Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Qupperneq 38
Tímarit Máls og menningar ýmsar áttir, bæta við fleiri dæmum o. þ. h., en þótt allt kunni þannig að ganga upp að lokum, er sú aðferð ekki alltaf traustvekjandi. Loks má segja að þriðja leiðin sé sú að lýsa heimsmynd hóps manna á ákveðnum tíma eins og Le Roy Ladurie gerir í riti sínu Montaillou, og er þá tímavíddinni fórnað fyrir heildarmyndina. Þetta er þó naumast hægt nema fyrir hendi sé mikið magn heimilda, og slíkt heyrir til undantekninga þegar um fyrri aldir er að ræða. Sá sem öðrum fremur hefur reynt að takast á við þennan vanda var fremur heimspekingur en sagnfræðingur, Michel Foucault. I verki sínu Orðin og hlutirnir (1966) afmarkaði hann mjög ákveðið „hérað“ í „heimi merkjanna", alls kyns rit um ýmsar vísindagreinar, fyrst á „klassíska tímabilinu“ (17. og 18. öld) og síðan á 19. öld, og reyndi að leiða í ljós forsendur þessara merkja, þ. e. a. s. viðhorf sem gerðu það kleift að þessi merki yrðu til og þýddu eitthvað. Hann taldi að þessi viðhorf mynduðu ákveðið „djúpkerfi“ með ýmsum mótsögnum og spennu, og gæti það haldist óbreytt um langt skeið en síðan vikið skyndilega fyrir öðru. Þessar aðferðir, sem Foucault útskýrði síðan í riti sínu Fornleifafræði þekkingarinnar (1969), hafa verið talsvert umdeildar og sjálfur féll Foucault frá þeim síðar að nokkru leyti og reyndi nýjar leiðir. En eigi hugarfarssagan ekki að lenda í kreppu innan tíðar, er nauðsynlegt að fylgja fordæmi hans og reyna að skapa rannsóknum af þessu tagi heimspekilegan grundvöll. ATHUGASEMDIR 1) Þessi rit eru nefnd hér fyrst og fremst til viðmiðunar, en frá ýmsum þeirra er sagt ítarlegar í greininni „Nýjar stefnur í franskri sagnfræði" (í Sögu 1982). 2) Eitt dæmi sýnir vinnubrögðin, og er það svo skýrt, að annarra er naumast þörf. þegar Aaron J. Gourevitch fjallar um afstöðu Germana til náttúrunnar, vitnar hann í 75. kafla Njáls sögu, en hann þýðir orð Gunnars og túlkar eins og í textanum stæði: „Fögur er hlíðin mín, svo að mér hefur hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar mínir en slegin tún mín, og mun ég ríða heim aftur og fara hvergi" (Les catégories de la culture médiévale, bls. 57). Það er því ekki nema von þótt Gourevitch — sem sagður er vera sérfræðingur í norrænni sögu og bókmenntum — líti svo á, að það hafi ekki verið fegurð Fljótshlíðar sem réð ákvörðun Gunnars um að snúa aftur, heldur umhyggja fyrir jarðeigninni og landbúnaðarstörfunum! 3) Þegar verkefni hugarfarssögunnar er skilgreint á þennan hátt, fellur sú kenning Le Goffs um sjálfa sig, að bókmenntir og listir séu ekki góðar heimildir um hugarfar samtímamanna verkanna, þar sem þessar greinar fylgi sérstökum reglum og formgerðin sé gjarnan arfur frá fyrri tímum. Að þessu leyti má segja, að öll merkjakerfi séu undir sömu sökina seld, — þau fylgja sérstökum reglum og „málfræði“ þeirra er jafnan að einhverju leyti arfur frá fyrri tímum. En eins og áður var bent á, er tíminn öðru vísi í „heimi merkjanna" en í atburðasögunni. 436
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.