Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.2002, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.11.2002, Qupperneq 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR GEGN TÓBAKI Læknar gegn tóbaki Þann 5. október síðastliðinn var stofnað félagið, Læknar gegn tóbaki. Félagið er opið öllum læknum sem áhuga hafa á tóbaksvörnum. Markmið félagsins eru: 1. Að vinna að því að gera öllum sem nota ein- hvers konar tóbak auðveldara með að hætta því. 2. Að stuðla að forvörnum gegn hvers konar tóbaksnotkun, meðal annars með markvissu starfi gegn áróðri tóbaksframleiðenda. Starfinu verður einkum beint að almenningi, lækn- urn og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum og stjórn- málamönnum. Á stofnfundinum voru samþykkt lög fyrir félagið og kjörin þriggja manna stjórn. Stofnfélagar eru allir þeir sem láta skrá sig í félagið fyrir 1. desember 2002. Árgjald verður 1.000 krónur í ár. Á stofnfundinum var rætt um að æskilegt væri að félagið stofnaði eigin vef, með því að setja upp tengil á heimasíðu Lækna- félagsins. Þegar hefur fengist leyfi stjórnar LÍ til þess. Með þessum fáu orðurn, ásamt meðfylgjandi lög- um félagsins vill stjórn þess kynna það. Stjórnin vill gjarnan heyra frá áhugamönnum á sviði tóbaksvarna, fjölga félagsmönnum og móta framkvæmd félagsins á markmiðum þess í samráði við þá. Ritari félagsins tekur við skráningum nýrra félagsmanna bréflega eða á netfang sitt. Formaður: Pétur Heimisson, Heilbrigðisstofnunin Egilsstöðum, petur@hsa.is Ritari: Sigurður Böðvarsson, Landspítala, sigurdbo@landspitali. is Gjaldkeri: Lilja Sigrún Jónsdóttir, Hjartavernd, Lilja@hjarta.is Félagið vill undirstrika þá lykilaðstöðu sem allir læknar eru í til að sinna tóbaksvörnum og hvetur lækna til að ganga í félagið. Lög félagsins 1. grein Félagið heitir: Lœknar gegn tóbaki. Með „tóbaki“ er átt við allar tegundir tóbaks. 2. grein Félagar geta orðið allir læknar, sem áhuga hafa á tób- aksvörnum. Heimili félagsins og varnarþing er á skrifstofu Læknafélags Islands Hlíðasmára 8, Kópa- vogi. 3. grein Markmið félagsins eru tvíþætt. Annars vegar að vinna að því að gera öllum sem nota einhvers konar tóbak auðveldara með að hætta því. Hins vegar að stuðla að forvörnum gegn hvers konar tóbaksnotk- un, m.a. með markvissu starfi gegn áróðri tóbaks- framleiðenda. Pað hyggst einkum ná markmiðum sínum með starfi gagnvart almenningi, læknum og öðrurn heilbrigðisstarfsmönnum, og stjórnmála- mönnum. Félagið undirstrikar þá lykilaðstöðu sem læknar hafa lil að sýna fordæmi og sinna tóbaks- vörnum. 4. grein Stofnfélagar eru allir þeir sem láta skrá sig í félagið fyrir 1. desember 2002. 5. grein Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum; for- manni, ritara, gjaldkera. Stjórnarmenn eru kosnir á aðalfundi, til tveggja ára í senn, en endurkjör er heimilt. Stjórn boðar til félagsfunda þegar þurfa þyk- ir. Dagleg umsjón félagsins er í höndum formanns í samvinnu við aðra stjórnarmenn. 6. grein Aðalfundur skal haldinn árlega. Stjórn skal boða fundinn skriflega, með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Einungis félagsmenn mega sitja aðalfundi. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála á aðalfundi og löglega boðaður aðalfundur hefur óskoraðan rétt til af- greiðslu mála. Á dagskrá aðalfundar skal vera: - skýrsla stjórnar - reikningar lagðir fram til samþykktar - árgjald ákveðið - breyting á lögum - stjórnarkjör og kosning tveggja endurskoðenda - önnur mál. 7. grein Reikningar félagsins miðast við aðalfund ár hvert. 8. grein Félagið verður aðeins lagt niður með að minnsta kosti tveimur þriðju hluta atkvæða á löglega boðuðum aðalfundi, enda hafi tillaga um að leggja það niður verið send með aðalfundarboði. 9. grein Lögum félagsins má aðeins breyta á löglega boðuðum aðalfundi, enda hafi lagabreytingatillaga fylgt fundar- boði. 10. grein Lög þessi öðlast gildi við samþykkt þeirra á endur- teknum stofnfundi og aðalfundi félagsins 05.10.2002. 852 Læknablaðið 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.