Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Síða 47
Bernskan í hugarfarslegu Ijósi skilið öðruvísi en leifar af heiðinni grimmd ... Með þessu ná íslending- ar sama marki og með því að bera börnin út. (Loftur Guttormsson 1983a:158) Embættismennirnir tveir túlka eldisvenjur mæðranna sem ástleysi og grimmd. Nú væri gaman að vita hvort mæðrunum hefur fundist það sama; hefðu þær viðurkennt þá afstöðu sem hinir upplýstu embættismenn eigna þeim? Þær hafa sennilega hagað sér í anda „skynsemi" sem samrýmdist ekki viðmiði athugendanna og sem þeim sást þess vegna yfir. Sagnfræðingar og aðrir sem fást við að endurskapa liðna tíð kannast vel við þennan túlkunarvanda. Hann er sérstaklega tilfinnanlegur í hugarfars- sögu vegna þess hve erfitt er, eins og heimildakosti er háttað, að gera grein fyrir sjónarhorni hinna sögulegu persóna (aktorsynspunktet) á þann hátt að fullnægi aðferðafræðilegum kröfum. Ef vel ætti að vera, þyrfti að vera hægt að gera þetta hvað varðar bæði sjónarmið foreldra og barna en slíkt er vitaskuld óhugsandi. Börn hafa skilið eftir sig sárafáar dagbækur (Pollock 1983:255—60) svo að upplýsingar um bernskureynslu fólks finnast helst í sjálfsævisögum er skrifaðar voru löngu eftir að höfundurinn komst af barnsaldri. IV Skiljanlegt verður af framansögðu að athuganir á bernskuvitund liðins tíma hafa einkum byggst á heimildum sem hægt er að vinna úr á tölfræðilegan hátt. Lýðfræðingar og fjölskyldusagnfræðingar hafa þannig safnað gögnum sem reynt hefur verið að draga ályktanir af varðandi tilfinningalíf fólks, ekki síst tilfinningar foreldra í alþýðustétt til barna sinna. Reynt er að sýna hvernig ýmsar breytur, fjölskyldustærð, heimilisgerð, frjósemi í hjónabandi og ungbarnadauði, hafa orkað á viðhorf og tilfinningalíf. Að dómi Stephen Wilsons, sem er reyndar mjög gagnrýninn á þessar aðferðir, hafa hinn tíði ungbarnadauði og efnahagslegt andstreymi fyrri tíma leitt sagnfræðinga til að gera ráð fyrir að mannleg samskipti hafi byggst á hagkvæmnisjónarmiði fremur en ástúð, og afskipta- og hirðuleysi hafi ríkt í samskiptum hjóna og foreldra og barna. Þar að auki. . . gera svo þessir sömu sagnfræðingar ráð fyrir að samtímis hafi átt sér stað „tilfinningabylting" þegar hefðbundin viðhorf sópuðust burt í öldufalli rómantískrar ástar og móðurkærleika. (Wilson 1984:181-2) Þessi skilningur á þróun bernskuvitundarinnar, sem hér verður kallaður 445
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.