Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.03.2013, Blaðsíða 59
17.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Sleppa engu fyrir sleggju og skinn. (11) 4. Tímabil pissa í vatn. (8) 8. Hvetja brálaða menn með rétti. (10) 10. Skinn nær að vara og þjóta. (7) 12. Flúði til skiptis frá rotnun. (3) 14. Sá sem hefur færnina fær peningana. (8) 15. Nokkur stykki stráka þvælast á lista. (9) 16. Einlit þvælist vegna sóknar í ákveðna átt. (6) 17. Gyllt kinn er meiri að sögn. (5) 18. Verða ill dýr oft að bjöllu? (9) 20. Smíðatól úr góðmálmi verðskulda hrós. (10) 23. Búið til listaverk fyrir óduglegar á svæðinu. (11) 25. Tvöfalt sárið í tónbilinu. (8) 28. Alltaf meiddir með tækin. (8) 30. Brauð eða niðursaxað grænmeti. (8) 32. Hryggi húðarlausan með andúðarstunu út af óttaleysi. (6) 33. Maður kenndur við svörðinn fær sérstakt lyf. (8) 34. Tau gaf af sér ruma sem eru með líffræðilega einingu. (10) 35. Ekki lifandi hár hrökk við. (7) 36. Píla hæfir dasaðar og lúnar. (10) LÓÐRÉTT 1. Sé heilagan Einar og lít kristal án miðju. (9) 2. Fegra sæta með dýri. (7) 3. Hættulegur bolli í glæp. (7) 5. Páfakóróna glitrandi af sérstökum titti. (7) 6. Skyldmenni mannætna? (7) 7. Aspir í norðri gefa af sér lyf. (7) 9. Tjón á sólguði truflaði. (7) 10. Bindi klæði sleips. (7) 11. Skítur kemur til auðra að endingu frá þægilegum á sérstakan hátt. (10) 13. Söngur um suður Akranes og spámann. (7) 19. Ís sem er ekki á hreyfingu til hræsnara. (7) 21. Ýr dregur aftur úr veiðistað á svæðinu. (10) 22. Kostnaðarsamur kemur að sorgum með skepnu. (11) 23. Fer brydduð til þeirrar sem lýst er sem ósveigjanlegri. (9) 24. Gírug með topp flækist á stað uppi á fjalli. (9) 26. Ekki lifði það sem var flutt af fræðimanni. (6) 27. Ríkarður án þess að verða miskunnsamur. (10) 29. Form tíu af sterkum. (8) 31. Róta einhvern veginn í kringum murtuna. (7) Magnús Carlsen er sigurstranglegastikeppandinn í áskorendamótinu semhófst á föstudaginn í London. Átta stórmeistarar tefla tvöfalda umferð og sig- urvegarinn öðlast rétt til að skora á heims- meistarann Anand. Magnús er nálega 100 elo- stigum hærri en Anand, og fara þarf aftur til ársins 1971 til að finna jafn mikinn stigamun á heimsmeistara og áskoranda sem þá var Bobby Fischer. Aðstaða Magnúsar nú er ekki ósvipuð þeirri sem Fischer var í á karabísku eyjunni Curacao árið 1962 þegar átta skák- menn tefldu fjórfalda umferð og megnið af andstæðingum hans voru „Rússar“. Eftir- málar þess móts kristölluðust í frægu viðtali Fischers við Sports Illustrated: „Rússarnir svindla í skák“. Áskorendakeppninni var þá breytt og tekið upp einvígisfyrirkomulag. Þó „dreifðir“ séu í dag eru aðrir keppendur en Magnús frá gömlu Sovétlýðveldum: Armeninn Aronjan, Rússarnir Kramnik, Svidler og Grit- sjúk, Hvítrússinn Gelfand sem teflir í dag fyr- ir Ísrael, Úkraínumaðurinn Ivantsjúk og Aserinn Radjabov. David Bronstein vann réttinn til að skora á Botvinnik heimsmeistara eftir fyrsta áskor- endamótið í Búdapest árið 1950. Aðrir sig- urvegarar þessara móta fram til ársins 6́2 voru Smyslov, Tal og Petrosjan. Magnús Carlsen er fyrsti Norðurlandabúinn sem á raunhæfa möguleika á heimsmeistaratitlinum. Bent Larsen hefði sennilega mótmælt þessari fullyrðingu. Af 100 síðustu kappskákum sem Magnús hefur teflt hefur hann tapað einni. Hann virðist ekki reiða sig mikið á tölvuund- irbúning og kemur andstæðingum yfirleitt hressilega á óvart í byrjun tafls. Aðalstyrkur hans liggur í frábærri endataflstækni og mikl- um sigurvilja. Frægð hans í Noregi og víðar jókst gífurlega þegar Magnús kom Íslands ár- ið 2004, gæddi sér á hnetum og drakk appels- ínusafa á Reykjavíkurmótinu og síðan á „Reykjavik rapid“ í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Myndefni frá viðureignum hans við Kasparov og Karpov er iðulega notað í umfjöllun um afrek hans í þáttagerð t.a.m. „60 Minutes“. Hæfileikar hans voru þá á allra vitorði en á Aeroflot-mótinu nokkrum vikum fyrr lagði hann einn fremsta stórmeistara Rússa í aðeins 19 leikjum. Leikandi léttur stíll hans í þessari minnti á eitt frægasta undra- barn skáksögunnar, Paul Morphy: Magnús Carlsen – Sergei Dolmatov Hollensk vörn 1. Rf3 f5 2. d3! Skynsamlega leikið gegn Dolmatov sem þekkti allar hefðbundnar leiðir út og inn. 2. … d6 3. e4 e5 4. Rc3 Rc6 5. exf5 Bf5 6. d4 Rxd4 Opnar taflið fullmikið en Dolmatov gast ekki að 6. … e4 7. Rg5 o.s,frv. 7. Rxd4 exd4 8. Dxd4 Rf6 9. Bc4 c6 10. Bg5 b5 11. Bb3 Be7 12. O-O-O Dd7 13. Hhe1 Þetta er allt saman afar einfalt – alveg eins og hjá Morphy! 13. … Kd8 Löng hrókun, 13. …. O-O-O blasti við en eftir 14. g4! Bxg4 15. Hxe7 Dxe7 16. Dxg4+! er hvíta staðan gjörunnin. - SJÁ STÖÐUMYND - 14. Hxe7! Dxe7 Eða 14. … Kxe7 15. He1+ ásamt 16. Bxf6 o.s.frv. 15. Df4! Bd7 16. Re4! d5 Dolmatov gat líka reynt 16. … Hf8 17. Rxd6 h6 en hvítur vinnur með 18. Db4! a5 19. Dc5 Ha6 20. Rb7+ Ke8 21. Dxe7! Kxe7 22. He1+. 17. Rxf6 h6 18. Bh4 g5 19. Dd4! - og Dolmatov gafst upp. Hann gat reynt 19. … Hf8 en taldi stöðu sína vonlausa eftir 20. Rxd5 cxd5 21. Dxd5 ( eða 21. Bxd5 ) Hc8 22. Bg3 o.s.frv. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Allra augu beinast að Magnúsi Carlsen Verðlaun eru veitt fyr- ir krossgátu vikunnar. Senda skal þátt- tökuseðil í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn kross- gátu 17. mars rennur út á hádegi 22. mars. Vinningshafi krossgát- unnar 10. mars er Hrafnhildur Ásgeirs- dóttir, Glaðheimum 26, Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun bókina Ósjálf- rátt eftir Auði Jónsdóttur. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.