Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 21
Hugarfarssaga að telja upp merkingarlausar eða -litlar tískusetningar af þessu tagi, frá existentialismanum („tilveran kemur á undan kjarnanum“) til strúktúral- isma Lacans („undirmeðvitundin er byggð upp eins og tungumál") og lengur. Hvað hugarfarssöguna snertir liggur vígorðið í augum uppi: það er sjálft hugtakið „hugarfar" — mentalité — sem lengi vel var lítið notað (Lucien Febvre talaði t. d. um „sögulega sálfræði") en hefur nú tröllriðið fjölmiðlum í nokkur ár. Þess ber þó að geta að sumir fræðimenn, sem fengist hafa við ýmsar greinar hugarfarssögu í breiðri merkingu, forðast að nota hugtakið. Michel Foucault taldi t. d. að „hugarfar" væri óljóst og merkingarlítið hugtak, lítið betra en „þjóðarandi“, og því væri það varla nothæft í vísindalegum rannsóknum. En aðrir hafa gripið það fegins hendi eins og e. k. merkimiða og notað það um sínar eigin rannsóknir. Svo vel vill til að Jacques Le Goff hefur tekið saman ýmis atriði um feril og notkun orðsins hugarfar og er ekki úr vegi að rekja þau hér til að reyna að skilgreina betur þessa grein sagnfræðinnar. Franska nafnorðið mentalité — „hugarfar" — er komið af latneska lýsingarorðinu mentalis — „huglægur“, „sem varðar hugann“, — sem var reyndar ekki til í klassískri latínu heldur nýsmíði skólaspekinga á miðöld- um. Þetta lýsingarorð komst síðan inn í ensku og frönsku á endurreisnar- tímabilinu, en nokkur bið varð á að nafnorð væri myndað af því. Var það ekki fyrr en á 17. öld að Englendingar smíðuðu orðið mentality, sem þýddi þá þegar „hugarfar þjóðar“ eða „hugarfar hóps manna“, en var fyrst og fremst tækniorð í heimspeki. Hugmyndin að baki þessa orðs barst til Frakklands á 18. öld, en Frakkar notuðu þó orð eins og „þjóðarandi" o. þ. h.: árið 1754 gaf Voltaire t. d. út ritið Tilraun um siði og anda þjóðanna. Orðið mentalité komst ekki inn í frönsku fyrr en um miðja 19. öld og hafði þá hina almennu merkingu „hugarfar“. Um 1900 finnst mönnum orðið enn vera nýjung í málinu og er það notað eins og einhvers konar óljós samsvörun þýska tækniorðsins Weltanschauung, „heims- skoðun“. Þótt merking orðsins mentalité hafi mótast af uppruna þess í enskri heimspeki og skilgreiningu hugtaka í þýskri sagnfræði, fékk það sérstakan „lit“ í frönsku. Menn höfðu sem sé tilhneigingu til að gefa því neikvæða merkingu, og í alþýðumáli voru t. d. orðasambönd eins og quelle mentalité! „hvílíkt hugarfar!“ eða belle mentalité! „þokkalegt hugarfar!" dæmigerð fyrir notkun þess. Þessi neikvæða merking virðist hafa ráðið miklu um feril orðsins í vísindaritum í upphafi aldarinnar: menn notuðu það fyrst og fremst um það sem þeir töldu vera „frumstætt", „óþroskað", „brenglað" eða „ruglingslegt" hugarfar. Þannig var gjarnan talað um „hugarfar barna“ og „frumstætt hugarfar", sem fræðimenn reyndu að skilgreina og töldu 419
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.