Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 38
skemmtilegasti hönnuðurinn er auðvitað Guðmundur Jörunds- son. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Eric Cantona, Jarvis Cocker og Christian Bale eru allir miklir töffarar. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Mitt helsta mottó er að kaupa ekki lélega vöru úr lélegum efnum. Mér finnst miklu skemmtilegra að eiga færri vandaðar flíkur en hrúgur af einhverju drasli. Þetta á sérstaklega við um skó. Þá fyrst er maður raunverulega að spara, þótt það hljómi mótsagnakennt. Alltaf að kaupa randsaumaða skó úr gæðaleðri. Síðan þegar sólinn klárast lítur maður bara til Þrá- ins á Grettisgötunni og hann reddar málunum. Vandaðir skór endast manni ævina. Svo mæli ég með því að menn kaupi sér eitthvað sem reynir aðeins á feimnina – eitthvað sem er pínu ögrandi og öðruvísi. Óþarfi að fara alla leið í trúðslátum en það er svo leiðinlegt eitthvað að eiga fullan skáp af mismun- andi gráum jakkafötum. Félagar mínir í lögfræðistéttinni mættu taka þetta til sín og poppa sig aðeins upp. Virðulegt er ekki það sama og leiðinlegt. 12. Hvert væri þitt eftirlætistískutímabil Það er tíundi áratugur 19. aldar. Allt fallegt má á einhvern hátt rekja til þessa tíma – enda tímabilið kallað La Belle Époque. Þá var mikil velmegun í Evrópu og listir hafa sennilega aldrei verið í jafnmiklum blóma. Herratískan á þessum tíma var alveg geggjuð. Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Ætli það sé ekki gamli Orvis-veiðijakkinn minn sem lifði mörg sumur þegar ég var að vinna sem leiðsögumaður. Hef ekki fundið jafngóðan veiðijakka síðan. Síðan verð ég að nefna græna Cacharel- ullarblazerinn sem foreldrar mínir keyptu handa mér þegar ég var barn. Ég mætti í honum í allar afmælisveislur, stífgreiddur með þverslaufu og í flauelsbuxum, og gat ekki skilið af hverju sumir gestir voru í jogginggalla. En þau verstu? Peysa úr H&M. Ég gat bara verið í henni einu sinni og það sem verra er að í dag get ég ekki sagt að ég hafi aldrei verslað í H&M. Hvar kaupir þú helst föt? Það er mjög tilviljunarkennt. Hér heima versla ég mest í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. Í starfi mínu sem lögfræð- ingur er ég alltaf í jakkafötum í vinnunni og þau hef ég oftast keypt í Herragarð- inum. Þetta mun augljóslega breytast nú í mars þegar verslun JÖR by GUÐMUNDUR JÖR- UNDSSON verður opnuð. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Verslun súkkulaðimeistarans Pierres Marcolinis í Brussel – stórkostleg verslun. Þessi snillingur ger- ir besta súkkulaði í heimi og hver biti er ævintýri. Ég heimsótti reyndar líka verslun hans í Tókýó og hún var ekki miklu síðri. Í fötum er það Dior- höllin í Ginza í Tókýó og svo er alltaf gaman að koma í Paul Smith-búðina í Covent Garden. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Já, já, þar er af nógu að taka. Ég var til dæmis með hring í eyranu í fermingunni minni, móður minni til mikillar ánægju. Síðan eru sennilega inn- an við tíu ár síðan ég lét á einhvern ótrúlegan hátt plata mig í spray-tan. Það var stórkostlegt gáleysi og niðurlægjandi. Ég var eins og ég væri tússaður í framan. Allt sem tengist gervibrúnku er augljóslega í öllum tilvikum tískuslys. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Það er einkum þrennt. Ég er mikill efnaperri og kaupi bara föt úr vönduðum efnum – engin gerviefni. Síðan er það sniðið sem er aug- ljóslega lykilatriði. Að vera í illa sniðnum fötum er auðveldasta leiðin til að líta illa út. Að lokum þarf síðan að vera smá tíska og stemning í fötunum, hvort sem hún er töff, krúttleg eða fáguð. Föt verða skelfilega leiðinleg ef það er ekki einhver smástemn- ing í þeim. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Hann er frekar einfaldur. Ég er mikið í jakkafötum og er kannski aðeins of fastur í að hafa þau hefðbundin og fylgja „reglum“ í litasamsetningum – sem þýðir þó ekki að maður þurfi að velja leiðinlega liti. Ég geri lítið af því að bæta einhverju óvæntu við múnderinguna eins og strigaskóm við jakkaföt. Hver múndering þarf að mynda góða heild. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Karl Lagerfeld er auðvitað mikill meistari og varla hægt annað en nefna hann. Mér finnst Kris Van Assche líka vera að gera hrika- lega flotta hluti bæði hjá Dior og undir sínu merki. En Gunnar hefur nóg fyrir stafni en lítur alltaf vel út. Morgunblaðið/Ómar GUNNAR ÖRN PETERSEN, FRAMKVÆMDASTJÓRI JÖR Þarf að mynda góða heild GUNNAR ÖRN VEKUR MIKLA EFTIRTEKT FYRIR AÐ VERA SMEKKLEGA TIL FARA. HANN VAR AÐ STOFNA FATAMERKIÐ JÖR BY GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON MEÐ VINI SÍNUM GUÐMUNDI JÖRUNDSSYNI FATA- HÖNNUÐI. ÞESSA DAGANA ERU ÞEIR AÐ VINNA AÐ OPNUN VERSLUNAR Á LAUGAVEGI 89. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is David Beckham var með eyrna- lokk. Tók hann úr eins og Gunnar. Gunnar er framkvæmdastjóri JÖR sem opnar innan skamms og karl- tískuheimurinn bíður spenntur. Gunnar er mikill aðdá- andi Erics Cantona. Finnst hann vera töff. Gunnar segist vera aðdáandi Karls Lagerfelds. *Föt og fylgihlutir Áður en við vitum af verður orðið nógu heitt í veðri fyrir blússur, vesti og toppa »40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.