Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 93
SJÖ LYKLAR AÐ ElNNl SKRÁ sem hann hefur skapað þannig að hver blettur sem falla kynni á uppdiktaðar persónurnar verði þveginn í kærleika. Þessi kærleiki er gagnvirkur. Samúð með sögupersónum þýðir í raun að þær hafi samúð með lesandanum. Les- andinn hefur ekki aðeins samlíðan með Ástu Sóllilju. Ásta Sóllilja hefur sam- líðan með lesandanum. Þannig eiga báðir bágt. Lesandinn kemur að verkinu beygður og brotinn í leit að hjálpræði og finnur það í samúðinni, klökkvan- um og síðan í skilningnum sem sögupersónurnar sýna honum með því að leyfa honum að hafa samúð með sér. Sé honum á einhvern hátt vörnuð leið- in að samúðinni bregst hann ókvæða við og sakar höfundinn um mannhat- ur, kvenhatur eða að vera vondur við skepnur. Slíkur lesandi gerir ráð fyrir því að sagnapersónurnar liggi kvaldar í búri höfundarins, fullar af klökkri þrá eftir að fá að anda að sér samúð hans, en höfundurinn vilji ekki hleypa þeim út. Höfundurinn er öfundsjúkur hrotti sem þolir ekki að persónurnar veki þá samúð sem þær þó eru fæddar til að vekja og í hvert skipti sem hon- um finnst sem einhverskonar sátt sé að verða til á milli lesanda og persónu flæmir hann lesandann frá með því að lýsa rassgatinu á konunni sem horfði áður svo blítt út úr textanum í von um væntumþykju. Einhver mesti hrotta- höfundur þessarar aldar var og er Alain Robbe-Grillet. Hann segist hafa farið að skrifa til að vinna bug á sadískri girnd sinni eftir að kvelja og berja ungu stúlkurnar sem hann bauð í bíó og síðan í kaffi á eftir. I staðinn fyrir að lúskra á þeim kvaldi hann lesendur. Það er síðan önnur saga, og kannski merkilegri en sagan um samúðina, að bækur hans vekja upp unaðarhroll sem ristir miklu dýpra en sætur klökkvinn. Þessi fasísk-sadíska þörf fyrir að kvelja les- andann er nefnilega líka gagnkvæm. Lesandinn vill kvelja höfundinn með því að lesa verk hans til enda, þreyta hann þangað til hann gefst upp á því að kvelja sjálfan sig og aðra með sinni kvalaskrift. Hér er formúlan ekki: „Sam- líðanin með Ástu Sóllilju.“ Hún er: „Píndu mig Ásta Sóllilja, og ég skal aldrei sleppa þér aftur.“ III í sögulegu tilliti var samúðin tæki til að búa til sjálf. Fagurfræðingurinn Shaftesbury skildi samúðina fyrst og fremst sem meðal til að staðfesta að hægt væri að fmna til og þar með vera til, og samúðin gegndi lykilhlutverki í breiðsókn borgarastéttarinnar á 18. öld inn á sitt eigið svið; í tilraun hennar til að skapa sér sína eigin sjálfsmynd sem ekki væri daufur skuggi aðalsins. í skáldsögum 18. aldar eru víddir þessarar tilfmningar kannaðar og lendur hennar numdar. Allt þangað til höfundarnir uppgötvuðu að hún er ekki síð- ur tæki til að öðlast vald yfir þeim sem byggir allt sitt á samúð og dyggð en til að skapa úr henni mynd af sér sjálfum. Um leið og sá siðferðislegi bakgrunn- ur sem felst í samúðarhugtakinu er skilinn írónískum skilningi er ekkert sem TMM 1998:3 www.mm.is 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.