Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Síða 50

Læknablaðið - 15.11.2002, Síða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SIÐFRÆÐI GAGNAGRUNNA Yfirlýsing Alþjóðafélags lækna um siðfræði gagnagrunna Kveðið á um samþykki sjúklings NÚ liggur fyrir yfirlýsing Alþjóðafélags lækna (WMA) um siðfræði gagnagrunna á heilbrigðissviði en hún var samþykkt á aðalfundi félagsins sem hald- inn var í Washington dagana 2.-5. október. Eins og menn muna var það meginefni sáttar sem gerð var á milli Læknafélags Islands og Islenskrar erfðagrein- ingar í ágúst 2001 að leggja ágreining um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði í dóm WMA og bíða niðurstöðu samtakanna. Nú er sú niðurstaða fengin og að sögn Jóns Snœdal varaformanns LÍ sem sat aðalfund WMA er hún á þá lund að ef leyfa eigi þriðja aðila að nota gögn úr sjúkraskrá einstaklings skuli leita samþykkis hans. Petta á við alla aðra nolkun en þá sem snertir beina meðferð sjúklingsins. I forsendum yfirlýsingarinnar er vísað í Helsinki-sáttmálann varðandi upplýst sam- þykki og síðar nánar kveðið á urn hvað það felur í sér þegar kemur að heilsufarsgögnum. „Frá þessu geta verið undantekningar sem gert er ráð fyrir að séu afmarkaðar (under certain conditions), svo sem ef lög leyfa sem að öðru leyti uppfylla ákvæði yfirlýsingarinnar. Ég fæ ekki séð að þessar undantekn- ingar eigi við um íslenska gagnagrunninn enda erfitt að halda fram að svo yfirgripsmikill grunnur geti talist afmarkað tilfelli," segir Jón Snædal. Verður kynnt hagsmunaaöilum Jón segir að þessi yfirlýsing hafi verið lengi í smíðum en kveikjan að henni var umræðan um íslenska gagnagrunninn. „Samtökin skipuðu vinnuhóp til að fjalla um þetta mál og hefur hann starfað vel undir forystu Jims Appleyard frá breska læknafélaginu en hann er verðandi forseti WMA. í hópnum voru full- trúar frá níu löndum og meðal þeirra Tómas Zoega sem hefur verið mjög virkur í starfi hópsins. Ályktun- in hefur tekið miklum breytingum frá því fyrstu drög voru birt og á aðalfundinum var verið að breyta orða- lagi fram á síðustu stund.“ Þegar yfirlýsingin liggur fyrir brennur sú spurning heitast á mönnum hvort hún muni kveða endanlega niður þær deilur sem orðið hafa um gagnagrunninn hér á landi. „Það á eftir að koma í ljós. Við erum reyndar ekki enn búnir að fá í hendur staðfestan endanlegan texta yfirlýsingarinnar en þegar hann kemur munum við láta þýða hann og kynna fyrir helstu hagsmunaaðil- um. Þegar lokadrög yfirlýsingarinnar voru til umfjöll- unar á síðastliðnum vetri sendum við þau til umsagn- ar hjá Persónuvernd, Vísindasiðanefnd, Mannvernd, Islenskri erfðagreiningu, Siðfræðiráði LI og Siðfræði- stofnun Háskóla íslands. Við munum kynna þessum aðilurn endanlegu útgáfuna og þá kemur væntanlega í ljós hvort menn una niðurstöðunni. Við lesum hins vegar um það í fjölmiðlum að upp- setning gagnagrunnsins hafi tafist og að óvíst sé um framtíð hans. Við vitum því ekki hvað verður. En eins og ég sagði fæ ég ekki séð annað en að leita þurfi sam- þykkis við allri notkun upplýsinga og það gildir raun- ar um alla gagnagrunna því yfirlýsingin er mjög víð- tæk og nær til allra gagnagrunna, ekki bara þeirra sem notaðir eru við rannsóknir heldur einnig þeirra sem Tryggingastofnun ríkisins, tryggingafélögin og fleiri halda. Við þurfum að kynna þessum aðilum yfirlýsinguna sem og öllu vísindasamfélagi á heil- brigðissviðinu,“ sagði Jón Snædal. 842 Læknablaðið 2002/88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.