Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 88

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 88
þess lét ég hyllast hingað. Nú verð ég að taka því sem skal koma, svona er að vera hvatvís. III. Hjá dalbúum Skógræktarfélagið heldur ýmsu undarlegu fram um gæði fiska og drep- kláða í lömbum. Það segja vitin mér fljótlega þegar ég lít lífið í dalnum og hreppsskipan. Samfélagið heldur uppi góðri reglu hér í útilegusveit, og veifar í sömu andrá gömlum frelsisplöggum. Dalbúar eru eins og allt fólk ágætis fólk, þeir vita sem er að með óskrifuðum lögum halda þeir Iandinu saman svo það hrökkvi ekki sundur um Atlantshafssprunguna. í dalverpi þessu, þótt það sé inni í miðju landi, virðist fljótt á litið hvorki við lýði sæl sveitamennska né alþjóðaandi, heldur smáborgara- legur skógarandi sem ég er alls ekki viss um að grjótinu, sem þau berjast við en byggja allt á, líki. Hér er glýja nýgamalla siða strengd yfir lundi. Enginn á sér fegra, hljómar tröllaslagur útileguhreppstjóra í kjólfötum. Sem ég teyga birkiilminn er að mér leggur læðist þó að mér sá illi grunur, að hér kunni, þrátt fyrir ilmandi skóginn, að leynast lúmsk fjallaflögð. Mætti ég þá frekar biðja um heiðarlega útilegumenn sem sjóða menn í potti og éta svo þeir þurfa aldrei aftur upp að rísa. Vík burt, ég finn þetta lævísa sem yfir mér vofir síðan ég hingað kom. En eins og menn sjá það sem þeir halda að sé, skynja þeir það sem þeir óttast að sé. Því er eins víst að hér bíði mín langþráður sumarbústaður stéttarfélagsins. Við þetta geng ég inn í stóra rjóðrið og sé þar tvö musteri, sem öllum er gert að skoða sem hingað koma. Þar eru dýrgripir dalbúa geymdir, styttur skornar í hinn einstaka og foma innlenda trjávið. í fyrra musterinu, sem mér finnst miklu fallegra, hefur líkneskjum dalbúa verið raðað í tímaröð. Þau er mörg og mikil. Sumir finna enga þörf fyrir að skera út styttur, en aðrir, liðnir og lifandi, hafa gert margar og geta ekki hætt. — Hér mundi ég aldrei pissa, segi ég upphátt við sjálfan mig, og veit ekki hvers vegna, hlýtur að vera eitthvað sem ég hef lesið nýlega í dónalegri útlenskri bók. í hinu hofinu er styttunum raðað af stíl og þekkingu, sérfræðingar em þar inni að raða, ræða málin, færa eina gleymda gamla dúkku til. Hún er fín, þeir voru blindir þeir gömlu, segja þeir. Sumir eru í mjög góðum leik, þeir skera sig úr, því augu þeirra eru glóandi skýr og með því fallegasta 86 TMM 1993:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.