Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 123
sögurnar undirstrika að þær eru bók- menntir, spila á sameiginlega vitund og kunnáttu sína og lesandans. Þegar þær gefa sig frásögninni á vald er það gert á áberandi hátt, öll segl eru hafin upp og sögunni siglt eins og freigátu á leið til nýrra, velþekktra heima. (Norsk litterær aarbok 1985, bls. 9-10) Torben Broström spyr hvort elektr- óníska bylgjan, hátækniþróunin og upp- lýsingaflóðið, sem skellur yfir okkur daglega, sé svo yfirþyrmandi að aðeins sé hægt að fjalla um nútímann í punkt- um, í mikro-raunsæi, eða með því að nota landfræðilega, sögulega eða goð- sögulega yfirfærslu? Þessi greining er umhugsunar verð og lýsir prýðilega því sem hefur verið að gerast í svokölluðum „þungum" bók- menntum í Skandinavíu síðustu árin. Margt af því sem Broström talar um hefur líka mátt sjá í íslenskum bók- menntum þessa áratugar. Meta-bók- menntir þ.e. bókmenntir um bók- menntir eru býsna áberandi um þessar mundir; þannig eru bæði Sagan öll og Sóla, Sóla bækur um sína eigin tilurð og Leitin að landinu fagra er eiginlega nú- tímaleg riddarasaga, með meiru. I nýrri bókum hefur líka mátt sjá aukna áherslu á málið — bæði til góðs og ills. Það er beðið um „lifandi" og frum- legan stíl og árangurinn verður stundum bráðgóður, stundum verður hins vegar viðleitnin til frumleika bara að krampa- kenndum texta; nykruðum myndum og herfilegasta orðahröngli. Post-modernisminn setur mark sitt æ meira á bókmenntalíf í Skandinavíu. En hin íslenska bókmenntamynd hefur aldrei verið fyllilega í samræmi við hin Norðurlöndin. Við fengum til dæmis engar játningabækur á áttunda áratugn- Umsagnir um bakur um, Rauðsokkahreyfingunni til sárrar sorgar. Við fengum enga skýrslubók- menntabylgju, eina skýrslusagan okkar var Yfirvald Þorgeirs Þorgeirssonar og svo skopgerði Thor Vilhjálmsson bók- menntagreinina með Foldu. Módernism- inn var svo ungur í skáldsagnagerðinni að við fengum enga uppreisn gegn hon- um, þvert á móti. Við getum þannig lítið stutt okkur við skandinavískar greining- ar á því sem gerðist síðasta áratug í þeirra bókmenntalífi. Og nú er nýr áratugur meira en hálfn- aður. Kannski erum við farin að ganga í takt við hin Norðurlöndin? Við höfum alla vega fengið æ meira af post-módern- ískum bókmenntum síðustu árin — en þær eru aðeins einn hluti af bók- menntamyndinni. Og hvert stefnir? Það kemur í ljós, eins og Sören gamli Kierke- gaard sagði: „Það skrýtna við lífið er að það verður aðeins skilið afturábak, á meðan því verður aðeins lifað áfram.“ Dagný Kristjánsdóttir. BEYGUR - SAGA UM STRÍÐ Hafliði Vilhelmsson hefur sent frá sér fjórar skáldsögur. Hinar fyrri heita Leið 12 Hlemmur-Fell (1977). Helgalok. Samverkandi saga (1978) og Sagan um Þráin (1981). I Hlemmur-Fell segir frá ungum manni í gamla Vesturbænum sem kynnist ungri stúlku og fer að búa með henni, en langar í aðra röndina að skemmta sér og halda áfram fyrra svalli sínu. Þessi saga er lipurlega skrifuð raun- sæissaga. Togstreitan sem hún fjallar um er svipaðs eðlis og sú sem Einar Kárason lýsir í Þetta eru asnar, Guðjón (1981), 521
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.