Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 3
Mánudagur 20. september fréttir 3 Juan Alberto Borges Del Pino er bróð- ir kúbversks pilts sem flúði land ásamt föður þeirra eftir að þeir sættu ofsókn- um. Juan Alberto tók þátt í kærleiks- og friðargöngu sem haldin var þeim feðgum til stuðnings á laugardaginn og segist halda að málinu sé nú loks lokið. Fram hefur komið í fjölmiðl- um að þeim feðgum var hótað og að heimili þeirra hafi verið lagt í rúst. Kúbverjarnir voru óvopnaðir Juan Alberto segir margar rangfærsl- ur varðandi málið á báða bóga. Hann segir orðróm um að Kúbverjarnir, sem mættu á skólalóð Menntaskólans í Kópavogi, hafi verið vopnaðir rang- an. „Ég var einn þeirra sem mættu á skólalóðina. Þarna eru myndavélar og nemendur eru vitni sem geta stað- fest að við bárum engin vopn. Það er ólöglegt. Við vorum komnir í friðsam- legum tilgangi og vildum aðeins ræða við skólayfirvöld. Við ræddum við að- stoðarskólastjóra sem taldi það mis- ráðið af okkur að mæta í skólann. Ég get reyndar vel skilið afstöðu hans því þrátt fyrir að við höfum viljað ræða við hann varð tilstandið í kringum þetta allt saman of mikið. Það átti aldrei að verða.“ Gott líf á Íslandi Faðir hans, Alberto Borges, fluttist til Íslands fyrir rúmum 11 árum. Hing- að var hann kominn til þess að nýta þekkingu sína til þess að þjálfa afreks- fólk í íþróttum. Alberto líkaði lífið á Ís- landi vel og þegar hann hafði fest hér rætur bauð hann sonum sínum að koma til sín í heimsókn. Eldri sonur hans, Juan Alberto, kom til landsins fyrir fimm árum og yngri sonur hans, Juan Ramon, fyrir fjórum árum. Öll- um hefur þeim líkað lífið vel á Íslandi að sögn Juans Albertos. Juan Alberto talar nánast lýtalausa íslensku og yngri bróðir hans er mik- ill afreksmaður í frjálsum íþróttum og á til að mynda Íslandsmet í lang- stökki. Sjálfur er Juan Alberto heillað- ur af Íslandi og íslenskri tungu. Þegar hann kom til landsins skráði hann sig í háskólann í íslenskunám og starf- aði með náminu sem aðstoðarsjúkra- þjálfari á elliheimilinu Grund. „Ég sat og hlustaði á sígild, íslensk dægur- lög með heimilismönnum á Grund og gat ekki annað en hrifist af þessu máli. Hrynjandin í því er afar falleg og tungumálið er skapandi og mynd- rænt. Á Grund heyrði ég fyrst lag Frið- riks Jónssonar Við gengum tvö og það er enn í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Juan Alberto er gítarleikari, starfar í íhlaupum sem laugarvörður í Vest- urbæjarlauginni, stundar nám við FÍH þar sem hann leikur á djassgítar og spilar kúbversk-afríska gleðitón- list með hljómsveitinni Afro-Kúba. „Ísland er heimili okkar feðga, hing- að erum við komnir til að gera okkar besta. Ég reyni að gera það í tónlist- inni og bróðir minn í íþróttum. Við gerum þetta bæði fyrir okkur sjálfa og aðra. Ég á rúmlega ársgamlan son sem ég ætla að ala upp hér á landi. Ég sakna eiginlega einskis frá Kúbu nema ef til vill þess hve tónlist og dans er ríkur hluti af daglegu lífi. Hér er líf- ið gott og innihaldsríkt og Íslendingar og Kúbverjar eru líkir að mörgu leyti. Íslendingar eru engir rasistar. Þeir eru mikið fjölskyldufólk eins og við Kúbv- erjar.“ Kærleiks- og friðargangan mikil hjálp Juan Alberto segir þá feðga vera á leið- inni til landsins í vikunni. Faðir hans sé enn að jafna sig eftir árásina og líði enn illa yfir atburðarásinni. Kærleiks- og friðargangan hafi þó hjálpað mik- ið til við að létta af honum áhyggjum sem hann hafði haft af kynþáttafor- dómum Íslendinga. „Svona atburður hefur áhrif á undirmeðvitundina,“ útskýrir Juan Alberto. „Allt ofbeldi gerir það. Þeir sem verða fyrir ofbeldi, hótunum og árásum á heimili sitt þurfa tíma og ráðrúm til þess að jafna sig. Ég held að hann skilji núna að þessu máli er farsællega lokið og ég er viss um að hann kemur aftur til landsins fullur trausts um að við séum allir öruggir hér.“ Ísland er heim-ili okkar feðga. hingað erum við komnir til að gera okkar besta. „ÍSLENDINGAR ERU ENGIR RASISTAR“ Juan Alberto Borges Del Pino segir orðróm um að hann og bróðir hans hafi mætt vopnaðir á skólalóð Menntaskólans í Kópavogi vera rangan. Hann segir föður sinn og bróður vera væntanlega aftur til landsins í þessari viku. KristJAnA GuðBrAnDsDóttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Juan Alberto í Vesturbæjarlauginni Þarsemhannstendurstundumvaktinasem sundlaugarvörður. mynD róBert reynisson Helga Hróbjartssyni kristniboða. Slíkrar virðingar nyti hann á þess- um slóðum fyrir einstætt líknar-, hjálpar- og menntastarf sitt. Enginn myndi dirfast að snerta hár á höfði hans, hvorki sómalskir ræningjar né nokkrir aðrir,“ sagði Ómar. Hann sagði einnig: „Helgi Hróbjartsson er hins vegar í svo miklum metum þarna að líkist því sem er um helga menn. Nær sú virðing langt út fyr- ir raðir kristinna og mér var sagt að meðan ég væri á ferð með honum væri ég eins vel settur og hugsast gæti, slíkrar virðingar nyti hann.“ Hitti hann fólk sem komið var til áhrifa fyrir tilverknað Helga og var orðið stjórnendur í hinum fá- tæku og frumstæðu samfélögum á þessum slóðum. Sagði Ómar með- al annars: „Ég hef hvergi upplif- að eins sterkt hvað ævistarf eins manns getur haft göfgandi áhrif á fjölda fólks og ljúft að minnast þess á hátíð friðarins. Ég er að vinna að heimildarmynd um Helga, sem ber nafnið Engill af himnum.“ Myndin byggðist á tveimur ferðum til Eþ- íópíu árin 2003 og 2006. Kallaður heim Ragnar Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga, segir að ásakanir hafi fyrst borist honum þann 28. ágúst í gegnum prest, sem leitaði til hans í umboði eins þolandans. Það hafi verið sameiginleg ákvörðun þeirra að vísa ásökunum til fagráðsins strax daginn eftir, sem síðar ræddi við alla málsaðila. Á sama tíma var öllum samstarfsaðilum félagsins tilkynnt um þessar ásakanir bæði hér heima og erlendis. Um leið hafi verið lokað á öll frekari verkefni hans í umboði kirkjunnar og félaga hennar. „Það er alveg útilokað að hann geti haldið starfi sínu áfram,“ sagði Ragnar. „Þó að hann hafi starfað mest á eigin vegum undan- farin ár og sinnt ýmsum verkefnum þá vita samstarsfaðilar okkar úti af þessu og lokuðu strax á það.“ Þakklátur fagráðinu Þegar málið kom upp var Helgi að ljúka verkefni úti í Eþíópíu og var á leið til landsins. Hann kom hingað á fund fagráðsins og hélt síðan til Noregs á fund fjölskyldu og vina, þar sem ekki hefur verið unnt að ná í hann. Bæði bróðir hans og mágur staðfestu það að hann hefði haldið utan eftir að málið kom upp. Fullorðinn karlmaður sem var á meðal þeirra þriggja sem sökuðu Helga um kynferðisbrot vildi koma á framfæri þökkum til fagráðsins: „Ég er fyrst og fremst ánægður með hvað kirkjan brást hratt og vel við og leiddi málið til lykta örugglega og ákveðið.“ VAR TEkINN Í GUðATöLU Í EþÍópÍU trúboði í Afríku Helgistarfaðilengst afsemtrúboðiíAfríku,aðallegaíEþíópíu enlíkaíSenegal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.