Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Side 93
Leynibókin Eg er ALVEG hættur að sniffa núna, en ég hef ekkert skrifað neitt hér um það þegar ég hef gert það síðan ég skrifaði fyrst í bókina. Það sniffar enginn strákur núna sem ég veit um, ég er næstum því viss. Það er vitlaust, því maður getur líka orðið blindur. Ég spurði Jóngest í kvöld afhverju það eru kaliaðar bláar myndir. Hann bara vildi ekki segja neitt og sagði að ég sé of ungur til að sjá svoleiðis myndir og að ég ætti að lesa skólabækurnar. Svo vildi hann vita hvenær ég sá myndina og ég sagði honum að það var þegar ég sá þessa mynd sem slökt var á í vetur og hún var alveg ný birjuð, þau voru ekki heima hann og Mamma og daginn eftir var talað svo mikið um það í blokkini að als ekki ætti að sýna bláar myndir í kerfinu. Nína var sofnuð fyrir löngu og svo var bara engar fleiri myndir og ég fór að sofa. Það er alveg bannað ennþá að horfa á svoleiðis í þessari blokk. Jón Gestur og mamma vilja ekki tala um það meira. Það eru oft svaka ofsalega góðar horrormyndir seint á kvöldin, ég veit það alveg, en ég má helst ekki sjá þær. Um daginn var ég lengi við hurðina og sá langa mynd með David Bowie þar sem hann varð að gömlum kalli af því að stelpa beit hann til blóðs. Það voru gestir og mamma og jón gestur voru að drekka líka og sáu mig aldrei, en ég var orðinn svo syfjaður að ég sá ekki hvernig hún endaði og svo var mér líka orðið kalt. Sú mynd var alveg æði og ég vil hafa svoleiðis mynd á hverju kvöldi og músíkmyndir eða bara miklu oftar. Sjónvarpið er stundum ókei, mest gaman að Búrabyggðinni núna og svo þegar koma myndir þar sem sést úr flugvél yfir landinu, það þykir mér flottustu myndirnar í sjónvarpinu og sumar teiknimyndir sem eru ekki bara fyrir smábörn. Mér finnst núna að Tommi og Jenni megi hætta og fá aftur Prúðuleikarana. Ég hlusta aldrei á útvarpið nema Rásina stundum. Hún er best Vinsældalistinn og listapopp, og stundum morgunþátturinn. Þetta ætlaði ég að skrifa í gær, og ég nenni ekki að skrifa meira núna. Oggi er oft að tala um stelpur og er svo duló og montinn og þykist vera einhvað. Ég er alveg viss um að það er als ekki alt satt sem hann segir og Nonni, því þeir segjast altaf vera svo mikið. En strákur sem 491
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.