Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Síða 46

Læknablaðið - 15.11.2002, Síða 46
S M A S J A I N Vitundarvakning um ristilkrabbamein Hleypt hefur verið af stokkunum fræðsluátaki sem ber yfirskriftina Vit- undarvakning um ristilkrabbamein. Að því standa Félag sérfræðinga i meltingarsjúkdómum, landlæknir og Krabbameinslelagið og felst það með- al annars í útgáfu tveggja bæklinga, annar er ætlaður heilbrigðisstéttum og verður dreift á heilbrigðisstofnun- um en hinn er ætlaður almenningi og verður honum dreift í hús á næstu vikum. Ristilkrabbamein er þriðja al- gengasta krabbamein á Islandi og önnur algengasta dánarorsök af þeim völdum. Árlega greinast að meðaltali 110-120 tilvik hér á landi og er ný- gengi svipað hjá konum og körlum. Nýgengi er lágt meðal fólks undir fimmtugu en fer síðan vaxandi. Á hverju ári deyja 40-50 manns af völd- um ristilkrabbameins. Þetta krabbamein hefur þá sér- stöðu að vera með greinanlegt, góð- kynja forstig og er því mikilvægt að upplýsa almenning um einkennin og hvernig hægt er að fylgjast með þeim. í könnun sem gerð var árið 2000 meðal fólks á aldrinum 17-75 ára kom í ljós að tæplega helmingur að- spurðra vissi um fyrstu einkenni rist- ilkrabbameins og einungis helmingur þeirra sem hafði greint blóð í hægð- um hafði leitað sér meðferðar. Á hinn bóginn kom í ljós mikill áhugi á fræðslu um sjúkdóminn og nú er ætlunin að svala þeirri þörf. Auk bæklinganna verða birtar greinar og auglýsingar í blöðum með upplýsing- um um ristilkrabbamein. Á blaðamannafundi þar sem átak- ið var kynnt spunnust nokkrar um- ræður um fjöldaskimun þeirra sem teljast vera í áhættuhópi vegna ristil- krabbameins en forsvarsmenn átaks- ins lögðu áherslu á að slfkt væri ekki á döfinni. Hins vegar ætlar landlækn- ir að skipa starl'shóp til að kanna hvort slík skimun er æskileg eða möguleg. Með henni mælir ýmislegt, svo sem fordæmið frá skimun vegna leghálskrabbameins, en á móti kemur að slík skimun er ákaflega dýr. inu á þann veg að í stað þess að aðildarfélög LÍ séu svæðafélög lækna þá verður félagið nú safn svæðafélaga og þeirra félaga sem kjósa að fara með samningsrétt félaga sinna og hafa fengið umboð þeirra til þess. Tillögurnar voru gerðar undir þeim formerkjum að betra væri „að breyta húsinu frekar en að byggja nýtt“, eins og Jón Snædal komst að orði. Þessi stefna féll vel í kramið þannig að umræður um tillögurnar voru á afar jákvæðum nótum og þótt stöku maður hefði einhverjar at- hugasemdir við þær varð niðurstaðan sú að engar tillögur bárust um að breyta breytingartillögum stjórnar og voru þær því samþykktar einum rómi. Ekki þykir ástæða til að birta lögin með áorðnum breytingum hér í blaðinu þar sem þau voru birt í heild eins og þau eru nú orðin í septemberblaði Læknablaðsins. Traustur hagur félagsins Fundurinn allur var í þessum anda, öll dýrin í skóginum voru vinir og hlýddu á skýrslur um hag félagsins sem er traustur. Voru ekki gerðar miklar athugasemdir við rekstur félagsins og engar stórvægi- legar. Fjórar ályktanir voru samþykktar og eru þær birtar hér. Málþing var að vanda haldið á laugardagsmorgni og var þar fjallað um þrjú málefni: Sigurður Guðmundsson reifaði reglur um skyldur og réttindi lækna sem General Medical Council í Bretlandi hefur sett, Einar Oddsson fjallaði um kynningu lækna á starfsemi sinni í ljósi nýrrar tækni og Arn- ór Víkingsson ræddi um símenntun lækna. Erindi Sigurðar landlæknis eru gerð nokkur skil hér í blaðinu. Eftir hádegi var gengið til kosninga. Úr stjórn gekk Sigurður Kr. Pétursson meðstjórnandi og Oddur Steinarsson sem sat í stjórn fyrir hönd Félags ungra lækna sem ekki á lengur aðild að LI. I þeirra stað voru kjörnir þeir Ofeigur T. Þor- geirsson læknir á Selfossi og Sigurður E. Sigurðsson á Akureyri. Stjórn LÍ fyrir starfsárið 2002-2003 er því þannig skipuð: Sigurbjörn Sveinsson formaður Jón Snædal varaformaður Birna Jónsdóttir gjaldkeri Hulda Hjartardóttir ritari Ofeigur T. Þorgeirsson meðstjórnandi Páll H. Möller meðstjórnandi Sigurður E. Sigurðsson meðstjórnandi Sigurður Björnsson meðstjórnandi frá Sérfræðingafélagi íslenskra lækna Þórir B. Kolbeinsson meðstjórnandi frá Félagi íslenskra heimilislækna. 838 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.