Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Síða 69
Mörður Árnason Hvorki rök né rím Ritdómur um sonnettu Þórarinn Eldjám: Skipsfregn. TMM 1/1993, 1 bls. í síðasta tímaritshefti birtist sonnettan Skipsfregn eftir listaskáldið Þórarin Eld- jám. Tilefnið er sagður orðastaður sem Ami Bergmann rithöfundur átti við Þórarin í túnaritinu þaráður útaf viðtali sem haft var við Þórarin tveimur heftum fyrr (TMM 2/1991). í sinni grein gerði Árni nokkurt veður útaf ýmsum einföldunum um pólitík og menn- ingarstefnu í viðtalinu við Þórarin og sagði í sem allra stystri endursögn að nú væri Sovétkerfið komið á haugana en það merkti ekki að öll stjórnmálahugsun aldarinnar væri þarmeð úr gildi fallin og væri ennþá fráleitast að horfa á íslenska stjómmála- og menningarsögu síðustu áratuga í gegnum það sjóngler eitt saman. Kannski skrifaði Árni aðeins yfir sig vegna þess að Þórarinn hafði þaráður varla sagt um almenna pólitík nema almælt tíð- indi, svo sem að hugmyndin um að sameign framleiðslutækja bætti heiminn væri úrelt, að Þórarinn sjálfur væri ekki lengur „sósí- alisti“ (sem í hans tilviki hafði víst verið einhverskonar maóismi) en hinsvegar ,,að sjálfsögðu sósíaldemókrati“. Þórarinn gerði líka grín að sovéthollustu fyrri tíma, og setti fáein spurningarmerki, sum harla groddaleg, við baráttu gegn herstöðvum á íslandi, sem menn voru famir að halda að yrði eilíf og óbreytanleg þangaðtil fyrir nokkrum misserum, og við það þjóðlega menningarandóf sem stundum varð að ein- angmnaríhaldi gegn útlendingum almennt og nútímanum sérstaklega. Eftir grein Áma kom svo Skipsfregnin frá Þórami. Og kemur allnokkuð á óvart í þess- ari ofurlitlu samræðu um arf vinstrihreyf- ingarinnar og þjóðlega menningarstefnu. Táknmál Tími sonnettunnar er „líkframleiðsluiðn- aðarins öld“ þar sem iðnjöframir eru sýni- lega líka útgerðarmenn hver með sitt skip. Þau em nú mestmegnis strand en eitt siglir enn, auðvitað með lík í lestinni. Áhöfnin hefur það hlutverk að hressa uppá líkið sitt, að því er virðist til að stöðva rotdaun — frá draumum, þrám og vonum, sem hér mynda svokallaðan kennilið í myndlíkingunni. Ljóðmælandinn tekur síðan afstöðu í sonn- ettulok. Hann sér (hnusar raunar með nef- inu — skáldbragðið skynblöndun eða synestesía) í gegnum þesskonar, ,balsamer- TMM 1993:2 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.