Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 72
ésson á móti herstöðvum á íslandi? Hvers vegna var Halldór Laxness það, hvers vegna Sigurbjöm Einarsson, hvers vegna Kristján Eldjám? Túlkunarleiðir Höfundur Skipsfregnar hefur valið sonn- ettu sinni þá umgjörð og tileinkun að við fyrstu sýn verður að líta á hana sem samfé- lagslegt kennsluljóð, þátttöku skálds í póli- tískri umræðu, einsog um eru fjölmörg dæmi þótt óvenjulegt sé að sjá sonnettu- forminu beitt til slíkra verka. Sem slíkt hef- ur ljóð Þórarins þó einn fímbulgalla: Myndlíking þess stenst ekki. Árni Berg- mann er einfaldlega ekki í umræddri skips- áhöfn, hvað þá við líksmurning þar í lestinni. Sú aðdróttun er ekki á rökum reist. Höfundi verður ekki í alvöru gerð upp sú fáviska að hann geri sér ekki grein fyrir þessu. Þessvegna hefur mér þótt freistandi að líta svo á að Skipsfregn sé í rauninni allsekki sögð af hinu uppgefna tilefni, ekki hönnuð sem umræðubútur frá höfundi sem hyggst taka þátt í stjómmálum, heldur sé sonnettan nýjasta orðsvar í einræðu sem sjálft skáldið hefur átt við sjálft sig um sannfæringarmál, um að tilheyra eða úti- lokast, trúa eða efast. Við minnumst til dæmis kvæðisins um reiðhjólið þegar tryggðin við bamad'úna varð spéhræðslunni yfirsterkari og ljóðmælandinn kýs sann- leikann í kvæðislok: ,,ég skal renna á Möwe gegnum lífið“. í öðru Ijóði, sonnettu, er því lýst hvemig leitandinn getur lokast inní uni- versitas sannleiksleitarinnar þannig að sú var tíð að nám mitt hér ég hóf og hugðist vinna . .. ekki man ég hvað Og ekki verður eftir í veröld Sæmundar Sigfússonar Búfts af honum sjálfum nema „loðinn efi“ sem ,,í hjarta mínu grær“. f enn einni sonnettu er fjallað um Stundir stórra lína þarsem efinn tekst á við trúna á skipu- lagið. Mönnum líður vel að láta sannfærast: Og þú ert orðinn lífsins lagermaður sem límir miða og raðar frjáls og glaður. En ekki lengi. Að því kemur að „efinn boðar nýjan sáttafund". Hugsanleg túlkunarleið er að líta á Skips- fregn sem nýjasta nýtt í glímu höfundar við stórasannleik. Hann afneitar nú með öllu Svartaskóla sovétsins og sósíalismans og hæðist að þeim sem hann telur enn á þeim skólabekk, og er þar á sinn hátt á svipuðum slóðum og í fyrrnefndum ljóðum. Hér vant- ar hinsvegar al veg einn helsta efnisþátt fyrri ljóðanna, slaginn við efann. í Skipsfregn er allt á hreinu, gott er gott og illt illt, og ljóðmælandinn fyllilega sannfærður: Allt greinist skilst og heldur hvað í annað og hangir saman vitað þekkt og kannað einsog segir í miðalímaraljóðinu. Lesanda verður á að spyrja: hvar eru nú sáttafundim- ir við hinn loðna efa? Sá sem afmunstraðist — er hann núna kominn í land og farinn að vinna á lífsins lager? Eða er hann bara búinn að fá annað skip . ..? Bragur og kveðandi Svar við þessum spumingum er auðvitað falið í ljóðinu og er í sjálfu sér ljómandi snjallt. Sonnettan Skipsfregn er alls ekki framlag til stjómmála- eða menningamm- ræðu. Hún er ekki heldur þáttur af skáld- 70 TMM 1993:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.