Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Síða 57

Læknablaðið - 15.11.2002, Síða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / OFBELDI WHO: Ofbeldi er heilbrigðisvandamá - Brýnt að taka á heimilisofbeldi því það er undirrót annars ofbeldis í samfélaginu, segir Brynjólfur Mogensen yfirlæknir Ofbeldi er heilbrigðisvandamál - því er slegið föstu í nýútkominni skýrslu frá Alþjóða heilbrigðis- málastofnuninni, WHO. Þar eru þjóðir heims hvattar til að efla forvarnir gegn ofbeldi og flétta þær inn í mennta-, félags- og heilbrigðiskerfi sín. Með því móti geti þær aukið jafnrétti þegnanna, jafnt á sviði félags- mála sem milli kynja. Skýrsluhöfundar áætla að árið 2000 hafi 1,6 millj- ónir manna látist af völdum ofbeldis í heiminum. Þar af féll ríflega helmingur fyrir eigin hendi, rúmlega hálf milljóna manna voru myrtir og 310.000 urðu fórnarlömb stríðsátaka. Af hverjum fjórum fórnar- lömbum ofbeldis voru þrír karlar, stærsti hópurinn sem var myrtur voru ungir karlar á aldrinum 15-29 ára. Tíðni morða á konum var nokkuð jöfn í öllum aldurshópum, eða um það bil fjórar af hverjum 100.000 konum. Það kemur á óvart að sjálfsvígum fjölgar með aldri og hæst er tíðnin meðal karla 60 ára og eldri en þar er hún um 45 af hverjum 100.000. Hins vegar er mikill munur á ofbeldi eftir heimsálfum. 1 Afríku og Ameríku (bæði suður- og norðurhlutanum) eru morð tvöfalt eða þrefalt tíðari en sjálfsvíg en í Evrópu er þessu öfugt farið. Hvað er ofbeldi? Heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi er mjög út- breitt vandamál en skýrsluhöfundar áætla að 57.000 börn hafi látist af völdum kynferðislegs ofbeldis á ár- inu 2000. Fimmta hver kona og allt að tíundi hver karl hefur verið beittur kynferðislegu ofbeldi í æsku og stór hluti kvenna segist hafa orðið fyrir barðinu á ofbeldi af hálfu sambýlismanns eða maka á einhverju skeiði ævinnar. Rannsóknir í 48 löndum sýna að hlut- fall þeirra er æði mishátt, eða frá 10% upp í 69% þar sem mest var. Þá segir í skýrslunni að fjögur til sex af hundraði aldraðra kvarti undan því að vera beittir of- beldi á heimilum sínum og fer það hlutfall vaxandi. í grein sem birtist um skýrsluna í British Medical Journal (1) er vitnað í dr. Etienne Krug, yfirmann slysa- og ofbeldisvarna hjá WHO, sem segir að sum lönd veiji allt að fimm af hundraði landsframleiðslu sinnar til að meðhöndla afleiðingar ofbeldisverka. Hann mælir með því að ofbeldi sé skilgreint sem verk- efni heilbrigðiskerfisins því þá taki heilbrigðisstarf- smenn vandann upp á sína arma en reynslan sýni að al- menningur hlusti frekar á þá en aðra þjóðfélagshópa. En skýrsluhöfundar benda á að erfitt geti reynst að afla þessu sjónarmiði viðurkenningar vegna þess að ekki hefur reynst auðvelt að skilgreina vandann. Viðhorf til ofbeldis sé afar mismunandi milli menn- ingarheima. í skýrslunni er sett fram eftirfarandi skil- greining sem höfundar vonast til þess að sátt geti náðst um: Ofbeldi er vísvitandi beiting líkamlegra yfir- burða eða valds, með hótunum eða beinni vald- beitingu, gegn sjálfum sér, annarri manneskju eða gegn hópi eða samfélagi, sem annaðhvort leiðir til eða er líklegt að leiði til slysa, dauða, sál- rœns skaða, þroskaskerðingar eða annars missis. Karlar í meirihluta meöal fórnarlamba En hvernig er þessum vanda háttað hér á landi? Er hægt að hafa almennilega yfirsýn yfir ofbeldi á Is- landi? Brynjólfur Mogensen yfirlæknir á bráða- og slysasviði Landspítalans hélt erindi á ráðstefnu sem haldin var 22. október síðastliðinn á vegum starfs- hóps um fræðslu- og fíkniefnamál. Þar fjallaði hann um ofbeldi eins og það horfir við starfsfólki spítalans. Brynjólfur birti tölur um komur á Slysadeild í Fossvogi vegna ofbeldis en þær voru alls 4.244 á árun- um 1998-2001. Kynjaskiptingin var þannig að 73% þolenda voru karlar en 27% konur og virðist það ríma nokkuð við tölur WHO sem áður er vitnað til. Um 60% þeirra sem leituðu aðstoðar vegna ofbeldis voru á aldrinum 15-29 ára og um 70% þeirra höfðu orðið fyrir ofbeldi annaðhvort á heimili sínu eða ann- arra eða á skemmtistað. Þar var hlutskipti kynjanna nokkuð misjafnt þvf stærri hluti karlanna hafði meiðst á skemmtistöðum en konurnar höfðu frekar orðið fyrir ofbeldi á heimili sínu eða annarra. Ofbeldið dreifist nokkuð jafnt yfir árið þó greina megi topp í maímánuði og lægð í febrúar. Langflestir höfðu orðið fyrir höggi, eða um 90 af hundraði. 184 höfðu verið stungnir á þessu fjögurra ára tímabili og fer þeim fjölgandi sem fyrir því verða. Slík meiðsl sá- ust vart fyrir 15 árum. Höfuðáverkar eru langalgeng- astir en áverkum á brjósti og kvið fjölgar, einkum vegna þess að æ algengara virðist vera að gengið sé í skrokk á mönnum eftir að þeir eru fallnir í götuna. Langflestir áverkar eru þó minniháttar en í 2% til- vika þurfti að leggja viðkomandi inn og um 1% fór af slysadeildinni í fylgd lögreglu. Tvenns konar ofbeldi algengast Þegar Brynjólfur dró saman niðurstöður af máli sínu voru þær helstar á þann veg að tveir algengustu flokkar ofbeldis eru annars vegar það sem beitt er á Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2002/88 849
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.