Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 6
Gunnar Karlsson Ádrepur Samnorræn niðurlæging Sumarið 1983 sótti ég einu sinni sem oftar aðferðafræðiráðstefnu norrænna sagnfræðinga í Noregi. A leið þangað vék sér að mér sænskur sagnfræði- prófessor, kona, og reyndist vera með skilaboð til íslenskra sagnfræðinga. Danskur kollega okkar hafði beðið hana að komast að því fyrir sig hvort við ætluðum að bjóða til tuttugasta norræna sagnfræðingaþingsins á Islandi árið 1987. Ef við ætluðum að gera það þyrftum við að senda mann til að flytja boðið formlega á nítjánda sagnfræðingaþinginu í Oðinsvéum sumarið 1984. Mér vafðist tunga um tönn því að ég hafði ekkert umboð til að lofa neinu, þó að við hefðum að vísu ráðgert að reyna að halda þetta þing, og vildi ógjarnan taka það á mig persónulega að halda fjögurra daga þing fyrir 350 manns. I fátinu greip ég til þess að segja að við hikuðum við að taka endanlega ákvörðun fyrr en kæmi í ljós hvort við fengjum yfirleitt fjárstyrk til að senda þátttakendur á þingið í Oðinsvéum. Allir norrænir háskóla- menn þekkja baslið við að kría ferðastyrki út úr stjórnvöldum, það vissi ég. „En það skiptir ekki máli,“ sagði prófessorinn. „Það nægir að þið sendið einn mann til að bjóða til þingsins í Reykjavík.“ Svona litlu máli skiptum við í augum þessarar konu, sem mun teljast einn af elstu og helstu fulltrúum frjálslyndis og umburðarlyndis í hörðum háskólaheimi Svía. Mig rak svolítið í vörðurnar því að ég var þá ekki enn búinn að losa mig fullkomlega við hugmyndina sem ég fór með á fyrstu norrænu aðferðafræði- ráðstefnuna sem ég sótti vorið 1977, að við Islendingar værum raunverulegir þátttakendur í norrænu ráðstefnusamstarfi, ekki bara gestir og gestgjafar. Ef ekki væri hlustað á okkur stafaði það af því að við værum svolítið á eftir með hugmyndir okkar, og það gæti maður unnið upp með því að lesa sér til og vera duglegur að sækja ráðstefnur. Þó átti ég að vita betur sumarið 1983. I rauninni var ég búinn að kynnast því að það þýðir ekkert fyrir Islending að reyna að halda fram skoðun um fræðileg efni í norrænum félagsskap. Skandinavar hlusta aldrei á okkur nema við segjum frá einhverju sérstaklega íslensku, helst verðbólgunni, bjórleysinu eða einhverju öðru sem þeir halda að þeir viti fyrir. Það skiptir engu máli hvort við höfum eitthvað að leggja til málanna. Þeir færa smæð 404
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.