Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 20. september FRÉTTIR 15 Komið hefur í ljós að ríkisdagblað Egyptalands breytti ljósmynd til þess að láta líta út fyrir að Hosni Muba- rak, forseti landsins, væri gestgjafinn í Hvíta húsinu í viðræðum leiðtoga í Mið-Austurlöndum um málefni Ís- raels og Palestínu. Dagblaðið, Al- Ahram, breytti alþjóðlegri fréttaljós- mynd af Obama Bandaríkjaforseta, Mubarak og leiðtogum Ísraels, Pal- estínu og Jórdaníu þegar þeir geng- ur eftir rauða dreglinum í Hvíta hús- inu í Washington. Myndin var tekin á miðvikudaginn. Upphaflega var uppstilling leið- toganna, þar sem þeir ganga saman í röð sem minnir á oddaflug fugla, vandlega skipulögð í samræmi við diplómatískar hefðir. Obama, sem var í hlutverki gestgjafa og sátta- semjara, gekk fremstur. Næstir við hlið hans voru helstu málsaðilar í deilunni, leiðtogar Ísraels og Pal- estínu og yst gengu leiðtogar ná- grannaríkja á svæðinu – Egypta- lands og Jórdaníu. Egypska ríkisdagblaðið notaði töfraforritið Adobe Photoshop til þess að færa Mubarak fremst á myndina, svo það liti út fyrir að hann væri aðalmaðurinn í Hvíta húsinu. Al-Ahram er eitt elsta dagblað Egyptalands, stofnað árið 1875. Mið- Austurlandafræðingar hafa lýst því sem alvörugefnu blaði sem hafi þó alltaf fylgt ríkisstjórninni að málum, enda sé það ríkisdagblað. Forseti landsins sér sjálfur um að ráða rit- stjóra blaðsins og það er því kannski ekki að furða að þeir vilji gera honum jafn hátt undir höfði og Photoshop- bragðið sýnir. Á föstudaginn ritaði Osama Saraya, ritstjóri Al-Ahram, í leiðara sínum að myndin sýndi sögulegt mikilvægi Egyptalands í friðarferl- inu. Úrvalsteymi verkfræðinga hjá evrópska þotufram- leiðandanum Airbus spáir í framtíðina og finnur upp leiðir til að bæta flugsamgöngur framtíðarinn- ar. Sumar hugmyndir verkfræðinganna hljóma eins og vísindaskáldskapur. Yfirmaður hjá Airbus segir að tæknin sem muni bylta flugsamgöngum í heiminum sé nú þegar til staðar. ÓSÝNILEGAR FLUGVÉLAR Í HÁLOFTUM FRAMTÍÐARINNAR Flugvélin yrði næstum því að lifandi veru. Árið 2093 Fleiri fyrirtæki hafa hönnuði á sínum snærum sem velta fyrir sér flugtækni framtíðarinnar. Hönnuðir hjá finnska flugfélaginu Finnair hönnuðu þessa flugvél, sem gæti tekið á loft árið 2093. 2.400 farþegar kæmust fyrir í henni. MYND FINNAIR Vistvæn vél Meira frá Finnair: Þessi bjartsýna tillaga sýnir flugvél sem væri byggð úr endurunnum efnum. MYND FINNAIR Egypska ríkisdagblaðið Al-Ahram breytti fréttamynd: Mubarak fluttur til með hjálp Photoshop Upphaflega myndin Á þessari mynd Pablo Martinez Monsivais frá Associated Press sjást frá vinstri til hægri: Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og Abdullah II, konungur Jórdaníu. MYND AP HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Myndin í Al-Ahram Egypska ríkisdagblaðið færði Hosni Mubarak forseta fremstan á myndina með hjálp undraforritsins Photoshop.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.