Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2002, Page 18

Læknablaðið - 15.11.2002, Page 18
FRÆÐIGREINAR / HENOCH-SCHÖNLEIN PURPURA Fjöldi sjúklinga 30-i 25-1 24 Mynd 5. Nýrnasjúkdómur í Henoch-Schönlein purpura. Flokkur 1. Smásœ blóð- miga með lágmarks prótínmigu. Flokkur 2. Smásœ eða aug- sœ blóðmiga með mikilli prótínmigu. Flokkur 3. Brátt nýrna- bólguheilkenni (nephritic syndrome). Flokkur 4. Nýrungaheil- kenni (neplirotic syndrome). Flokkur 5. Blanda afbráðu nýrnabólguheilkenni og nýrungaheilkenni. 7 4 Flokkar (36,6%) sjúklingar annaðhvort prótínmigu eða blóð- migu á meðan dvöl þeirra á spítalanum stóð. Einn sjúklingur hafði bráða nýrnabilun með kreatínín gildi í sermi 320 pmól/L. Hjá 91 sjúklingi voru nægjanlegar eða áreiðanleg- ar upplýsingar til að meta blóðþrýsting og reyndust 29 þeirra (31,9%) hafa háþrýsting. Af 91 sjúklingi reyndust 20 hafa hækkaðan slagbilsþrýsting (systolic pressure) og hlébilsþrýsting (diastolic pressure). Fjórir sjúklingar höfðu hækkaðan slagbilsþrýsting eingöngu og fimm sjúklingar eingöngu hækkaðan hlébilsþrýsting. Af 101 sjúklingi voru 22 með CRP (C-reactive protein) gildi hærra en 20 mg/L. Hjá 40 sjúklingum voru mæld antistreptólýsin O (ASO) mótefni og reyndust 12 (30%) hafa hækkuð gildi (> 332 U/L). Veirurannsóknir voru gerðar hjá 36 sjúklingum og greindist hækkun mótefna gegn ýmsum mismunandi veirum hjá 14 þeirra (38,9%). Almenn blóðrannsókn við komu sýndi fleiri en 11.000 hvít blóðkorn hjá 46 sjúklingum og deilitalning hvítra blóðkorna staðfesti meira en 30% eitilfrunrur (lymphocytes) hjá 10 þeirra en 24 höfðu meira en 50% kyrninga (granulocytes). Hálsstrok var tekið úr 68 sjúklingum, 27 (39,7%) voru jákvæð fyrir Streptococcus pyogenes (group A (3- hemolytic streptococci). Hjá sex sjúklingum voru mæld immúnóglóbúlín. Hjá fjórum þeirra reyndust niður- stöður mælinganna eðlilegar en hjá einurn sjúklingi mældist hækkað mótefni A (IgA) og hjá einunr mæld- ust lækkuð mótefni G (IgG) og mótefni M (IgM). Sýni voru tekin til rannsóknar á komplementkerfi hjá 34 sjúklingum. Þar reyndust 13 (38,2%) hafa hækkun á C3 og átta (23,5%) höfðu hækkun á C4. Einn sjúklingur (2,9%) hafði lækkað gildi á C3 og einn (2,9%) hafði lækkað gildi á C4. Hjá 25 sjúklingum voru tekin sýni til rannsókna á iktarþætti (rheumatoid factor) og mótefnum gegn kjarnaprótínum (antinuclear antibody). Iktarþáttur var ekki til staðar í neinum sjúklingi en mótefni gegn kjarnaprótínum voru vægt hækkuð hjá þremur af þessum 25 (12%) sjúklingum. Umræða Henoch-Schönlein purpura er algengasti æðabólgu- sjúkdómurinn sem leggst á börn (2, 10, 11). Sam- kvæmt erlendum rannsóknum er algengi sjúkdómsins um 10/100.000 börn á ári (1) og má því má búast við sex til átta tilfellum á íslandi ár hvert. Þetta kemur heim og saman við niðurstöður rannsóknarinnar þar sem 5,9 börn greindust að meðaltali á ári á barna- deildum spítalanna í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að einhver tilfelli á ári komi ekki til kasta þeirra heldur hafi verið meðhöndluð utan sjúkrahúsanna í Reykja- vík. Algengi HSP á íslandi er því að minnsta kosti jafnhátt og í öðrum vestrænum löndum. Athygli vek- ur að skipting milli kynja er jöfn á íslandi en í flestum rannsóknum er HSP algengari meðal drengja (1,5- 2:1) (1,4). Meðalaldur barna við greiningu á HSP virðist lægri á Islandi (5,4 ár) samanborið við niðurstöður frá Virginia-fylki í Bandaríkjunnum (5,9 ár) (1) en sambærilegur við niðurstöður frá Spáni þar sem meðalaldur var 5,5 ár (13). Ef sú tilgáta er rétt að HSP tengist sýkingum er hugsanlegt að tíðnin sem virðist há hér skýrist af því að börn á íslandi fari ung á dagheimili eða leikskóla. Islensk börn eru þannig fyrr útsett fyrir smitsjúkdómum sem líklega eiga ein- hvern hlut að máli. Þrátt fyrir viðamiklar rannsóknir hefur ekki tekist að tengja einn ákveðinn sýkingarvald við meingerð HSP. Meðal þeirra sem oftast hafa verið nefndir eru Streptococcus pyogenes, Mycoplasma, Hemophilus parainfluenzae, Parvoveira (B 19), Adenoveirur, Epstein-Barr veira, Hepatitis B veira, Helicobacter pylori og fleiri (1, 2, 10, 14-17). Rannsókn okkar beindist ekki sérstaklega að ofangreindum sýkingar- völdum en hins vegar skoðuðum við tíðnitölur og árs- tíðarsveiflu HSP og bárum saman við tíðni sýkinga af völdum Streptococcus pyogenes, inflúensu og hlaupa- bólu. Afar erfitt er að meta slík línurit. Þó virðist sem ákveðið samband sé í sveiflum á tíðni HSP og hinna sjúkdómanna. Hins vegar eru mun færri tilfelli af HSP en af hinum sjúkdómunum og engan veginn um tölfræðilega fylgni að ræða. Telja verður í besta falli hugsanlegan möguleika á því að hér sé um orsaka- samband að ræða. Algengast er að HSP greinist hjá börnum á aldrin- um tveggja til fimm ára en með hækkandi aldri dreg- ur úr nýgengi sjúkdómsins. Sú staðreynd að nýgengi er breytilegt eftir aldri gæti endurspeglað þátt sýk- inga í meinmyndun en eftir því sem börnin eldast og öðlast mótefni gegn sífellt fleiri sýkingarvöldum fá þau færri sýkingar og um leið dregur úr nýgengi HSP. A Islandi virðast flest tilfellin greinast í febrúar, mars og apríl og gæti það endurspeglað flensufaraldra, 810 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.