Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.3. 2013 Helgi Þórsson myndlistarmaður opnar sýn- ingu á nýjum verkum í sýningarrýminu Kunstschlager á Rauðarárstíg 1 á laugardag klukkan 20. Sýninguna kallar hann „Die Kat- zen Musikale“. Helgi hefur verið mikilvirkur við sýningahald á undanförnum árum, heima og erlendis. Á þessari sýningu vinnur hann með ljós og liti á nýjan hátt og lofar að sýn- ingarrýmið muni gjörbreytast í meðförum hans. Helgi fæddist árið 1975 og nam myndlist í Hollandi. „Ég er glysgjarn og hrifinn af miklu og nokkuð yfirþyrmandi skrauti,“ sagði hann við blaðamann þegar sýning á nýjum verkum hans var opnuð í Arion banka á dögunum. HELGI ÞÓRSSON SÝNIR LJÓS OG LITIR Listamaðurinn við málverk eftir sig. Helgi Þórs- son hefur sýnt víða á undanförnum árum. Morgunblaðið/Ómar Caput-hópurinn, sem hér er, kemur fram ásamt Zelinsky/ Smeyers og Andreu Gylfadóttur. Tónleikagestir á 15:15-tónleikum í Norræna húsinu klukkan 15.15 á sunnudag munu heyra þýsk-íslenska tónlist. Caput-hópurinn kemur fram ásamt Andreu Gylfadóttur söng- konu og klarinettdúóinu Zelinsky /Smeyers. Efnisskrá tónleikanna er byggð á efnisskrá tónleika sem Caput-hópurinn hélt ásamt Beate Zelinsky og David Smeyers klarin- ettdúóinu fyrir þýska útvarpið ARD í Köln árið 2009 með þýsk-íslenskri tónlist. Andrea mun á tónleikunum „frumsyngja“ verkið „Ísland“ eftir Atla Heimi Sveinsson, við ljóð Noru Gomringer, og klarinettdúóið mun meðal annars flytja „Orgoras speaks“ eftir Atla Ingólfsson, auk annarra verka sem eru á efnisskránni. CAPUT OG KLARÍNETTUDÚETT ÞÝSK-ÍSLENSKT Samhliða tónsmíðum og sellóleik hefur Hafliði Hall- grímsson sinnt myndlist um langt árabil. Sýning á verkum Hafliða frá síðustu árum, máluðum á tré og prentuðum, verður opnuð í Studio Stafni í Ingólfsstæti klukkan 14 á laugardag. Sýninguna kallar Hafliði „Litróf og hljómhvörf“. Verk Hafliða opinberast víða þessa dagana því á fimmtudagskvöldið var frumflutti Sin- fóníuhljómsveit Íslands nýtt tónverk hans, „Draumasinfóníu“. Hafliði hélt fyrstu einkasýninguna í Hótel Varðborg á Akureyri árið 1967. Á áttunda áratugnum sýndi hann tvisvar í Húsinu í Reykjavík en svo liðu allmörg ár þar til hann sýndi aftur, 1992. Síðan hefur hann sett upp nokkrar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum hér heima og á Englandi. TÓNSKÁLDIÐ SÝNIR MYNDVERK MYNDIR HAFLIÐA Hafliði Hallgrímsson Skömmu áður en afi minn lést fyrir fjórum árum heimsótti éghann til Úkraínu og þá brýndi hann fyrir mér að ég mættialdrei gleyma rótum mínum og að ég ætti að vera stolt af þeim. Markmið mitt með tónleikunum er að deila menningararfi mín- um með Íslendingum,“ segir Alexandra Chernyshova um tónleikana Stúlka frá Kænugarði sem hún heldur í Kaldalóni í Hörpu í dag, sunnudag, kl. 17. Alexandra hefur búið og starfað hérlendis sl. ára- tug og stofnaði m.a. Óperu Skagafjarðar árið 2006 og Draumaraddir norðursins árið 2008 þar sem hún er listrænn stjórnandi. Píanóleikari tónleikanna er Jónína Erna Arnardóttir, en kynningin er í höndum Guðrúnar Ásmundsdóttur leikkonu. Á efnisskránni eru úkraínsk þjóðlög frá 16. til 18. öld í útsetningu þekktra úkraínskra tónskálda frá 19. og 20. öld. „Auk þess mun ég syngja aríu úr óp- erunni Natalka Poltavka eftir eitt þekktasta tónskáld Úkraínu, Mi- kola Lisenko, sem í óperunni vinnur með þjóðlagaarfinn,“ segir Alex- andra, en fyrrnefndur afi hennar, Rodion Efimenko, var þekktur kvikmyndagerðarmaður í Úkraínu sem kvikmyndaði óperuna 1978. Þess má að lokum geta að Alexandra hyggst ekki aðeins næra andann heldur einnig efnið, því að tónleikum loknum gefst tónleika- gestum kostur á því að fá sér þjóðarrétt Úkraínu, rauðrófskjötsúpu sem flestir þekkja sem undir heitinu borch. silja@mbl.is STÚLKA FRÁ KÆNUGARÐI Stolt af rótum sínum „Svartur er litur dauðans, hvítur litur lífsins og rauður litur ást- arinnar,“ segir Alexandra Chernyshova sem á tónleikunum mun klæð- ast sérsaumuðum kjól sem er í anda þjóðbúnings frá Úkraínu. Ljósmynd/Jón Hilmarsson ALEXANDRA CHERNYSHOVA SYNGUR ÚKRAÍNSK ÞJÓÐLÖG Í KALDALÓNI Í HÖRPU Í DAG KL. 17 Menning V erkin mín eru íslensk því ég er íslensk. Og ég er aldrei að end- urskapa náttúru heldur vinn ég eins og náttúran,“ segir Bryn- hildur Þorgeirsdóttir myndlist- arkona. Við erum á rúmgóðri vinnustofu hennar í Staðahverfinu og hún er að kynna stórt og metnaðarfullt umhverfislistaverk sem hún hefur unnið að síðan í fyrra, fyrir nýtt hverfi við borgina Alingsås í Suður- Svíþjóð. Hverfið kallast Stadsskogen og verkin setur Brynhildur upp á og við torg nærri leikskóla, grunnskóla og samkom- umiðstöð hverfisins. Með okkur á vinnustofunni er Christina Nilroth, heiðurskonsúll Svíþjóðar hér á landi, en í ljós kemur að hún hafði milli- göngu um að Brynhildi var falið að vinna þetta mikla og vissulega óvenjulega verk- efni. Í tilkynningu frá Alingsås er verkunum sem Brynhildur vinnur að lýst sem hörðum, mjúkum og geómetrískum skúlptúrum sem vísa í ýmis landslags- og náttúruform. Haft er eftir henni að þetta sé „umhverfislist fyr- ir framtíðina“. Christina Nilroth hefur komið ótal sinn- um hingað til lands og segist fyrst hafa kynnst verkum Brynhildar á stórri sýningu hennar í Listasafni Reykjavíkur árið 2005. Í kjölfar þess sá hún til þess að verk eftir hana voru á sýningu í Stokkhólmi þá um haustið, með verkum annarra íslenskra listamanna. „Ég hafði oft sagt við Brynhildi að við ættum eftir að vinna meira saman og svo kom að því að kona ein í Gautaborg spurði mig hvort ég vissi um einhvern Íslending sem gæti skapað áhrifamikil útilistaverk.Ég vissi um þann rétta og sýndi henni bókina um list Brynhildar,“ segir Christina. Sú sem hafði spurt var að undirbúa að verk yrðu sett upp í hinu opinbera rými í Stadssko- gen, en þar eins og hér er opinber listskreytingasjóður og fast hlutfall af fram- kvæmdafé fer í listskreytingar. Þarna þurfti hinsvegar ekki að halda samkeppni og fram- kvæmdaaðilum leist strax vel á verk Bryn- hildar, og ekki síður frumtillögur hennar. „Starfið er hafið þarna í skólunum og hverfið er allt að verða tilbúið; þetta á að verða eitt framsæknasta íbúðahverfi á Norðurlöndum, hvað hönnun og sjálfbærni varðar,“ segir Brynhildur. „Ég trúði Christinu auðvitað ekkert í byrjun þegar hún sagðist ætla að sjá til þess að ég fengi verkefnið.“ Hér grípur Christina brosandi fram í fyr- ir henni og segir: „Verkin þín passa full- komlega inn í þetta umhverfi. Þau eiga að vera þarna …“ „Fólk hefur oft talað fallega um verkin mín, sem er ánægjulegt, án þess að það skili einhverju öðru,“ segir Brynhildur þá. „En hún rak á eftir því að ég sendi upplýs- ingar um mig út, og hugmyndir, og svo leið tíminn og ég var eiginlega búinn að gleyma þessu. Svo boðaði Christina mig á fund á Þjóðminjasafninu og sagði spennt: Nú erum við bara einu bréfi frá því að fá verkefnið! Ég sagði: ha? hvaða verkefni? Og hún sem var búin að leggja mjög hart að sér að tryggja mér verkið,“ segir Brynhildur og hlær. „Já, það er satt,“ tekur Christina undir þau orð. „Ég lagði mikið á mig við að tryggja að þetta gengi.“ BRYNHILDUR ÞORGEIRSDÓTTIR VINNUR AÐ VIÐAMIKLUM ÚTILISTAVERKUM Íslenskir skúlptúrar í sænsku hverfi YFIRVÖLD Í SÆNSKU BORGINNI ALINGSÅS VÖLDU BRYNHILDI ÞORGEIRSDÓTTUR TIL AÐ VINNA ÚTILISTAVERK Í NÝTT OG VEL HANNAÐ HVERFI. VERKUNUM ER LÝST SEM UMHVERFISLIST FYRIR FRAMTÍÐINA. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Brynhildur og Christina Nilroth í vinnustofu Brynhildar þar sem frumgerð eins skúlptúrsins er að taka á sig form. Nilroth hafði milligöngu um að Brynhildur fengi þetta mikla verkefni í Svíþjóð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.