Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 54
KLAUS SCHLESINGER skipti um borgarhluta risu upp mótmæli gegn endurreisnarstefnunni sem skóku vesturbæinn næstum fram á miðjan níunda áratuginn. Þegar allt var dottið í dúnalogn á ný virtist að minnsta kosti eitt hafa áunnist: aldrei ffamar skyldi hús verða vélkrabbakjaffinum að bráð, heldur skyldi það endurbyggt, og staðreyndin er að þann tíma sem ég hef búið í Vesturberlín hefi ég einungis reynt stjórnmálamenn að því að sýna mýkt og leggja sig fram um að viðhalda menjum úr byggingarsögu borgarinnar, hversu hrörlegar sem þær hafa verið. Allt fram að sameiningunni. Þá fóru menn allt í einu að tala um nýbyggingar í staðinn fýrir svæðisbundna endurreisn og samstundis voru, bara í miðborg Berlínar, 128 gömul hús horfin. Nú er byggt. Á fullu! Með hraði! Þér munduð aldeilis furða yður á húskumböldunum ef þér gengjuð núna um byggingareitina í Austurberlín! Suðurhluti Friedrichstrasse er svo gott sem nýrisinn; stríðsgloppunum, þar sem aðallega dafnaði plöntugróður í heil fjörutíu ár, hefur verið lokað með skrifstofuhúsum úr gleri og stáli; við Spree spruttu upp turnhýsi, lúxus- íbúðir til hálfs en hinn hlutinn atvinnuhúsnæði; og Potsdamer Platz þekkið þér ábyggilega ekki aft ur. Æ, það hefur gerst svo margt að þér komist ekki hjá því, ef það vekur enn áhuga yðar, að koma í heimsókn. En mér hefur enn og aftur verið gert ljóst að það var aldrei hægt að vinna efnahagskapphlaupið sem ráðamenn okkar hófu á sínum tíma af svo miklu sjálfsöryggi. Og nú sé ég yður hrista höfuðið ákaft, nú hljómar rödd yðar í eyrum mér og ég heyri yður, með þessum eilítið stranga hreim sem rödd yðar fékk ævinlega þegar ég bar lof á kapitalismann, bera upp spurninguna sem öllu skiptir, spurninguna um gæði. Stendur heima? Ég á ekki auðvelt með að svara. Ég þarf ekki annað en rifja upp breytta afstöðu sjálfs mín til hinnar gömlu Stalinallee til að verða varkár í dómum. í þá daga, við upphaf sjötta áratugarins, horfðum við með illkvittni og fullir fyrirlitningar á þennan - hvað sögðum við alltaf? - Moskvu-rjómatertustíl og við önduðum léttar og tókum fagnandi sérhverri látlausri nýbyggingu sem reis vestanmegin og síðan einnig austanmegin. Þetta breyttist í síðasta lagi með fyrstu sjónvarpsmyndunum frá úthverfabyggðakjörnunum og ekki síst þegar verksmiðjuframleiddu afurðunum tók að skjóta upp úr sverðinum, líka í Berlín, hinum megin í Márkisches Viertel eða Gropiusstadt og loks hérna megin í Marzahn og Hellersdorf. Nú sá ég Stalinallee í allt öðru Ijósi og það sem á vantaði kann að hafa sprottið af því að ég hafði uppgötvað upphaf hennar í heimsókn til Manhattan þar sem turn Lomonossov- háskólans gnæfði upp úr miðja vega í æsilegu borgarlandslaginu. Síðan þá hefur það að minnsta kosti runnið upp fyrir mér, þegar ég geng frá Straus- berger Platz til Bersarinplatz, að sætabrauðsásýnd er illskárri en engin ásýnd. 52 www.mm.is TMM 1998:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.