Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Page 106
sé ógeðfellt og jafnframt dregið í efa að hann sé heiðarlegur. Þegar hann brosir við móður sinni snemma í sögunni grunar eiginkonuna strax að eitthvað búi að baki. Hann er tvöfaldur í roðinu og ekki tilviljun að á sama tíma lendir hann á svörtum lista sonar síns fyrir verstan allra glæpa: drottinsvik. Það verður því að hafa í huga að áður en hinir raunverulegu dramatísku atburðir sögunnar hefjast er Sigurbjöm þegar þjakaður af erfiðum sálarvanda: Honum finnst hann hafa brugðist heilagri minningu bróður síns og um leið for- eldrum sínum. Hið mikla Vóruhús Reykjavíkur, sem öllu illu hrindir af stað, er þess vegna ekki bara ,,hybris“ eins og freistandi væri að halda fram ef við værum hér með gríska harmhetju, heldur má líta á hana bæði sem örþrifaráð manns sem er að missa allt út úr höndum sér, en kannski fyrst og fremst sem eins konar sáttar- gjörð til foreldranna. Vöruhús Reykjavíkur er kirkjan sem hann reisti móður sinni í huganum; í raunveruleikanum hefur hún breyst í sannkall- aða Tröllakirkju. Hugmyndin að byggingunni kviknar í kjallaranum, á fyrrum vinnustað föður hans, þegar honum verður litið á mynd á veggn- um af stórmagasíni í Kanada þar sem faðir hans vann eitt sinn sumarlangt og vísaði síðar til stoltur að þar hefði verið „verslað á fimm hæð- um“. Það ber líka að minnast þess að Sigurbjöm fær af og til örvæntingarköst um að allt sé þetta glapræði, en þá er engin leið til baka. Sé á hinn bóginn einungis hugsað um sjálfa hugmyndina er hins vegar auðvitað innbyggt í söguna að Sigurbjörn hafði rétt fyrir sér: VÖruhús af þessu tagi reyndust vera ,,framtíðin“ eins og allir tönnlast á í sögunni. Stóra spurningin um persónu Sigurbjarnar, sem jafnframt hefur almenna skírskotun, er hins vegar sú hver ábyrgð hans sé á óförum fjöl- skyldunnar. Er hægt að kalla hann þar einan til ábyrgðar, eða er hann kannski einnig þolandi? í slíkum hugleiðingum er ansi freistandi að bera hann saman við hliðstæða sögupersónu sem hlýtur að sækja nokkuð á menn við lestur þess- arar sögu: Bjart í Sumarhúsum. Eins og Bjartur fórnar Sigurbjöm fjölskyldu sinni á altari hug- myndar sem flestum virðist glórulaus; með þrjósku sinni og mistúlkun á veruleikanum í kringum hann leiðir Sigurbjöm ógæfu yfir sig og alla sína nánustu. Bjartur rak Astu Sóllilju á dyr er hann frétti að hún væri ólétt eftir kennar- ann; Sigurbjöm rekur fjölskyldu sína frá sér eftir að hann hefur verið settur af sem stjómarfor- maður, sem var sjálfsögð og nauðsynleg aðgerð í Ijósi sögunnar, eins og Sigurbjöm sjálfur gerir sér grein fyrir þegar bráir af honum inn á milli. Það eru hins vegar mikilvægir þættir sem skilja á milli Bjarts og Sigurbjamar og varpar munur þeirra ljósi á hugmyndir tvennra tíma. Þar sem Bjartur var frekar þolandi og fómar- lamb fjandsamlegrar hugmyndafræði má kalla Sigurbjörn fórnarlamb tilviljunarkenndrar illsku. Eftir að Tóti sonur hans er svívirtur í Vöruhúsi Reykjavíkur brotnar Sigurbjöm end- anlega. Sá atburður verður það lokahögg sem rekur hann yfir í heim geðveikinnar. Hann tekur að gæla við öll hin stóru ,,ef‘; ef Tóti hefði ekki farið að vinna hefði þetta aldrei gerst og kennir konu sinni um. Mótlætið dregur ffarn og magn- ar brestina í sálarlífi hans og þetta nær hámarki sínu þegar Sigurbjöm drepur þann sem síst skyldi, eins og fyrir tilviljun, en sem á sér samt skýringu í sálsjúkri túlkun á veruleikanum. I huga lesanda takast þess vegna á samúð og fyrirlitning í afstöðunni til Sigurbjarnar. Hann ber að ýmsu leyti ábyrgðina á harmleiknum en er jafnframt óbeinn þolandi viðurstyggilegs of- beldis og fær alla samúð lesanda þegar hann spyr sjálfan sig og Guð: Á ég að kyssa hendurn- ar sem svívirtu bamið mitt? Hér er sagan sumsé komin að sjálfum kjarnanum í kristinni trú. I gegnum þetta tvítog fær sagan nauðsynleg- an kraft til þess að gera siðferðilega umræðu hennar áleitna og sannfærandi. Hér, eins og í sögunni allri, leikur Guð stórt hlutverk. Áður hefur verið minnst á glímu piltsins Sigurbjarnar Helgasonar við Guð bemsku sinnar, þar sem hann biður hann að bjarga sínum guðhrædda bróður sem hann hlýtur að hafa velþóknun á. Guð bregst hins vegar þessum bænum hans og 104 TMM 1993:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.