veggi fyrir einstaklinga. Síð- ast en ekki síst hafa þau eytt mörgum sumr- um í að endurhlaða Hraunsrétt í Aðaldal. „Þar er alltaf gott veður,“ segir Oddur. Síðan gerðu þau stórt verkefni í Dimmu- borgum á vegum Landgræðslunnar en það er hlaðni veggurinn sem afmarkar bílastæðið. Það er sannarlega dæmi um arkitektúr sem fellur inn í landslagið. Þau útskýra að þetta sé allt gert í höndunum og taki „óend- anlega langan tíma“. Eruð þið þá þolinmótt fólk? „Já, þegar kemur að þessu,“ svarar hann. „Það er gaman að vinna í leikhúsinu, þú æfir og sýnir en eftir nokkrar vikur er allt horfið sem þú gerðir. Þarna stendur hins- vegar eitthvað eftir,“ segir Oddur um hleðsluvinnuna. Að faðma torf í rigningu er ekki gaman „Það er dásamlegt að geta verið úti allan daginn,“ segir Margrét og bætir við að það hafi verið „sól uppá hvern einasta dag síðasta sumar“. Hún segir líka vinnuna ólíka eftir verkefnum og að hún sé aldrei eins. Hún segir að hún sé gjarnan öll í steinryki í vinnunni og vopnuð ýmsum beittum áhöld- um, þegar hún er að höggva steinana til. Fólk furði sig oft á því að sjá konu í þessari vinnu. Einn ferðamaður sagði við hana að heima hjá honum hefðu þau fanga í svona vinnu. Mar- grét var skjót til svara: „Þú veist ekkert hvað ég hef gert!“ Maðurinn tók eitt skref til baka. „Það er geggjað að geta verið úti á sumrin og inni á veturna. Þetta er reyndar eins and- styggileg vinna í vondu veðri og hún er góð í góðu veðri. Að faðma torf í rigningu er ekki gaman,“ segir Oddur. Margrét vígaleg í hleðslugallanum vopnuð réttu græjunum. Inni á veturna og úti á sumrin „Maður á aldrei að hafa vit fyrir þeim sem hefur meira vit en þú,“ segir Oddur. Margrét og Oddur hafa eytt mörgum sumrum í að endurhlaða Hraunsrétt í Aðaldal.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.