Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 86
Tímarit Máls og menningar Haldið kjafti, segir hann við táningana. Er einhver matur? spyr hann mig. Það er matur núna. Meira að segja mjólk. Meðan ég helli úr rokdýrri fernunni hugsa ég til kúnna sem ég átti einu sinni. Nei, ekki hugsa um það. Alls ekki. Mamma. Minnsta stelpan togar í mig. — Hvenær kemur pabbi? Hvenær batnar honum í bakinu? Bráðum, segi ég. Það er of snemmt að augun hennar fyllist alvöru. Hún er svo fíngerð og grönn. Hávaðinn í matartímunum mundi gera erkiengil brjálaðan, hugsa ég. Reyni að stilla mig um að æpa líka. Sú litla klappar mér á kinn. Mamma, þegar ég verð stór skal ég gera allt svo þú þurfir ekkert að gera- Fínt, elskan, segi ég, vitandi að fyrir þann tíma verður hún búin að upplifa að hún er þá orðin táningur sem á heiminn, en ég gamaldags, leiðinleg og vitlaus. En er á meðan er. Eg tek hana í fangið þegar hin eru farin, vef að mér grannan barnslíkamann og segi já og nei á réttum stöðum. Fel andlitið við ljóst hárið meðan hún masar. Litla stúlkan mín. En brátt kemur lítil vinkona sem er að fara út í snjóinn. Pollabuxur, húfa, úlpa, vettlingar. Allt í réttri röð. Börnin hlæja og velta sér í snjónum. Veröld þeirra er björt eins og útmánaðadagur. Og ég grúfi mig fram á eldhúsborðið og læt mig hverfa til birtunnar óskýranlegu sem fyllir týndu trjágöngin. Nú opnast þau fyrir mér, full af hreinleik og þögn, lengra og lengra. Óendanlegur lýsandi snjór í stafalogni. Það er ekki sólskin, heldur jöfn dularfull birta sem er hlý og henni fylgja engir skuggar, glóbjört fyllir hún stað og stund. Að baki mér veit ég af stóru, dökku húsi úr fornum viði. En þar er engin hreyfing og engir gluggar, ekki á hliðinni sem veit að mér. Og húsið kemur mér ekki við. Eg legg af stað inn í trjágöngin hvítu og greinarnar fléttast yfir höfði mér, geng áfram, áfram inn í glitrandi þögnina. Og ekkert fótatak heyrist. Ekkert. Þögnin er draumur og kærleikur, ilmur og tónar og eilífð. 484
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.