Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Síða 15
dómum, en reyndar er það þann- ig hér í Noregi, að þegar fólk fréttir að hann eigi íslenska konu er eins og það sé talið honum til álitsauka. Norðmenn hafa miklar mætur á okkur Íslendingum. Þar að auki kemur hann frá allt öðr- um heimi og hefur önnur gildi og annað verðmætamat en við þessi vestrænu og norrænu. Hann talar ekki önnur tungumál en spænsku og ég var algjörlega mállaus á því tungumáli og í því felast ákveðnir erfiðleikar fyrir konu eins og mig sem á venjulega ekki í vandræðum með að tjá sig. Ég hef kannski ekki alveg getað ver- ið ég sjálf í þessu sambandi því til þess þyrfti ég að hafa algjört vald á spænsku. Það bjargar þessu að maðurinn minn er mikill rólegheitamaður. Spænskukunn- áttan mín batnar þó alltaf sem betur fer.“ Ekki hægt að segja neitt Þú nefndir fyrri hjónabönd þín hér fyrr í viðtalinu. Fyrrverandi eiginmaður þinn, Sigmar B. Hauksson, lést nýlega eftir skammvinn veikindi. Hittirðu hann í veikindum hans? „Á slíkum stundum er erfitt að vera langt í burtu og ég var ekki mönnum sinnandi. Sonur okkar var með pabba sínum í þessum veikindum og hugur minn var svo mikið hjá þeim feðgum að það yfirtók allt. Þegar ljóst var að þetta var bara spurning um nokkra daga dreif ég mig heim til Íslands því sonurinn ákvað að gifta sig á spítalanum svo pabbi hans gæti verið viðstaddur at- höfnina. Það er skrýtið að kveðja fyrrverandi eiginmann sem ég var gift lengi. Allt í sambandi við þessi veikindi hans gerðist svo snöggt að ég átti erfitt með að trúa því að þetta væri raunveru- lega að gerast. Ég sá Sigmar áð- ur en hann dó en við töluðum ekki sérstaklega um það að hverju stefndi. Hvað gat ég sagt? Hann vissi að hann væri að fara. Allir vissu það. Það var ekki hægt að segja neitt. Hann var viku á spítala og dó þar.“ Síðustu ár í lífi þínu hafa ein- kennst af miklum breytingum: ný lönd, nýtt starf, nýr maður. „Í þrjú ár hefur líf mitt verið 20 kílóa ferðataska. Það er þægi- legt að búa í ferðatösku. Þá get- ur maður alltaf tekið sig upp og farið. Það er svo ótrúlegt hvað maður kemst af með lítið. Ég ræð hvert ferðinni er heitið. Ég sakna einskis og veit að ég get sjálf ráðið lífi mínu. Mér hefur alltaf fundist ég geta allt. Það hefur fremur háð mér að finna út úr því hvað ég eigi að gera. Ég er sátt og vildi ekki vera stödd annars staðar í lífinu en ég er núna. Erfiðast er að vera í burtu frá barnabörnum og fjöl- skyldu. Ég vildi samt ekki vera á sama stað fyrir og eftir hrun! Ég hefði ekki viljað missa af þessu ævintýri að búa í fjarlægu landi, kynnast annarri menningu og fólki, læra nýtt tungumál – og nýr maður var svo bónus.“ Helga Thorberg. Ég sakna einskis og veit að ég get sjálf ráðið lífi mínu. Mér hefur alltaf fundist ég geta allt. Morgunblaðið/Ásdís 17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Úrval - gæði - þjónusta Allt fyrir gluggana á einum stað Mælum, sérsmíðum og setjum upp Bæjarlind 16 Kópavogur Sími 553 7100 www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 laugardaga 11 - 16 SUPREM deluxe SVEFNSÓFI PÁSKATILBOÐ BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI EXTRA ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA SVEFNBREIDD 140x200 CM RÚMFATAGEYMSLA Í SÖKKLI TILBOÐSVERÐ KR. 149.900 RECAST SVEFNSÓFI BREYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI ÞYKK OG GÓÐ SPRINGDÝNA SVEFNBREIDD 140x200 CM RÚMFATAGEYMSLA Í SÖKKLI TILBOÐSVERÐ KR. 129.900VERÐ KR. 149.800VERÐ KR. 169.800

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.